Víðines verði nýtt fyrir hælisleitendur Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. júní 2016 07:00 Húsnæðið í Víðinesi hefur staðið autt undanfarið. Óttast er að það liggi undir skemmdum. vísir/hanna Ákveðið hefur verið að verja 120 milljónum króna í endurbætur á húsnæði Reykjavíkurborgar í Víðinesi. Tillaga þessa efnis var samþykkt á fundi borgarráðs á fimmtudaginn. Engin starfsemi er í húsnæðinu í Víðinesi núna en þar var áður rekið hjúkrunarheimili fyrir aldraða. Sú hugmynd hefur verið rædd að reka þar aðstöðu fyrir hælisleitendur. „Það er hugmynd sem hefur komið upp,“ segir Björn Blöndal, spurður út í málið. Björn segir hugmyndina þó ekki mjög langt komna. Þó sé ljóst að það þurfi að fara í þessar viðgerðir á húsinu ef eigi að reka það áfram. Björn segir nokkrar hugmyndir hafa verið ræddar um nýtingu. Ein þeirra sé neyðarskýli fyrir hælisleitendur, sem yrði þá fyrsta stopp eða annað stopp þeirra hér á landi.Björn Blöndal„Svo eru hugmyndir um að þetta verði hjúkrunarheimili aftur fyrir fólk sem er í neyslu og er komið á hjúkrunarheimilisaldur,“ segir Björn. Þessu til viðbótar segir Björn að menn hafi falast eftir því að fá húsnæðið leigt. Til dæmis til að nýta það í ferðaþjónustutengdri starfsemi. „En allt er það háð því að húsið sé ekki ónýtt.“ Björn segir að Reykjavík sé í ágætu samstarfi við Útlendingastofnun varðandi hælisleitendur. „Þetta er gott hús og það er góður grunnur þannig að það er hægt að búa til ágætis aðstöðu. En þetta er afskekkt og það þarf bara að vega og meta hvort þetta er raunhæfur möguleiki,“ segir hann. Að sögn Björns hefur Reykjavíkurborg gert samning við Útlendingastofnun um að þjónusta 100 hælisleitendur hverju sinni og viðræður hafi staðið yfir um að bæta við það. Í bókun sem fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram á borgarráðsfundi í gær minntu þeir á tillögu sína um að útbúin verði aðstaða í húsnæði borgarinnar í Víðinesi til að taka á móti heimilislausu fólki og hýsa það. „Tillagan var flutt um miðjan júlí í fyrra og hefur hún því legið án afgreiðslu í næstum því ár,“ segir í bókuninni. Hvetja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins til þess að afgreiðslu tillögu þeirra verði ekki frestað frekar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. júní Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Ákveðið hefur verið að verja 120 milljónum króna í endurbætur á húsnæði Reykjavíkurborgar í Víðinesi. Tillaga þessa efnis var samþykkt á fundi borgarráðs á fimmtudaginn. Engin starfsemi er í húsnæðinu í Víðinesi núna en þar var áður rekið hjúkrunarheimili fyrir aldraða. Sú hugmynd hefur verið rædd að reka þar aðstöðu fyrir hælisleitendur. „Það er hugmynd sem hefur komið upp,“ segir Björn Blöndal, spurður út í málið. Björn segir hugmyndina þó ekki mjög langt komna. Þó sé ljóst að það þurfi að fara í þessar viðgerðir á húsinu ef eigi að reka það áfram. Björn segir nokkrar hugmyndir hafa verið ræddar um nýtingu. Ein þeirra sé neyðarskýli fyrir hælisleitendur, sem yrði þá fyrsta stopp eða annað stopp þeirra hér á landi.Björn Blöndal„Svo eru hugmyndir um að þetta verði hjúkrunarheimili aftur fyrir fólk sem er í neyslu og er komið á hjúkrunarheimilisaldur,“ segir Björn. Þessu til viðbótar segir Björn að menn hafi falast eftir því að fá húsnæðið leigt. Til dæmis til að nýta það í ferðaþjónustutengdri starfsemi. „En allt er það háð því að húsið sé ekki ónýtt.“ Björn segir að Reykjavík sé í ágætu samstarfi við Útlendingastofnun varðandi hælisleitendur. „Þetta er gott hús og það er góður grunnur þannig að það er hægt að búa til ágætis aðstöðu. En þetta er afskekkt og það þarf bara að vega og meta hvort þetta er raunhæfur möguleiki,“ segir hann. Að sögn Björns hefur Reykjavíkurborg gert samning við Útlendingastofnun um að þjónusta 100 hælisleitendur hverju sinni og viðræður hafi staðið yfir um að bæta við það. Í bókun sem fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram á borgarráðsfundi í gær minntu þeir á tillögu sína um að útbúin verði aðstaða í húsnæði borgarinnar í Víðinesi til að taka á móti heimilislausu fólki og hýsa það. „Tillagan var flutt um miðjan júlí í fyrra og hefur hún því legið án afgreiðslu í næstum því ár,“ segir í bókuninni. Hvetja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins til þess að afgreiðslu tillögu þeirra verði ekki frestað frekar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. júní
Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira