Þvílík veisla! Ívar Halldórsson skrifar 17. maí 2016 09:50 Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem haldin var í Svíþjóð að þessu sinni var konunglegt hlaðborð af lifandi skemmtidagsskrá í tali, gríni dansi og tónum. Öll umgjörð keppninnar var einstaklega fagmannleg og glæsileg í alla staði. Metnaður tónleikahaldara skilaði sér á skjái yfir 200 milljón heimsbúa, en aldrei hefur keppnin náð til eins margra og nú. Kínverjar og Bandaríkjamenn eru nú komnir á bragðið og hefur keppnin verið vottuð opinberlega af engum öðrum en Justin Timberlake sem fór á kostum í hálfleik keppninnar er hann flutti nýja lagið sitt "Can't Stop The Feeling." Ný útfærsla á opinberun atkvæða gerði áhorfendum kleift að rýna betur inn í afstöðu fagmanna annars vegar og afstöðu almennings hins vegar. Mögulegur pólitískur ágreiningur er því berskjaldaðari í þessari nýju greiningu stigagjafa. Það kom þægilega á óvart að almenningur í Úkraínu og Rússlandi blandaði ekki pólitík í stigagjöf sína þrátt fyrir að fagmannlegar dómnefndir þeirra, sem slepptu að gefa hvorri annari stig, hafi líklega gert það. Ég vona innilega að Rússar leggi allan ágreining á hilluna og mæti til Úkraínu með útspil sitt að ári. Skoðanir almennings á málefnum Ísraelsmanna virðast hafa haft meiri áhrif á atkvæðagreiðslu í sumum Evrópulöndum en öðrum. Hvorki íslenska dómnefndin né íslenskur almenningur gáfu Ísraelum stig í þetta skiptið þrátt fyrir nokkuð rausnarlega stigagjöf margra nágrannaþjóða okkar til ísraelsku þjóðarinnar. Það gæti þó auðvitað verið bara tilviljun eða smekksmunur. Maður vonar alla vega að tónlistarsmekkur okkar eða annara ráðist ekki af því hverrar þjóðar flytjendur tónlistarinnar eru. Tónlist án fordóma og allt það. Það verður þá athyglisvert að sjá hvort Úkraína nái að toppa Svíana að ári hvað glæsileika varðar. Hver ætli að troði upp í hálfleik hjá þeim? Justin Bieber? Adele? ELO? Verður Michael Jackson kannski reistur upp frá dauðum? Verður keppnin haldin neðanjarðar? Verða kynnarnir í beinni frá tunglinu? Fá kínverjar að vera með? Getum við kosið með fjarstýringunni okkar? Þessum spurningum og mörgum öðrum verður svarað að ári. Eitt er þó víst að Svíar hækkuðu gæðastuðulinn í keppnishaldi og flestar þjóðir virðast hafa lagt enn meiri metnað í lagaflutning og val á söngvurum en áður. Ég og fjölskylda mín skemmtum okkur í það minnsta konunglega í ár við að horfa og hlusta á fjölbreytt veisluhöldin. Við hlökkum til næstu tónlistarveislu í boði hins sænska Dumbledore og Júróvisjón akademíunnar. Þótt pólitík og mismunandi viðhorf freisti þess stundum að sundra okkur mannfólkinu, ættum við í það minnsta að nýta meðbyr þessa árlega viðburðar til að minna okkur á að við erum öll bara manneskjur sem elskum tónlist og góða skemmtun. Megi söngurinn sameina okkur um ókomin ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Sjá meira
Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem haldin var í Svíþjóð að þessu sinni var konunglegt hlaðborð af lifandi skemmtidagsskrá í tali, gríni dansi og tónum. Öll umgjörð keppninnar var einstaklega fagmannleg og glæsileg í alla staði. Metnaður tónleikahaldara skilaði sér á skjái yfir 200 milljón heimsbúa, en aldrei hefur keppnin náð til eins margra og nú. Kínverjar og Bandaríkjamenn eru nú komnir á bragðið og hefur keppnin verið vottuð opinberlega af engum öðrum en Justin Timberlake sem fór á kostum í hálfleik keppninnar er hann flutti nýja lagið sitt "Can't Stop The Feeling." Ný útfærsla á opinberun atkvæða gerði áhorfendum kleift að rýna betur inn í afstöðu fagmanna annars vegar og afstöðu almennings hins vegar. Mögulegur pólitískur ágreiningur er því berskjaldaðari í þessari nýju greiningu stigagjafa. Það kom þægilega á óvart að almenningur í Úkraínu og Rússlandi blandaði ekki pólitík í stigagjöf sína þrátt fyrir að fagmannlegar dómnefndir þeirra, sem slepptu að gefa hvorri annari stig, hafi líklega gert það. Ég vona innilega að Rússar leggi allan ágreining á hilluna og mæti til Úkraínu með útspil sitt að ári. Skoðanir almennings á málefnum Ísraelsmanna virðast hafa haft meiri áhrif á atkvæðagreiðslu í sumum Evrópulöndum en öðrum. Hvorki íslenska dómnefndin né íslenskur almenningur gáfu Ísraelum stig í þetta skiptið þrátt fyrir nokkuð rausnarlega stigagjöf margra nágrannaþjóða okkar til ísraelsku þjóðarinnar. Það gæti þó auðvitað verið bara tilviljun eða smekksmunur. Maður vonar alla vega að tónlistarsmekkur okkar eða annara ráðist ekki af því hverrar þjóðar flytjendur tónlistarinnar eru. Tónlist án fordóma og allt það. Það verður þá athyglisvert að sjá hvort Úkraína nái að toppa Svíana að ári hvað glæsileika varðar. Hver ætli að troði upp í hálfleik hjá þeim? Justin Bieber? Adele? ELO? Verður Michael Jackson kannski reistur upp frá dauðum? Verður keppnin haldin neðanjarðar? Verða kynnarnir í beinni frá tunglinu? Fá kínverjar að vera með? Getum við kosið með fjarstýringunni okkar? Þessum spurningum og mörgum öðrum verður svarað að ári. Eitt er þó víst að Svíar hækkuðu gæðastuðulinn í keppnishaldi og flestar þjóðir virðast hafa lagt enn meiri metnað í lagaflutning og val á söngvurum en áður. Ég og fjölskylda mín skemmtum okkur í það minnsta konunglega í ár við að horfa og hlusta á fjölbreytt veisluhöldin. Við hlökkum til næstu tónlistarveislu í boði hins sænska Dumbledore og Júróvisjón akademíunnar. Þótt pólitík og mismunandi viðhorf freisti þess stundum að sundra okkur mannfólkinu, ættum við í það minnsta að nýta meðbyr þessa árlega viðburðar til að minna okkur á að við erum öll bara manneskjur sem elskum tónlist og góða skemmtun. Megi söngurinn sameina okkur um ókomin ár.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun