Athyglisverð þinglok! Steingrímur J. Sigfússon skrifar 9. júní 2016 07:00 Þinglokin, eða öllu heldur síðustu sólarhringar þinghaldsins nú í júníbyrjun áður en sumarhlé var gert, voru áhugaverð. Þingið afgreiddi mörg viðamikil mál og í yfirgnæfandi meirihluta voru þau afgreidd í breiðri þverpólitískri sátt. Ég hygg að á enga þingnefnd sé hallað þó hlutur velferðarnefndar sé þar nefndur sérstaklega. Þaðan voru afgreidd að lokinni gríðarmikilli vinnu ein fjögur stórmál á síðustu dögum þingsins og öll í þverpólitískri sátt. Hér á ég við lög um almennar íbúðir, þ.e. löggjöf um nýtt félagslegt leiguíbúðakerfi, sem velferðarnefnd nánast endursmíðaði frá grunni með viðamiklum breytingatillögum bæði við aðra og þriðju umræðu. Þá koma lög um húsnæðisbætur, húsaleigulög og lög um sjúkratryggingar. Þar eru tekin skref til að beina fólki að hinni almennu heilsugæslu sem fyrsta viðkomustað í heilbrigðiskerfinu og sett þök á kostnað vegna heilbrigðisþjónustu. Afgreiðsla málsins af hálfu stjórnarandstöðunnar var bundin því skilyrði að nægjanlegir viðbótarfjármunir yrðu tryggðir til að innleiða breytingarnar og það náðist fram. Áður hafði velferðarnefnd afgreitt nýja löggjöf um húsnæðissamvinnufélög og reyndar mörg fleiri mál svo þar var svo sannarlega ekki setið auðum höndum í vetur. Undir styrkri stjórn formanns nefndarinnar, Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur, vann nefndin sig fram til sameiginlegarar niðurstöðu í öllum þessum stórmálum. Flest frumvarpanna tóku gagngerum breytingum og eiga líf sitt því að þakka að nefndin gerði þær breytingar sem til þurfti að hvorutveggja markmiðunum yrði náð; málin yrðu vönduð og næðu tilgangi sínum og þverpólitísk samstaða myndaðist um afgreiðslu þeirra. það er athyglisvert að þetta er önnur tveggja þingnefnda sem er undir forustu þingmanns úr stjórnarandstöðunni, minnihlutanum á þingi. Ekki bendir þessi niðurstaða til þess að það sé slæmur kostur fyrir meirihlutann hverju sinni að hefja sig upp yfir meirihlutaræðishugsunina, eins og reyndar þingsköp gera ráð fyrir, og virkja krafta minnihlutans a.m.k. í samræmi við hlutfallslegan þingstyrk til forustustarfa.Alþingi virkar Margir telja það sjálfsagt mál að tala niður til Alþingis og hossa sér á litlu trausti sem til þess er borið um þessar mundir. Þeir hinir sömu mættu skoða það mikla starf sem velferðarnefnd hefur unnið þennan þingvetur, svo ég segi nú ekki unnið þrekvirki, því til þess er mér málið fullskylt sem einum nefndarmanna. Að lokum segja þessir síðustu dagar þingstarfanna fyrir sumar okkur mikla sögu um að veldur hver á heldur. Forseti þingsins hefur staðið sig með ágætum og sett ágengd framkvæmdavaldsins gagnvart þinginu skorður, meðal annars með því að setja með endurskoðaðri starfsáætlun skýran ramma um þann tíma sem til ráðstöfunar væri. Þá mega bæði meirihlutar og minnihlutar innan viðkomandi þingnefnda eiga það sem þeim ber. Staðreyndin er sú að landamærin leystust upp þegar til stykkisins kom og meira og minna skapaðist yfir línuna sú afstaða til starfsins að það væru málefnin sem ættu að ráða ferð. Hvernig gat þetta gerst, geta menn þá spurt? Er ekki alltaf allt upp í loft