
Hrafnhildur með næst besta tímann í undanrásunum

Sjá einnig:Hrafnhildur vann aftur til verðlauna á EM
Hrafnhildur hefur byrjað mótið af miklum krafti en hún fylgdi eftir silfurmedalíunni á miðvikudaginn í 100 metra bringusundi með bronsverðlaunum í gær í 200 metra bringusundi.
Hrafnhildur náði öðrum besta tíma undanrásanna af fjörutíu keppendum þegar hún kom í mark á 30,94 sekúndum.
Var Hrafnhildur aðeins fjórum sekúndubrotum frá Íslandsmeti hennar í greininni, 30,94 sekúndu.
Undanúrslitasundið fer fram seinna í dag en úrslitasundið fer fram á morgun en þar gæti Hrafnhildur krækt í þriðju verðlaun sín á mótinu.
Tengdar fréttir

Hrafnhildur: Getur allt gerst á Ólympíuleikum
Hrafnhildur Lúthersdóttir náði sögulegum árangri þegar hún vann til silfurverðlaunâ á EM í sundi í London í gær, á nýju Íslandsmeti. Er hún fyrsti íslenski sundmaðurinn sem vinnur til verðlauna á EM í 50 m laug.

Silfur hjá Hrafnhildi á EM | Besti árangur íslenskrar sundkonu
Hrafnhildur Lúthersdóttir vann silfur í 100 metra bringusundi á Evrópumótinu í sundi sem fer fram í London.

Hrafnhildur: Ég man lítið eftir sundinu
Silfur- og bronskonan Hrafnhildur Lúthersdóttir segir að hún finni hversu stutt hún á í allra bestu bringusundskonjur heims.

Ætlaði mér að synda miklu hraðar
Eygló Ósk Gústafsdóttir lenti í 6. sæti í 200 metra baksundi á EM í London í gær. Anton Sveinn McKee endaði í 7. sæti í 100 metra bringusundi og Hrafnhildur Lúthersdóttir náði góðum tíma í sömu grein.

Hrafnhildur vann aftur til verðlauna á EM
Hrafnhildur Lúthersdóttir heldur áfram að gera frábæra hluti á EM í London. Nú vann hún brons í 200 m bringusundi á nýju Íslandsmeti.