Myndbandið má sjá hér fyrir ofan. Það var tónlistarvefurinn Albumm.is sem greindi fyrst frá þessu.
„Þetta byrjaði þegar Gréta fór í fyrra skiptið í Eurovision, þá ákvaðum við að þetta ætti að vera meira rokk en er. Við gerðum þetta bara upp á grínið en svo varð þetta bara að hefð og við höfum haldið henni síðustu þrjú ár. Þetta er okkar litla Eurovision stemning,“ segir Bjarni Egill Ögmundsson sem stendur á bakvið metal útgáfu lagsins ásamt félaga sínum Inga Þórissyni. Þeir félagar voru áður saman í glysrokksveitinni Daimond Thunder.
Erfið forkeppni
En hvað segja metalhausar um gengi íslenska lagsins í ár?
„Þetta er erfitt í ár þar sem það er bara ein önnur norræn þjóð með okkur riðlinum þannig að þetta gæti orðið erfitt núna. Ég held að okkur muni ganga betur í úrslitunum ef við komumst þangað. Við vonum það besta“
Hér fyrir neðan má svo heyra metal útgáfu Never forget sem Gréta Salóme flutti ásamt Jónsa í Eurovision árið 2012.