„Kerfi blekkinga er óðum að hrynja sem aumasta spilaborg“ Samúel Karl Ólason skrifar 11. maí 2016 23:38 Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri. Vísir/Anton „Panamaskjölin hafa svipt hulinni af felustaðnum og þeir sem töldu töldu sig eiga falinn fjársjóð í jörðu að hætti sjóræningja geta tæplega vænst þess lengur að sitja einir að góssinu.“ þetta skrifa Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri, og Ingvar J. Rögnvaldsson, vararíkiskattstjóri, í leiðara nýjasta tölublaðs Tíundar, fréttablað Ríkisskattstjóra. Þeir segja „kerfi blekkinganna“ vera óðum að hrynja sem aumasta spilaborg. Ítrekaðar tilraunir yfirvalda um allan heim til að berjast gegn þessu ástandi hafi skilað árangri en ekki nægjanlega miklum. Þeir segja að skattyfirvöld hafi um aldamótin orðið vör við að þeim færi fjölgandi sem ættu eða hefðu yfirráð yfir erlendum lögaðilum sem væru skráðir á lágskattasvæðum. Hluti þeirra hafi uppfyllt skyldur sínar og gert grein fyrir eignarhaldinu og tekjum þar af. Það hafi flestir þó ekki gert. „Þeir hafa væntanlega talið sér vera óhætt með fjármuni sína á aflandssvæði í skjóli fyrir afskiptum skattyfirvalda.“ Þá segja þeir að vegna Panamalekans svokallaða hafi komið í ljós að íslenskir athafnamenn hafi ekki dregið af sér við að fela fjármuni og eignarhald fyrir íslenskum yfirvöldum. „Svo virðist sem ekki aðeins skattyfirvöld hafi verið blekkt, heldur einnig samkeppnis- og fjármálayfirvöld. Uppsetning á aflandsfélagi ásamt felustjórnendum, verður ekki gerð nema með liðsinni fjármálafyrirtækja eða sérfræðinga í hlutaðeigandi löggjöf sem vinna verkin fyrir eigendur fjármagnsins.“ Skúli og Ingvar segja að svo virðist sem þetta hafi verið unnið með skipulegum hætti á öllum stigum. Ráðgjafarnir hefi eflaust verið til taks ef yfirvöld óskuðu óþægilegra upplýsinga. Þá væri gjarnan tekið til gamalkunnugra aðferða, að tefja, fara undan í flæmingi og jafnvel gera yfirvöld tortryggileg. Þegar öll sund lokist hafi starfsmönnum skattyfirvalda jafnvel verið hótað. Panama-skjölin Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent „Ég vaknaði alltaf með móral og leið aldrei vel“ Atvinnulíf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
„Panamaskjölin hafa svipt hulinni af felustaðnum og þeir sem töldu töldu sig eiga falinn fjársjóð í jörðu að hætti sjóræningja geta tæplega vænst þess lengur að sitja einir að góssinu.“ þetta skrifa Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri, og Ingvar J. Rögnvaldsson, vararíkiskattstjóri, í leiðara nýjasta tölublaðs Tíundar, fréttablað Ríkisskattstjóra. Þeir segja „kerfi blekkinganna“ vera óðum að hrynja sem aumasta spilaborg. Ítrekaðar tilraunir yfirvalda um allan heim til að berjast gegn þessu ástandi hafi skilað árangri en ekki nægjanlega miklum. Þeir segja að skattyfirvöld hafi um aldamótin orðið vör við að þeim færi fjölgandi sem ættu eða hefðu yfirráð yfir erlendum lögaðilum sem væru skráðir á lágskattasvæðum. Hluti þeirra hafi uppfyllt skyldur sínar og gert grein fyrir eignarhaldinu og tekjum þar af. Það hafi flestir þó ekki gert. „Þeir hafa væntanlega talið sér vera óhætt með fjármuni sína á aflandssvæði í skjóli fyrir afskiptum skattyfirvalda.“ Þá segja þeir að vegna Panamalekans svokallaða hafi komið í ljós að íslenskir athafnamenn hafi ekki dregið af sér við að fela fjármuni og eignarhald fyrir íslenskum yfirvöldum. „Svo virðist sem ekki aðeins skattyfirvöld hafi verið blekkt, heldur einnig samkeppnis- og fjármálayfirvöld. Uppsetning á aflandsfélagi ásamt felustjórnendum, verður ekki gerð nema með liðsinni fjármálafyrirtækja eða sérfræðinga í hlutaðeigandi löggjöf sem vinna verkin fyrir eigendur fjármagnsins.“ Skúli og Ingvar segja að svo virðist sem þetta hafi verið unnið með skipulegum hætti á öllum stigum. Ráðgjafarnir hefi eflaust verið til taks ef yfirvöld óskuðu óþægilegra upplýsinga. Þá væri gjarnan tekið til gamalkunnugra aðferða, að tefja, fara undan í flæmingi og jafnvel gera yfirvöld tortryggileg. Þegar öll sund lokist hafi starfsmönnum skattyfirvalda jafnvel verið hótað.
Panama-skjölin Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent „Ég vaknaði alltaf með móral og leið aldrei vel“ Atvinnulíf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira