Vonast til að nýr Herjólfur verði tilbúinn haustið 2018 Kristján Már Unnarsson skrifar 3. júní 2016 19:18 Smíði nýs Herjólfs verður boðin út strax í næstu viku eftir að Alþingi samþykkti verkefnið. Vonast er til að skipið verði komið í áætlun eftir rúm tvö ár og að nýting Landeyjahafnar fari upp í 80 til 90 prósent. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í viðtali við Friðfinn Skaftason, formann smíðahóps Vestmannaeyjaferju. Ný ferja átti upphaflega að vera tilbúin á sama tíma og Landeyjahöfn. Sex árum síðar er Alþingi búið að samþykkja útboð og smíðanefndin bíður ekki boðanna. „Við auglýsum útboð bara strax í næstu viku,“ sagði Friðfinnur.Friðfinnur Skaftason, formaður smíðahóps nýrrar Vestmannaeyjaferju.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Í útboðinu er boðið upp á tvo valkosti, að gerður verði þjónustusamningur um smíði og rekstur skips til allt að tólf ára eða samið um smíði skips fyrir allt að 4,8 milljarða króna. Vegagerðinni er svo heimilt að ganga að hagkvæmasta tilboði í annan hvorn kostinn. Friðfinnur áætlar að útboðsferlið taki 4-6 mánuði og að smíðin geti tekið allt að tvö ár. „Við gerum okkur vonir um að skipið geti verið komið hingað síðsumars 2018, ef allt gengur eins og best verður á kosið.“Gamli Herjólfur sigldi í fyrsta sinn inn í Landeyjahöfn sumarið 2010.vísir/óskar p. friðrikssonNýja ferjan verður álíka stór og gamli Herjólfur en mun grunnristari auk þess sem skrúfubúnaður á að auðvelda skipstjórum að stýra henni við erfiðar aðstæður. Þannig sjá menn fram á að nýting Landeyjahafnar munu snarbatna og verða á bilinu 76 til 89 prósent, eftir aðstæðum, að sögn Friðfinns. „Það er mikil framför frá því sem nú er, þegar yfir sex mánuðir hafa fallið út, við verstu aðstæður.“ Áfram þarf samt að dæla úr Landeyjahöfn. Formaður stýrihóps um nýja Vestmannaeyjaferju telur þetta engu að síður það besta í stöðunni. „Okkur er ekki kunnugt um aðrar lausnir sem skila betri niðurstöðu,“ sagði Friðfinnur Skaftason. Sex metra líkan af skrokki nýs Herjólfs í rannsóknarstöð í Danmörku. Tengdar fréttir Herjólfur siglir fyrstu ferðina til Landeyjahafnar í dag Mikið gleðiefni segir rekstrarstjórinn. 15. apríl 2016 14:45 Flestir Vestmannaeyingar vilja tafarlaust láta smíða nýja ferju „Þessi mikli stuðningur kom mér á óvart,“ segir bæjarstjórinn. 19. janúar 2016 16:01 Nýr Herjólfur verður tvinnferja Reiknað er með að ferjan fari í útboð í næsta mánuði. 15. október 2015 20:02 Líkan af nýrri ferju sýndi góða stýriseiginleika og stefnufestu Ný Vestmannaeyjaferja kom vel út úr líkansprófun. Vonast er til að smíðin verði boðin út öðru hvoru megin við áramót. 12. desember 2015 19:45 Mest lesið Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Hækkanir á Asíumörkuðum Viðskipti erlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Sjá meira
Smíði nýs Herjólfs verður boðin út strax í næstu viku eftir að Alþingi samþykkti verkefnið. Vonast er til að skipið verði komið í áætlun eftir rúm tvö ár og að nýting Landeyjahafnar fari upp í 80 til 90 prósent. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í viðtali við Friðfinn Skaftason, formann smíðahóps Vestmannaeyjaferju. Ný ferja átti upphaflega að vera tilbúin á sama tíma og Landeyjahöfn. Sex árum síðar er Alþingi búið að samþykkja útboð og smíðanefndin bíður ekki boðanna. „Við auglýsum útboð bara strax í næstu viku,“ sagði Friðfinnur.Friðfinnur Skaftason, formaður smíðahóps nýrrar Vestmannaeyjaferju.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Í útboðinu er boðið upp á tvo valkosti, að gerður verði þjónustusamningur um smíði og rekstur skips til allt að tólf ára eða samið um smíði skips fyrir allt að 4,8 milljarða króna. Vegagerðinni er svo heimilt að ganga að hagkvæmasta tilboði í annan hvorn kostinn. Friðfinnur áætlar að útboðsferlið taki 4-6 mánuði og að smíðin geti tekið allt að tvö ár. „Við gerum okkur vonir um að skipið geti verið komið hingað síðsumars 2018, ef allt gengur eins og best verður á kosið.“Gamli Herjólfur sigldi í fyrsta sinn inn í Landeyjahöfn sumarið 2010.vísir/óskar p. friðrikssonNýja ferjan verður álíka stór og gamli Herjólfur en mun grunnristari auk þess sem skrúfubúnaður á að auðvelda skipstjórum að stýra henni við erfiðar aðstæður. Þannig sjá menn fram á að nýting Landeyjahafnar munu snarbatna og verða á bilinu 76 til 89 prósent, eftir aðstæðum, að sögn Friðfinns. „Það er mikil framför frá því sem nú er, þegar yfir sex mánuðir hafa fallið út, við verstu aðstæður.“ Áfram þarf samt að dæla úr Landeyjahöfn. Formaður stýrihóps um nýja Vestmannaeyjaferju telur þetta engu að síður það besta í stöðunni. „Okkur er ekki kunnugt um aðrar lausnir sem skila betri niðurstöðu,“ sagði Friðfinnur Skaftason. Sex metra líkan af skrokki nýs Herjólfs í rannsóknarstöð í Danmörku.
Tengdar fréttir Herjólfur siglir fyrstu ferðina til Landeyjahafnar í dag Mikið gleðiefni segir rekstrarstjórinn. 15. apríl 2016 14:45 Flestir Vestmannaeyingar vilja tafarlaust láta smíða nýja ferju „Þessi mikli stuðningur kom mér á óvart,“ segir bæjarstjórinn. 19. janúar 2016 16:01 Nýr Herjólfur verður tvinnferja Reiknað er með að ferjan fari í útboð í næsta mánuði. 15. október 2015 20:02 Líkan af nýrri ferju sýndi góða stýriseiginleika og stefnufestu Ný Vestmannaeyjaferja kom vel út úr líkansprófun. Vonast er til að smíðin verði boðin út öðru hvoru megin við áramót. 12. desember 2015 19:45 Mest lesið Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Hækkanir á Asíumörkuðum Viðskipti erlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Sjá meira
Herjólfur siglir fyrstu ferðina til Landeyjahafnar í dag Mikið gleðiefni segir rekstrarstjórinn. 15. apríl 2016 14:45
Flestir Vestmannaeyingar vilja tafarlaust láta smíða nýja ferju „Þessi mikli stuðningur kom mér á óvart,“ segir bæjarstjórinn. 19. janúar 2016 16:01
Nýr Herjólfur verður tvinnferja Reiknað er með að ferjan fari í útboð í næsta mánuði. 15. október 2015 20:02
Líkan af nýrri ferju sýndi góða stýriseiginleika og stefnufestu Ný Vestmannaeyjaferja kom vel út úr líkansprófun. Vonast er til að smíðin verði boðin út öðru hvoru megin við áramót. 12. desember 2015 19:45
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent