Til átaka kom fyrir utan kosningafund hjá Donald Trump í Albuquerque í Nýju Mexíkó í nótt.
Mótmælendur brutu rúður í nærliggjandi byggingum og köstuðu grjóti í átt að lögreglu. Lögreglan beitti hestum til að hafa stjórn á mótmælendunum og svo virðist sem piparúða hafi einnig verið beitt.
Trump er einn eftir í framboði hjá Repúblikönum og í gær vann hann næsta fyrirsjáanlegan sigur í Washington ríki. Nú vantar hann aðeins örfáa kjörmenn til að tryggja sér formlega útnefningu flokks síns.
Átök fyrir utan kosningafund Trump

Tengdar fréttir

Rúm tuttugu prósent hata Trump og Clinton
Um sextíu prósentum kjósenda í Bandaríkjunum er illa við líklega forsetaframbjóðendur stóru flokkanna tveggja, demókratann Hillary Clinton og repúblikanann Donald Trump. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun NBC en kosið verður í nóvember.

Trump viðurkennir að sjá eftir ýmsu í kosningabaráttu sinni
Donald Trump var í viðtali við Megyn Kelly en hann hefur átt í deilum við hana síðan í ágúst á síðasta ári.