Vinni KR-ingar ekki FH í kvöld þá boðar það bara eitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2016 16:00 Morten Beck Andersen á enn eftir að vinna leik með KR í Pepsi-deildinni. Vísir/Ernir KR-ingar fá Íslandsmeistara FH-inga í heimsókn í Vesturbæinn í kvöld en þá fer fram leikur liðanna í 3. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Það hefur verið ólíkt gengið á liðunum í fyrstu tveimur umferðunum því á meðan FH er með fullt hús og markatöluna 5-1 eftir tvo leiki þá hafa KR-ingar enn ekki náð að fagna sigri. Síðan að KR vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í 31 ár sumarið 1999 þá hefur það aðeins tvisvar sinnum gerst að KR hefur ekki náð að vinna leik í fyrstu þremur umferðunum. Fyrra skiptið var sumarið 2007 þegar KR fékk aðeins eitt stig í fyrstu þremur umferðunum eftir jafntefli á móti Breiðabliki og svo tap á móti bæði Keflavík og Val. Seinna skiptið var sumarið 2010 þegar KR fékk tvö stig í fyrstu þremur umferðunum, eftir jafntefli á móti nýliðum Hauka annarsvegar og Stjörnunni hinsvegar og svo tap á móti nýliðum Selfoss. Þjálfarar KR þessi tvö sumur eiga það sameiginlegt að hafa þurft að taka pokann sinn þetta sumar. Ef marka má þróun mála út í KR þessa tvo áratugi þá boðar það bara eitt tapist leikurinn hjá KR-liðinu í kvöld.Þegar KR vinnur ekki í þremur fyrstu leikjum sínum þá er kominn nýr þjálfari fyrir Verslunarmannahelgi. Teiti Þórðarsyni var sagt upp störfum 29. júlí 2007 en hann var þá samningsbundinn félaginu til 2010. KR hafði þá aðeins unnið einn af 11 deildarleikjum sínum og sat í neðsta sæti deildarinnar. Logi Ólafsson tók við liðinu af Teiti. Loga Ólafssyni var sagt upp störfum sem þjálfara KR 19. júlí 2010 daginn eftir að liðið gerði jafntefli á móti nýliðum Hauka í annað skiptið á tímabilinu. KR var þá með aðeins 3 sigra í 11 leikjum og sat í fjórða neðsta sæti. Rúnar Kristinsson tók við liðinu af Loga. Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR-liðsins, gæti því mögulega þurft að hafa áhyggjur af starfinu takist honum ekki að vinna FH í kvöld. Sagan segir það að minnsta kosti. Útsending Stöð 2 Sport frá KR-vellinum hefst klukkan 19.30 en leikurinn sjálfur hefst klukkan 20.00. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: KR - Víkingur 0-0 | Bragðdauf byrjun í vesturbænum Lélegur völlur og nokkur vindur settu svip sinn á leik KR og Víkings í kvölds sem var ekki mikið fyrir augað. 2. maí 2016 22:15 Uppbótartíminn: Draumabyrjun Ólsara | Myndbönd Önnur umferð Pepsi-deildar karla gerð upp á léttum og gagnrýnum nótum. 9. maí 2016 10:30 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Þróttur - KR 2-2 | Jafntefli í Laugardalnum. Þróttur og KR gerðu 2-2 jafntefli á Gervigrasinu í Laugardal í kvöld. 8. maí 2016 23:15 Uppbótartíminn: Ekki hata leikmennina - hataðu grasið | Myndbönd Fyrsta umferð Pepsi-deildar karla gerð upp á léttum og gagnrýnum nótum. 3. maí 2016 10:30 Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Sjá meira
KR-ingar fá Íslandsmeistara FH-inga í heimsókn í Vesturbæinn í kvöld en þá fer fram leikur liðanna í 3. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Það hefur verið ólíkt gengið á liðunum í fyrstu tveimur umferðunum því á meðan FH er með fullt hús og markatöluna 5-1 eftir tvo leiki þá hafa KR-ingar enn ekki náð að fagna sigri. Síðan að KR vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í 31 ár sumarið 1999 þá hefur það aðeins tvisvar sinnum gerst að KR hefur ekki náð að vinna leik í fyrstu þremur umferðunum. Fyrra skiptið var sumarið 2007 þegar KR fékk aðeins eitt stig í fyrstu þremur umferðunum eftir jafntefli á móti Breiðabliki og svo tap á móti bæði Keflavík og Val. Seinna skiptið var sumarið 2010 þegar KR fékk tvö stig í fyrstu þremur umferðunum, eftir jafntefli á móti nýliðum Hauka annarsvegar og Stjörnunni hinsvegar og svo tap á móti nýliðum Selfoss. Þjálfarar KR þessi tvö sumur eiga það sameiginlegt að hafa þurft að taka pokann sinn þetta sumar. Ef marka má þróun mála út í KR þessa tvo áratugi þá boðar það bara eitt tapist leikurinn hjá KR-liðinu í kvöld.Þegar KR vinnur ekki í þremur fyrstu leikjum sínum þá er kominn nýr þjálfari fyrir Verslunarmannahelgi. Teiti Þórðarsyni var sagt upp störfum 29. júlí 2007 en hann var þá samningsbundinn félaginu til 2010. KR hafði þá aðeins unnið einn af 11 deildarleikjum sínum og sat í neðsta sæti deildarinnar. Logi Ólafsson tók við liðinu af Teiti. Loga Ólafssyni var sagt upp störfum sem þjálfara KR 19. júlí 2010 daginn eftir að liðið gerði jafntefli á móti nýliðum Hauka í annað skiptið á tímabilinu. KR var þá með aðeins 3 sigra í 11 leikjum og sat í fjórða neðsta sæti. Rúnar Kristinsson tók við liðinu af Loga. Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR-liðsins, gæti því mögulega þurft að hafa áhyggjur af starfinu takist honum ekki að vinna FH í kvöld. Sagan segir það að minnsta kosti. Útsending Stöð 2 Sport frá KR-vellinum hefst klukkan 19.30 en leikurinn sjálfur hefst klukkan 20.00.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: KR - Víkingur 0-0 | Bragðdauf byrjun í vesturbænum Lélegur völlur og nokkur vindur settu svip sinn á leik KR og Víkings í kvölds sem var ekki mikið fyrir augað. 2. maí 2016 22:15 Uppbótartíminn: Draumabyrjun Ólsara | Myndbönd Önnur umferð Pepsi-deildar karla gerð upp á léttum og gagnrýnum nótum. 9. maí 2016 10:30 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Þróttur - KR 2-2 | Jafntefli í Laugardalnum. Þróttur og KR gerðu 2-2 jafntefli á Gervigrasinu í Laugardal í kvöld. 8. maí 2016 23:15 Uppbótartíminn: Ekki hata leikmennina - hataðu grasið | Myndbönd Fyrsta umferð Pepsi-deildar karla gerð upp á léttum og gagnrýnum nótum. 3. maí 2016 10:30 Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: KR - Víkingur 0-0 | Bragðdauf byrjun í vesturbænum Lélegur völlur og nokkur vindur settu svip sinn á leik KR og Víkings í kvölds sem var ekki mikið fyrir augað. 2. maí 2016 22:15
Uppbótartíminn: Draumabyrjun Ólsara | Myndbönd Önnur umferð Pepsi-deildar karla gerð upp á léttum og gagnrýnum nótum. 9. maí 2016 10:30
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Þróttur - KR 2-2 | Jafntefli í Laugardalnum. Þróttur og KR gerðu 2-2 jafntefli á Gervigrasinu í Laugardal í kvöld. 8. maí 2016 23:15
Uppbótartíminn: Ekki hata leikmennina - hataðu grasið | Myndbönd Fyrsta umferð Pepsi-deildar karla gerð upp á léttum og gagnrýnum nótum. 3. maí 2016 10:30