Guðni um Morgunblaðið og þorskastríðin: „Öðruvísi mér áður brá“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. júní 2016 13:08 Guðni Th. Jóhannesson. Vísir/Anton Brink Guðni Th. Jóhannesson dósent í sagnfræði og forsetaframbjóðandi ræddi um þorskastríðin á málþingi í Háskóla Íslands í dag í tilefni þess að 40 ár eru liðin frá því að þorskastríðunum lauk. Í fyrirlestri sínum ræddi Guðni um sameiginlegar minningar þjóðarinnar um átökin en hann hefur rannsakað þau árum saman og rætt við fjöldann allan af fólki sem meðal annars tók þátt í þeim. Niðurstöður rannsókna Guðna um þorskastríðin eru þær að sagan sem sögð er af þeim sé ýkt saga sigra, einingar og áhrifamáttar. Þær niðurstöður eru ekki í miklu samræmi við þær sameiginlegu minningar sem þjóðin hefur um átökin en í fyrirlestri sínum í dag vitnaði Guðni til dæmis í orð dóttur um móður sína sem man vel eftir þorskastríðunum, en dóttirin sat kúrs hjá Guðna um átökin árið 2013: „En mamma mín, ómenntuð sveitakona með miklar skoðanir og fædd 1941, svo hún man vel eftir þessu. Hún er alveg með það á hreinu að Íslendingar voru að berjast fyrir lífsafkomu sinni og að skipherrarnir á varðskipunum voru þjóðhetjurnar sem unnu stríðið.“ Guðni las þessi orð upp á fyrirlestri sínum í dag, líkt og hann gerði þegar hann hélt fyrirlestur um þorskastríðin, Icesave og ESB í Háskólanum á Bifröst árið 2013. Um þann fyrirlestur var fjallað í Morgunblaðinu í gær, meðal annars í Staksteinum, nafnlausum dálki á síðu 8 í blaðinu en þar eru Guðna eignuð ummælin um ómenntuðu sveitakonunana. „Ég vil árétta það að þarna er dóttir að tala um móður sína og lýsa henni sem andstöðu við unga fólkið sem hefur almennt minni áhuga á þorskastríðunum. Hins vegar þótti Morgunblaðinu sæma að herma þessi ummæli upp á mig,“ sagði Guðni og vísaði í umfjöllun blaðsins frá því í gær. Furðar sig á þögn Morgunblaðsins Þá vakti hann athygli á því að í Morgunblaði dagsins í dag er ekki fjallað um að 40 ár eru liðin frá lokum þorskastríðanna. „Það er ekki stafkrókur um það í blaðinu í dag. Öðruvísi mér áður brá. Ég tók til dæmis virkan þátt í afmælisriti fyrir 10 árum,“ sagði Guðni sem einnig fjallaði um ummæli sem hann lét falla í sama fyrirlestri á Bifröst um „fávísan lýð“ og Vísir fjallaði um síðastliðinn mánudag. Hann sagði að þessa myndlíkingu hefði hann notað í umfjöllun sinni um þorskastríðin auk myndlíkingar um fræðimenn í fílabeinsturni. „Ég hef notað þá myndlíkingu að annars vegar standi fræðimenn í fílabeinsturni og þá á ég ekki við að þeir séu í turni úr fílabeini, og hins vegar fávís lýður. Þá á ég ekki við heimskt fólk,“ sagði Guðni og bætti við að með þessu ætti hann við að fræðimönnum þyki almenningur stundum tregur til að taka þeirra söguskoðun. Undir lok fyrirlestursins minnti Guðni síðan á að í heildarmyndinni í sögunni væru fínni drættir. „Ég vil að við getum rætt um þroskastríðin málefnalega og heiðarlega án þess að það snúið út úr og orð tekin úr samhengi. Það gerum við best með því að kenna söguna. [...] Vonandi náum við að lyfta þessari umræðu á örlítið hærra plan,“ sagði Guðni og bætti við að það gæti síðan farið svo að hann yrði að kenna sögu þorskastríðanna í háskólanum á næsta ári. Fyrirlestur Guðna í heild sinni má sjá hér að neðan. Þorskastríðin Landhelgisgæslan Tengdar fréttir „Langt seilst að bera það upp á mig að mér þyki Íslendingar fávís lýður“ Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og forsetaframbjóðandi þvertók fyrir það í sjónvarpsþættinum Eyjunni í gær að hafa nokkurn tímann sagt að fávís almenningur gæti komið sér upp röngum minningum. 30. maí 2016 12:45 Forskot Guðna óhaggað eftir kappræðurnar Guðni Th. Jóhannesson mælist enn með langmest fylgi frambjóðenda til forseta, 61 prósent segja myndu kjósa hann. Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og seðlabankastjóri, er annar með 19 prósenta fylgi. 