Ísland – boðberi friðar Hildur Þórðardóttir skrifar 22. maí 2016 11:00 Ein af ástæðunum fyrir því að ég ákvað að bjóða mig fram til forseta eru möguleikar okkar til að marka okkur sess sem sáttasemjari milli stríðandi fylkinga í heiminum. Við erum herlaus þjóð, framleiðum ekki vopn og höfum því ekki hagsmuni af stríðsrekstri. Við byrjuðum ágætlega þegar Vigdís var forseti, með leiðtogafundinum þar sem Reagan og Gorbatsjov hittust. Sá fundur var mikilvægur þegar þiðnaði á milli austurs og vesturs. Nú virðist aftur stefna í frost á milli þessara gömlu fjenda. Báðir aðilar eru byrjaðir að safna bandamönnum og stilla upp vopnum. Í þessu skyni boðuðu Bandaríkjamenn forystumenn Norðurlandanna á sinn fund, þar með auðvitað ísland. Ráðamenn virðast halda að það séu bara tveir kostir í stöðunni. Annað hvort að fylkja sér með Bandaríkjamönnum og Vesturlöndum eða vera með Rússum í liði. En það eru fleiri kostir í stöðunni. Við getum verið hlutlaus. Ekki eins og Svíþjóð til að geta selt báðum aðilum vopn, heldur til að leita sátta áður en ófriðurinn magnast. Vesturlönd og Rússar eru nú þegar í stríði. Við áttum okkur ekki á því vegna þess að það er ekki á okkar heimavelli. Það er í Sýrlandi, landi sem fáir hafa heimsótt og við myndum ekki einu sinni verða vör við það, nema vegna flóttafólksins sem streymir til okkar. Við finnum sárt til með fólkinu sem þarf að flýja heimili sín og hefur í engin hús að venda. En það eina sem ráðamönnum okkar dettur í hug að gera, er að leggja annarri fylkingunni lið og þar með ýta undir ófriðinn. Ég hef lengi verið talskona þess að bjóða Rússum inngöngu í Nató. Í hvert sinn sem ég orða þetta, flissa menn og segja að það verði aldrei. Sömu menn og sjá ekkert nema tvo kosti í stöðunni, að vera með eða á móti. Mary Robinson varð forseti Írlands þegar Norður-Írland logaði. Fram til þess höfðu írsk og bresk yfirvöld dæmt aðskilnaðarsamtökin Sinn Féin sem hryðjuverkasamtök og hunsað þá í árangurslausum sáttaviðræðum. Þótt forsetaembættið hefði sáralítil völd, gerði hún sér fulla grein fyrir því að sjónarmið þeirra þyrftu að heyrast. Hún fór því óhrædd inn á „óvinasvæðið“, tók í hönd hins „hræðilega“ Gerry Adams við mikla óánægju írskra yfirvalda og hlustaði á kröfur þeirra. Auðvitað var hægt að finna lausn á deilunni þegar rætt var við rétta aðila og nú er Gerry Adams virðulegur þingmaður í írska þinginu. Forsetar hafa tækifæri til að miðla málum. Við gætum gert eins og Mary Robinson, rétt út sáttarhönd til Rússlands og heyrt sjónarmið þeirra. Líklega eru kröfur þeirra ofur skiljanlegar, eins og að Vesturlönd hætti að stilla upp langdrægum eldflaugum og beina þeim inn á rússneska lögsögu. Enda, hver vill búa við stöðuga ógn? Það sem rússneskur almenningur vill, alveg eins og allt fólk í heiminum, er að búa við frið. Geta vaknað óhræddur á morgnana og farið að sofa óhræddur. Í stað þess að ala á ótta og óvild eigum við miklu frekar að efla vináttu og skilning þjóða í milli. Það er sóun á forsetaembætti okkar Íslendinga ef þar situr manneskja sem ekki ætlar að beita sér fyrir friði á alþjóðavettvangi. Við þurfum líka að kjósa á Alþingi fólk sem stendur með friði og sér fleiri valkosti en að vera á með eða á móti. Við höfum tækifæri til að hafa áhrif. Nýtum okkur þau. Höfundur er þjóðfræðingur, rithöfundur og forsetaframbjóðandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Forsetakjör Forsetakosningar 2016 Forsetakosningar 2016 Skoðun Skoðun Mest lesið Að mása sig hása til að tefja Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Sjá meira
Ein af ástæðunum fyrir því að ég ákvað að bjóða mig fram til forseta eru möguleikar okkar til að marka okkur sess sem sáttasemjari milli stríðandi fylkinga í heiminum. Við erum herlaus þjóð, framleiðum ekki vopn og höfum því ekki hagsmuni af stríðsrekstri. Við byrjuðum ágætlega þegar Vigdís var forseti, með leiðtogafundinum þar sem Reagan og Gorbatsjov hittust. Sá fundur var mikilvægur þegar þiðnaði á milli austurs og vesturs. Nú virðist aftur stefna í frost á milli þessara gömlu fjenda. Báðir aðilar eru byrjaðir að safna bandamönnum og stilla upp vopnum. Í þessu skyni boðuðu Bandaríkjamenn forystumenn Norðurlandanna á sinn fund, þar með auðvitað ísland. Ráðamenn virðast halda að það séu bara tveir kostir í stöðunni. Annað hvort að fylkja sér með Bandaríkjamönnum og Vesturlöndum eða vera með Rússum í liði. En það eru fleiri kostir í stöðunni. Við getum verið hlutlaus. Ekki eins og Svíþjóð til að geta selt báðum aðilum vopn, heldur til að leita sátta áður en ófriðurinn magnast. Vesturlönd og Rússar eru nú þegar í stríði. Við áttum okkur ekki á því vegna þess að það er ekki á okkar heimavelli. Það er í Sýrlandi, landi sem fáir hafa heimsótt og við myndum ekki einu sinni verða vör við það, nema vegna flóttafólksins sem streymir til okkar. Við finnum sárt til með fólkinu sem þarf að flýja heimili sín og hefur í engin hús að venda. En það eina sem ráðamönnum okkar dettur í hug að gera, er að leggja annarri fylkingunni lið og þar með ýta undir ófriðinn. Ég hef lengi verið talskona þess að bjóða Rússum inngöngu í Nató. Í hvert sinn sem ég orða þetta, flissa menn og segja að það verði aldrei. Sömu menn og sjá ekkert nema tvo kosti í stöðunni, að vera með eða á móti. Mary Robinson varð forseti Írlands þegar Norður-Írland logaði. Fram til þess höfðu írsk og bresk yfirvöld dæmt aðskilnaðarsamtökin Sinn Féin sem hryðjuverkasamtök og hunsað þá í árangurslausum sáttaviðræðum. Þótt forsetaembættið hefði sáralítil völd, gerði hún sér fulla grein fyrir því að sjónarmið þeirra þyrftu að heyrast. Hún fór því óhrædd inn á „óvinasvæðið“, tók í hönd hins „hræðilega“ Gerry Adams við mikla óánægju írskra yfirvalda og hlustaði á kröfur þeirra. Auðvitað var hægt að finna lausn á deilunni þegar rætt var við rétta aðila og nú er Gerry Adams virðulegur þingmaður í írska þinginu. Forsetar hafa tækifæri til að miðla málum. Við gætum gert eins og Mary Robinson, rétt út sáttarhönd til Rússlands og heyrt sjónarmið þeirra. Líklega eru kröfur þeirra ofur skiljanlegar, eins og að Vesturlönd hætti að stilla upp langdrægum eldflaugum og beina þeim inn á rússneska lögsögu. Enda, hver vill búa við stöðuga ógn? Það sem rússneskur almenningur vill, alveg eins og allt fólk í heiminum, er að búa við frið. Geta vaknað óhræddur á morgnana og farið að sofa óhræddur. Í stað þess að ala á ótta og óvild eigum við miklu frekar að efla vináttu og skilning þjóða í milli. Það er sóun á forsetaembætti okkar Íslendinga ef þar situr manneskja sem ekki ætlar að beita sér fyrir friði á alþjóðavettvangi. Við þurfum líka að kjósa á Alþingi fólk sem stendur með friði og sér fleiri valkosti en að vera á með eða á móti. Við höfum tækifæri til að hafa áhrif. Nýtum okkur þau. Höfundur er þjóðfræðingur, rithöfundur og forsetaframbjóðandi
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun