Sanders vann forkosningar í Vestur-Virginíu Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 11. maí 2016 08:28 Bernie Sanders sigrar forkosningar Demókrata í Vestur-Virginíu ef marka má útgönguspár. Sanders segist ætla að berjast til síðasta atkvæðis. CNN greinir frá meðal annarra. Andstæðingur Sanders í baráttunni um tilnefningu Demókrata í forsetakosningunum í Bandaríkjunum, Hillary Clinton, hefur í raun þegar hafið slaginn við forsetaframbjóðanda Repúblikana, Donald Trump en niðurstaðan minnir hana á að hún á þegar eftir að ljúka baráttunni um tilnefningu eigin flokks. „Við höfum unnið forkosningar í nítján ríkjum,“ sagði Sanders á kosningafundi í Salem Oregon í gærkvöldi.Clinton í síðustu viku á kosningafundi.Vísir/EPA„Ég ætla að vera eins skýr og mögulegt er: Við erum í þessari baráttu til þess að vinna tilnefninguna um forsetaframbjóðanda Demókrata.“ Stefnir þó allt í að Clinton hljóti útnefninguna Sanders viðurkenndi þó að róðurinn yrði þungur. Hann bætti þá jafnframt við ummælum sem gefa til kynna að hann myndi áfram spila með liðinu þó að Clinton bæri að lokum sigur úr býtum í forkosningunum. „Við erum um margt ósammála, við Clinton, en það er eitt sem við erum alveg sammála um og það er það að við verðum að sigra Donald Trump.“ Sigur í Vestur-Virginíu mun litlu breyta í stóra samhenginu en það heldur lífi í von Sanders, hans teymis og stuðningsmanna hans. Clinton er enn með forskot á fjölda fulltrúa, eða „delegates,“ en hún er með 2235 fulltrúa á meðan Sanders er með 1464. Til þess að hljóta útnefningu Demókrataflokksins þarf 2383. Varaforseti Bandaríkjanna, Joe Biden, hefur stutt hvorugan frambjóðandann en sagði í gær að honum sýndist allt stefna í að Clinton yrði forsetaefni Demókrata. „Ég hugsa að Clinton verði tilnefnd sem forsetaefni Demókrata og ég hef trú á því að hún verði næsti forseti Bandaríkjanna,“ sagði Biden við fréttastofu ABC. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Clinton og Sanders takast á um New York Aukin harka hefur færst í kosningabaráttu Demókrata eftir góða siglingu Bernie Sanders að undanförnu. 7. apríl 2016 23:30 Baráttan milli Clinton og Sanders harðnar Nú fer að síga á seinni hluta forkosningatímabilsins í Bandaríkjunum. Bernie Sanders hefur verið á mikilli siglingu undanfarið en á þungan róður eftir. Næst er kosið í New York á þriðjudaginn. 16. apríl 2016 07:00 Trump er einn eftir Nú þegar bæði Ted Cruz og John Kasich hafa dregið sig í hlé í slag repúblikana virðist fátt geta stöðvað sigurgöngu Donalds Trump. Bernie Sanders ætlar hins vegar að berjast áfram gegn Hillary Clinton, þótt hún þyki eiga sigurinn ví 5. maí 2016 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Bernie Sanders sigrar forkosningar Demókrata í Vestur-Virginíu ef marka má útgönguspár. Sanders segist ætla að berjast til síðasta atkvæðis. CNN greinir frá meðal annarra. Andstæðingur Sanders í baráttunni um tilnefningu Demókrata í forsetakosningunum í Bandaríkjunum, Hillary Clinton, hefur í raun þegar hafið slaginn við forsetaframbjóðanda Repúblikana, Donald Trump en niðurstaðan minnir hana á að hún á þegar eftir að ljúka baráttunni um tilnefningu eigin flokks. „Við höfum unnið forkosningar í nítján ríkjum,“ sagði Sanders á kosningafundi í Salem Oregon í gærkvöldi.Clinton í síðustu viku á kosningafundi.Vísir/EPA„Ég ætla að vera eins skýr og mögulegt er: Við erum í þessari baráttu til þess að vinna tilnefninguna um forsetaframbjóðanda Demókrata.“ Stefnir þó allt í að Clinton hljóti útnefninguna Sanders viðurkenndi þó að róðurinn yrði þungur. Hann bætti þá jafnframt við ummælum sem gefa til kynna að hann myndi áfram spila með liðinu þó að Clinton bæri að lokum sigur úr býtum í forkosningunum. „Við erum um margt ósammála, við Clinton, en það er eitt sem við erum alveg sammála um og það er það að við verðum að sigra Donald Trump.“ Sigur í Vestur-Virginíu mun litlu breyta í stóra samhenginu en það heldur lífi í von Sanders, hans teymis og stuðningsmanna hans. Clinton er enn með forskot á fjölda fulltrúa, eða „delegates,“ en hún er með 2235 fulltrúa á meðan Sanders er með 1464. Til þess að hljóta útnefningu Demókrataflokksins þarf 2383. Varaforseti Bandaríkjanna, Joe Biden, hefur stutt hvorugan frambjóðandann en sagði í gær að honum sýndist allt stefna í að Clinton yrði forsetaefni Demókrata. „Ég hugsa að Clinton verði tilnefnd sem forsetaefni Demókrata og ég hef trú á því að hún verði næsti forseti Bandaríkjanna,“ sagði Biden við fréttastofu ABC.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Clinton og Sanders takast á um New York Aukin harka hefur færst í kosningabaráttu Demókrata eftir góða siglingu Bernie Sanders að undanförnu. 7. apríl 2016 23:30 Baráttan milli Clinton og Sanders harðnar Nú fer að síga á seinni hluta forkosningatímabilsins í Bandaríkjunum. Bernie Sanders hefur verið á mikilli siglingu undanfarið en á þungan róður eftir. Næst er kosið í New York á þriðjudaginn. 16. apríl 2016 07:00 Trump er einn eftir Nú þegar bæði Ted Cruz og John Kasich hafa dregið sig í hlé í slag repúblikana virðist fátt geta stöðvað sigurgöngu Donalds Trump. Bernie Sanders ætlar hins vegar að berjast áfram gegn Hillary Clinton, þótt hún þyki eiga sigurinn ví 5. maí 2016 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Clinton og Sanders takast á um New York Aukin harka hefur færst í kosningabaráttu Demókrata eftir góða siglingu Bernie Sanders að undanförnu. 7. apríl 2016 23:30
Baráttan milli Clinton og Sanders harðnar Nú fer að síga á seinni hluta forkosningatímabilsins í Bandaríkjunum. Bernie Sanders hefur verið á mikilli siglingu undanfarið en á þungan róður eftir. Næst er kosið í New York á þriðjudaginn. 16. apríl 2016 07:00
Trump er einn eftir Nú þegar bæði Ted Cruz og John Kasich hafa dregið sig í hlé í slag repúblikana virðist fátt geta stöðvað sigurgöngu Donalds Trump. Bernie Sanders ætlar hins vegar að berjast áfram gegn Hillary Clinton, þótt hún þyki eiga sigurinn ví 5. maí 2016 07:00