Hrikaleg aðkoma í Hornvík: „Þvílík frekja, siðleysi og ruddaskapur“ Birgir Olgeirsson skrifar 6. júní 2016 10:42 Mennirnir þrír eru sagðir hafa farið um friðlandið eins og verstu sóðar. Vísir/Facebook „Maður spyr sig hvaða svona mönnum gengur til,“ skrifar Rúnar Karlsson, einn af eigendum ferðaþjónustufyrirtækisins Borea Adventures, sem kom að þremur mönnum í neyðarskýli Björgunarfélags Ísafjarðar í Höfn í Hornvík sem er í friðlandi Hornstranda í gær. Höfðu mennirnir komið sér fyrir í leyfisleysi í neyðarskýli Björgunarfélagsins með byssur, háfa, net og veiðistangir og stundað ólöglegar veiðar. „Dauðir mávar með skotsár, selshræ í fjöru, svartfuglsegg, opinn eldur með rusli, grillað á grónu landi svo eitthvað sé tínt til. Nánast allt sem fyrir augu bar var ólöglegt,“ skrifar Rúnar á Facebook. Við selshræið höfðu mennirnir þrír komið fyrir hreyfiskynjara og er talið að það hafi verið gert til að geta skotið refi. Nanný Arna Guðmundsdóttir, einn af eigendum Borea Adventures, segir fjóra einstaklinga hafa gist á tjaldsvæðinu í Höfn sem urðu varir við lætin í mönnunum þremur. Heyrðu þeir meðal annars skothvelli og sprengingu þegar gaskútur sprakk sem mennirnir þrír höfðu skotið á. „Þvílík frekja, siðleysi og ruddaskapur,“ skrifar Nanný Arna á Facebook. Rúnar segir að búið sé að hafa samband við lögreglu, landeiganda og Umhverfisstofnun og að málið verði kært. Lögreglan á Ísafirði segir málið komið til skoðunar hjá embætti lögreglunnar á Ísafirði. Mennirnir þrír voru fluttir á bátunum Salómon Sig og Gunnu Betu í Hornvík. Salómon Sig er skráður á Gjá útgerð og er notaður í farþegaflutninga af fyrirtækinu Strandferðum. Einn af eigendum Salómons Sig er Ásgeir Jónas Salómonsson en hann segir einu aðkomu fyrirtækisins Strandferða að þessu máli vera þá að það flutti mennina þrjá í Hornvík. Hann segir Strandferðir hafa gert mönnunum þremur grein fyrir þeim reglum sem gilda í friðlandinu, eins og að bannað væri að gista í neyðarskýlinu og meðferð skotvopna bönnuð. „Þetta er alfarið þessir farþegar sem við fluttum í land og finnst sárt að vera að blanda fyrirtækinu í þetta,“ segir Ásgeir Jónas. Hann segir lögregluna ekki hafa haft samband við fyrirtækið en vonast til að svo verði svo sannleikurinn muni koma ljós í málinu. Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
„Maður spyr sig hvaða svona mönnum gengur til,“ skrifar Rúnar Karlsson, einn af eigendum ferðaþjónustufyrirtækisins Borea Adventures, sem kom að þremur mönnum í neyðarskýli Björgunarfélags Ísafjarðar í Höfn í Hornvík sem er í friðlandi Hornstranda í gær. Höfðu mennirnir komið sér fyrir í leyfisleysi í neyðarskýli Björgunarfélagsins með byssur, háfa, net og veiðistangir og stundað ólöglegar veiðar. „Dauðir mávar með skotsár, selshræ í fjöru, svartfuglsegg, opinn eldur með rusli, grillað á grónu landi svo eitthvað sé tínt til. Nánast allt sem fyrir augu bar var ólöglegt,“ skrifar Rúnar á Facebook. Við selshræið höfðu mennirnir þrír komið fyrir hreyfiskynjara og er talið að það hafi verið gert til að geta skotið refi. Nanný Arna Guðmundsdóttir, einn af eigendum Borea Adventures, segir fjóra einstaklinga hafa gist á tjaldsvæðinu í Höfn sem urðu varir við lætin í mönnunum þremur. Heyrðu þeir meðal annars skothvelli og sprengingu þegar gaskútur sprakk sem mennirnir þrír höfðu skotið á. „Þvílík frekja, siðleysi og ruddaskapur,“ skrifar Nanný Arna á Facebook. Rúnar segir að búið sé að hafa samband við lögreglu, landeiganda og Umhverfisstofnun og að málið verði kært. Lögreglan á Ísafirði segir málið komið til skoðunar hjá embætti lögreglunnar á Ísafirði. Mennirnir þrír voru fluttir á bátunum Salómon Sig og Gunnu Betu í Hornvík. Salómon Sig er skráður á Gjá útgerð og er notaður í farþegaflutninga af fyrirtækinu Strandferðum. Einn af eigendum Salómons Sig er Ásgeir Jónas Salómonsson en hann segir einu aðkomu fyrirtækisins Strandferða að þessu máli vera þá að það flutti mennina þrjá í Hornvík. Hann segir Strandferðir hafa gert mönnunum þremur grein fyrir þeim reglum sem gilda í friðlandinu, eins og að bannað væri að gista í neyðarskýlinu og meðferð skotvopna bönnuð. „Þetta er alfarið þessir farþegar sem við fluttum í land og finnst sárt að vera að blanda fyrirtækinu í þetta,“ segir Ásgeir Jónas. Hann segir lögregluna ekki hafa haft samband við fyrirtækið en vonast til að svo verði svo sannleikurinn muni koma ljós í málinu.
Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira