Ytri Evrópusamvinna gæti tekið við af ESB Sæunn Gísladóttir skrifar 21. maí 2016 07:00 Eiríkur Bergmann er prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. Útganga Bretlands úr ESB hefur töluverð áhrif á Ísland þar sem Bretland er okkar nánasti viðskiptaaðili í Evrópu. Ef af henni verður mun vera minni áhugi á Íslandi fyrir því að ganga inn í Evrópusambandið að mati stjórnmálafræðinga. Vísir/HörðurSveinsson Ef af útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu (ESB) yrði í næsta mánuði, gæti á næstu árum orðið til ytra lag í Evrópusamvinnu sem næði yfir Bretland, Noreg, Sviss og Ísland ásamt nokkrum smærri ríkjum. Þetta er mat Eiríks Bergmann, prófessors í stjórnmálafræði. Hann kynnti hugmyndir sínar um slíka samvinnu á opnum fundi á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og Félags stjórnmálafræðinga í gær. „Bretland er nánasti viðskiptaaðili Íslands í Evrópu, þrátt fyrir þorskastríðin og IceSave. Samband okkar við Bretland er virkilega mikilvægt, ekki einungis þegar kemur að efnahagsmálum, heldur er Ísland að færast meira í átt að Bretlandi menningarlega séð,“ sagði Eiríkur á fundinum.David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, beitir sér fyrir áframhaldand viðveru í ESB. Fréttablaðið/Kosið verður um áframhaldandi aðild Bretlands að Evrópusambandinu þann 23. júní næstkomandi. Ef af útgöngu verður telur Eiríkur að það muni hafa veruleg áhrif á inngöngu Íslands í Evrópusambandið. „Þá fjarlægist Evrópusambandið okkur og minni áhugi væri á Íslandi fyrir inngöngu,“ sagði Eiríkur. Hann bætti þó við að hann teldi að Bretar muni ekki segja sig úr ESB. Ef af útgöngu verður telur hann möguleika á nýju tækifæri í Evrópusamstarfi. „Í kjölfar kreppunnar árið 2008 fóru hagsmunaaðilar að skoða möguleikann á því að stofna samtök fyrir smáríki Evrópu, utan ESB, til að auka nánd við ESB.“Skoðunakannanir benda til þess að tvísýnt sé með hvort Bretar kjósi að yfirgefa Evrópusambandið í næsta mánuði.Reynt var að fá Noreg til að taka þátt í slíku samstarfi, en ekki Ísland þar sem við vorum í aðildarviðræðum við ESB á þeim tíma. „Þetta er eitthvað sem gæti verið endurskoðað með nýjum formerkjum ef Bretland yfirgefur ESB að mínu mati. Bretland gæti þá verið stórþjóðin í ytra lagi af Evrópusamvinnu sem myndi líklega ná til EFTA-ríkjanna, Sviss, Andorra, San Marínó og Ermarsundseyjanna,“ sagði Eiríkur. „Ég hef ekki séð miklar umræður um þetta í Bretlandi, en ég held að þessi hugmynd verði viðruð fljótlega ef af útgöngu verður.“ Skoðanakannanir eru tvísýnar um áframhaldandi viðveru Breta í ESB. David Cameron forsætisráðherra beitir sér þó áfram fyrir áframhaldandi viðveru.Greinin birtist í Fréttablaðinu 21.maí Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Sjá meira
Ef af útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu (ESB) yrði í næsta mánuði, gæti á næstu árum orðið til ytra lag í Evrópusamvinnu sem næði yfir Bretland, Noreg, Sviss og Ísland ásamt nokkrum smærri ríkjum. Þetta er mat Eiríks Bergmann, prófessors í stjórnmálafræði. Hann kynnti hugmyndir sínar um slíka samvinnu á opnum fundi á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og Félags stjórnmálafræðinga í gær. „Bretland er nánasti viðskiptaaðili Íslands í Evrópu, þrátt fyrir þorskastríðin og IceSave. Samband okkar við Bretland er virkilega mikilvægt, ekki einungis þegar kemur að efnahagsmálum, heldur er Ísland að færast meira í átt að Bretlandi menningarlega séð,“ sagði Eiríkur á fundinum.David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, beitir sér fyrir áframhaldand viðveru í ESB. Fréttablaðið/Kosið verður um áframhaldandi aðild Bretlands að Evrópusambandinu þann 23. júní næstkomandi. Ef af útgöngu verður telur Eiríkur að það muni hafa veruleg áhrif á inngöngu Íslands í Evrópusambandið. „Þá fjarlægist Evrópusambandið okkur og minni áhugi væri á Íslandi fyrir inngöngu,“ sagði Eiríkur. Hann bætti þó við að hann teldi að Bretar muni ekki segja sig úr ESB. Ef af útgöngu verður telur hann möguleika á nýju tækifæri í Evrópusamstarfi. „Í kjölfar kreppunnar árið 2008 fóru hagsmunaaðilar að skoða möguleikann á því að stofna samtök fyrir smáríki Evrópu, utan ESB, til að auka nánd við ESB.“Skoðunakannanir benda til þess að tvísýnt sé með hvort Bretar kjósi að yfirgefa Evrópusambandið í næsta mánuði.Reynt var að fá Noreg til að taka þátt í slíku samstarfi, en ekki Ísland þar sem við vorum í aðildarviðræðum við ESB á þeim tíma. „Þetta er eitthvað sem gæti verið endurskoðað með nýjum formerkjum ef Bretland yfirgefur ESB að mínu mati. Bretland gæti þá verið stórþjóðin í ytra lagi af Evrópusamvinnu sem myndi líklega ná til EFTA-ríkjanna, Sviss, Andorra, San Marínó og Ermarsundseyjanna,“ sagði Eiríkur. „Ég hef ekki séð miklar umræður um þetta í Bretlandi, en ég held að þessi hugmynd verði viðruð fljótlega ef af útgöngu verður.“ Skoðanakannanir eru tvísýnar um áframhaldandi viðveru Breta í ESB. David Cameron forsætisráðherra beitir sér þó áfram fyrir áframhaldandi viðveru.Greinin birtist í Fréttablaðinu 21.maí
Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Sjá meira