á þinginu? Svarið er nei og hefur reyndar lengi verið. Miklu stærri hluti þingstarfanna en ytri umfjöllun gjarnan gefur til kynna fer fram með vönduðum hætti og leiðir til niðurstöðu sem er farsæl fyrir viðkomandi málaflokk, land og þjóð. En þetta fær jafnan litla athygli af því að enginn er í handritinu bardaginn.Stjórnarandstaðan nú og þá Að lokum er ekki hægt að sleppa því að fara í lítilsháttar sögulegan samanburð. Frá og með vetrarlokum hefur verið nokkuð ljóst að síðasta þing þessa kjörtímabils væri að renna sitt skeið á enda. Kosningar yrðu að hausti. Það hefði því verið hægur leikur óbilgjarnri stjórnarandstöðu að eyðileggja allt sem hún vildi eyðileggja af málatilbúnaði ríkisstjórnar og meirihluta hennar. Það hefur ekki verið gert heldur einmitt hið gagnstæða. Stjórnarandstaðan hefur ekki aðeins greitt götu þeirra mála ríkisstjórnar og einstakra ráðherra sem hún hefur talið horfa til bóta, heldur beinlínis tekið þau upp á arma sína og borið uppi vinnuna við þau mörg hver. Sem sagt, gæfa Íslands nú um stundir er meðal annars fólgin í því að nú er í landinu stjórnarandstaða sem lætur málefnin ráða. Stjórnarandstaðan hefur sýnt og sannað að hún er sanngjörn og uppbyggileg í sinni nálgun í þingstörfunum, föst fyrir þegar við á en lætur ekki meinbægni í garð sitjandi ríkisstjórnar og þingmeirihluta stjórna öllum sínum gjörðum. Það er mikil framför frá þeirri heiftúðugu niðurrifs- og eyðileggingarstarfsemi sem stjórnarandstaða Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks stundaði á kjörtímabilinu 2009-2013.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Sjá meira
Þinglokin, eða öllu heldur síðustu sólarhringar þinghaldsins nú í júníbyrjun áður en sumarhlé var gert, voru áhugaverð. Þingið afgreiddi mörg viðamikil mál og í yfirgnæfandi meirihluta voru þau afgreidd í breiðri þverpólitískri sátt. Ég hygg að á enga þingnefnd sé hallað þó hlutur velferðarnefndar sé þar nefndur sérstaklega. Þaðan voru afgreidd að lokinni gríðarmikilli vinnu ein fjögur stórmál á síðustu dögum þingsins og öll í þverpólitískri sátt. Hér á ég við lög um almennar íbúðir, þ.e. löggjöf um nýtt félagslegt leiguíbúðakerfi, sem velferðarnefnd nánast endursmíðaði frá grunni með viðamiklum breytingatillögum bæði við aðra og þriðju umræðu. Þá koma lög um húsnæðisbætur, húsaleigulög og lög um sjúkratryggingar. Þar eru tekin skref til að beina fólki að hinni almennu heilsugæslu sem fyrsta viðkomustað í heilbrigðiskerfinu og sett þök á kostnað vegna heilbrigðisþjónustu. Afgreiðsla málsins af hálfu stjórnarandstöðunnar var bundin því skilyrði að nægjanlegir viðbótarfjármunir yrðu tryggðir til að innleiða breytingarnar og það náðist fram. Áður hafði velferðarnefnd afgreitt nýja löggjöf um húsnæðissamvinnufélög og reyndar mörg fleiri mál svo þar var svo sannarlega ekki setið auðum höndum í vetur. Undir styrkri stjórn formanns nefndarinnar, Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur, vann nefndin sig fram til sameiginlegarar niðurstöðu í öllum þessum stórmálum. Flest frumvarpanna tóku gagngerum breytingum og eiga líf sitt því að þakka að nefndin gerði þær breytingar sem til þurfti að hvorutveggja markmiðunum yrði náð; málin yrðu vönduð og næðu tilgangi sínum og þverpólitísk samstaða myndaðist um afgreiðslu þeirra. það er athyglisvert að þetta er önnur tveggja þingnefnda sem er undir forustu þingmanns úr stjórnarandstöðunni, minnihlutanum á þingi. Ekki bendir þessi niðurstaða til þess að það sé slæmur kostur fyrir meirihlutann hverju sinni að hefja sig upp yfir meirihlutaræðishugsunina, eins og reyndar þingsköp gera ráð fyrir, og virkja krafta minnihlutans a.m.k. í samræmi við hlutfallslegan þingstyrk til forustustarfa.Alþingi virkar Margir telja það sjálfsagt mál að tala niður til Alþingis og hossa sér á litlu trausti sem til þess er borið um þessar mundir. Þeir hinir sömu mættu skoða það mikla starf sem velferðarnefnd hefur unnið þennan þingvetur, svo ég segi nú ekki unnið þrekvirki, því til þess er mér málið fullskylt sem einum nefndarmanna. Að lokum segja þessir síðustu dagar þingstarfanna fyrir sumar okkur mikla sögu um að veldur hver á heldur. Forseti þingsins hefur staðið sig með ágætum og sett ágengd framkvæmdavaldsins gagnvart þinginu skorður, meðal annars með því að setja með endurskoðaðri starfsáætlun skýran ramma um þann tíma sem til ráðstöfunar væri. Þá mega bæði meirihlutar og minnihlutar innan viðkomandi þingnefnda eiga það sem þeim ber. Staðreyndin er sú að landamærin leystust upp þegar til stykkisins kom og meira og minna skapaðist yfir línuna sú afstaða til starfsins að það væru málefnin sem ættu að ráða ferð. Hvernig gat þetta gerst, geta menn þá spurt? Er ekki alltaf allt upp í loft á þinginu? Svarið er nei og hefur reyndar lengi verið. Miklu stærri hluti þingstarfanna en ytri umfjöllun gjarnan gefur til kynna fer fram með vönduðum hætti og leiðir til niðurstöðu sem er farsæl fyrir viðkomandi málaflokk, land og þjóð. En þetta fær jafnan litla athygli af því að enginn er í handritinu bardaginn.Stjórnarandstaðan nú og þá Að lokum er ekki hægt að sleppa því að fara í lítilsháttar sögulegan samanburð. Frá og með vetrarlokum hefur verið nokkuð ljóst að síðasta þing þessa kjörtímabils væri að renna sitt skeið á enda. Kosningar yrðu að hausti. Það hefði því verið hægur leikur óbilgjarnri stjórnarandstöðu að eyðileggja allt sem hún vildi eyðileggja af málatilbúnaði ríkisstjórnar og meirihluta hennar. Það hefur ekki verið gert heldur einmitt hið gagnstæða. Stjórnarandstaðan hefur ekki aðeins greitt götu þeirra mála ríkisstjórnar og einstakra ráðherra sem hún hefur talið horfa til bóta, heldur beinlínis tekið þau upp á arma sína og borið uppi vinnuna við þau mörg hver. Sem sagt, gæfa Íslands nú um stundir er meðal annars fólgin í því að nú er í landinu stjórnarandstaða sem lætur málefnin ráða. Stjórnarandstaðan hefur sýnt og sannað að hún er sanngjörn og uppbyggileg í sinni nálgun í þingstörfunum, föst fyrir þegar við á en lætur ekki meinbægni í garð sitjandi ríkisstjórnar og þingmeirihluta stjórna öllum sínum gjörðum. Það er mikil framför frá þeirri heiftúðugu niðurrifs- og eyðileggingarstarfsemi sem stjórnarandstaða Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks stundaði á kjörtímabilinu 2009-2013.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar