Rihanna hannar sólgleraugu fyrir Dior Ritstjórn skrifar 26. maí 2016 12:00 Sólgleraugun hennar Rihönnu eru töff og öðruvísi. Rihanna hefur alltaf þótt vera mikil tískufyrirmynd og er einna þekktust fyrir að taka miklar áhættur þegar að það kemur að fatavali. Brennandi áhugi hennar á tísku hefur undanfarið ár skilað sér til aðdáenda hennar en hún hefur hannað í samstarfi við Puma, Stance Socks og Manolo Blahnik. Nýjasta verkefnið hennar er að hanna sólgleraugu fyrir franska tískuhúsið Dior. Sólgleraugun munu fara á sölu í Dior búðum í byrjun júní en búast má við að þau verði afar vinsæl enda eru þau flott í sniðinu og nánast allt sem Rihanna gerir slær samstundis í gegn. Flest gleraugun í línunni munu kosta rúmar 100.000 krónur en ein tegudin sem er húðuð með 24 karata gulli mun kosta um 240.000 krónur. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem hún vinnur með Dior en á seinasta ári varð hún fyrsta svarta konan til þess að vera andlit fyrirtækisins í auglýsingaherferð. Sólgleraugun verða einnig fáanleg í gylltu. mood A photo posted by badgalriri (@badgalriri) on May 19, 2016 at 8:12pm PDT Mest lesið Danssýning á tískupallinum Glamour Besta götutískan frá Tókýó Glamour Lifandi gínur í sumarfjöri Gottu Glamour Nike framleiddi sérstakan skó fyrir Elton John Glamour Götutískan í köldu París Glamour Selena Gomez var langvinsælust á Instagram árið 2016 Glamour Kendall Jenner í fyrstu auglýsingunni fyrir Estée Lauder Glamour Ólétt að sínu þriðja barni Glamour Golden Globes 2016: Bestu augnablikin Glamour Kvikmynd um vinskap Alexander McQueen og Isabella Blow í vinnslu Glamour
Rihanna hefur alltaf þótt vera mikil tískufyrirmynd og er einna þekktust fyrir að taka miklar áhættur þegar að það kemur að fatavali. Brennandi áhugi hennar á tísku hefur undanfarið ár skilað sér til aðdáenda hennar en hún hefur hannað í samstarfi við Puma, Stance Socks og Manolo Blahnik. Nýjasta verkefnið hennar er að hanna sólgleraugu fyrir franska tískuhúsið Dior. Sólgleraugun munu fara á sölu í Dior búðum í byrjun júní en búast má við að þau verði afar vinsæl enda eru þau flott í sniðinu og nánast allt sem Rihanna gerir slær samstundis í gegn. Flest gleraugun í línunni munu kosta rúmar 100.000 krónur en ein tegudin sem er húðuð með 24 karata gulli mun kosta um 240.000 krónur. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem hún vinnur með Dior en á seinasta ári varð hún fyrsta svarta konan til þess að vera andlit fyrirtækisins í auglýsingaherferð. Sólgleraugun verða einnig fáanleg í gylltu. mood A photo posted by badgalriri (@badgalriri) on May 19, 2016 at 8:12pm PDT
Mest lesið Danssýning á tískupallinum Glamour Besta götutískan frá Tókýó Glamour Lifandi gínur í sumarfjöri Gottu Glamour Nike framleiddi sérstakan skó fyrir Elton John Glamour Götutískan í köldu París Glamour Selena Gomez var langvinsælust á Instagram árið 2016 Glamour Kendall Jenner í fyrstu auglýsingunni fyrir Estée Lauder Glamour Ólétt að sínu þriðja barni Glamour Golden Globes 2016: Bestu augnablikin Glamour Kvikmynd um vinskap Alexander McQueen og Isabella Blow í vinnslu Glamour