31. maí 2016 01:15 Eitilharðir dásama Davíð á Facebook Reiði ríkir víða vegna framgöngu Davíðs Oddssonar í sjónvarpsþætti í gær en svo eru aðrir sem fagna fagna. 30. maí 2016 11:34 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Fleiri fréttir Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson dósent í sagnfræði og forsetaframbjóðandi ræddi um þorskastríðin á málþingi í Háskóla Íslands í dag í tilefni þess að 40 ár eru liðin frá því að þorskastríðunum lauk. Í fyrirlestri sínum ræddi Guðni um sameiginlegar minningar þjóðarinnar um átökin en hann hefur rannsakað þau árum saman og rætt við fjöldann allan af fólki sem meðal annars tók þátt í þeim. Niðurstöður rannsókna Guðna um þorskastríðin eru þær að sagan sem sögð er af þeim sé ýkt saga sigra, einingar og áhrifamáttar. Þær niðurstöður eru ekki í miklu samræmi við þær sameiginlegu minningar sem þjóðin hefur um átökin en í fyrirlestri sínum í dag vitnaði Guðni til dæmis í orð dóttur um móður sína sem man vel eftir þorskastríðunum, en dóttirin sat kúrs hjá Guðna um átökin árið 2013: „En mamma mín, ómenntuð sveitakona með miklar skoðanir og fædd 1941, svo hún man vel eftir þessu. Hún er alveg með það á hreinu að Íslendingar voru að berjast fyrir lífsafkomu sinni og að skipherrarnir á varðskipunum voru þjóðhetjurnar sem unnu stríðið.“ Guðni las þessi orð upp á fyrirlestri sínum í dag, líkt og hann gerði þegar hann hélt fyrirlestur um þorskastríðin, Icesave og ESB í Háskólanum á Bifröst árið 2013. Um þann fyrirlestur var fjallað í Morgunblaðinu í gær, meðal annars í Staksteinum, nafnlausum dálki á síðu 8 í blaðinu en þar eru Guðna eignuð ummælin um ómenntuðu sveitakonunana. „Ég vil árétta það að þarna er dóttir að tala um móður sína og lýsa henni sem andstöðu við unga fólkið sem hefur almennt minni áhuga á þorskastríðunum. Hins vegar þótti Morgunblaðinu sæma að herma þessi ummæli upp á mig,“ sagði Guðni og vísaði í umfjöllun blaðsins frá því í gær. Furðar sig á þögn Morgunblaðsins Þá vakti hann athygli á því að í Morgunblaði dagsins í dag er ekki fjallað um að 40 ár eru liðin frá lokum þorskastríðanna. „Það er ekki stafkrókur um það í blaðinu í dag. Öðruvísi mér áður brá. Ég tók til dæmis virkan þátt í afmælisriti fyrir 10 árum,“ sagði Guðni sem einnig fjallaði um ummæli sem hann lét falla í sama fyrirlestri á Bifröst um „fávísan lýð“ og Vísir fjallaði um síðastliðinn mánudag. Hann sagði að þessa myndlíkingu hefði hann notað í umfjöllun sinni um þorskastríðin auk myndlíkingar um fræðimenn í fílabeinsturni. „Ég hef notað þá myndlíkingu að annars vegar standi fræðimenn í fílabeinsturni og þá á ég ekki við að þeir séu í turni úr fílabeini, og hins vegar fávís lýður. Þá á ég ekki við heimskt fólk,“ sagði Guðni og bætti við að með þessu ætti hann við að fræðimönnum þyki almenningur stundum tregur til að taka þeirra söguskoðun. Undir lok fyrirlestursins minnti Guðni síðan á að í heildarmyndinni í sögunni væru fínni drættir. „Ég vil að við getum rætt um þroskastríðin málefnalega og heiðarlega án þess að það snúið út úr og orð tekin úr samhengi. Það gerum við best með því að kenna söguna. [...] Vonandi náum við að lyfta þessari umræðu á örlítið hærra plan,“ sagði Guðni og bætti við að það gæti síðan farið svo að hann yrði að kenna sögu þorskastríðanna í háskólanum á næsta ári. Fyrirlestur Guðna í heild sinni má sjá hér að neðan.
Þorskastríðin Landhelgisgæslan Tengdar fréttir „Langt seilst að bera það upp á mig að mér þyki Íslendingar fávís lýður“ Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og forsetaframbjóðandi þvertók fyrir það í sjónvarpsþættinum Eyjunni í gær að hafa nokkurn tímann sagt að fávís almenningur gæti komið sér upp röngum minningum. 30. maí 2016 12:45 Forskot Guðna óhaggað eftir kappræðurnar Guðni Th. Jóhannesson mælist enn með langmest fylgi frambjóðenda til forseta, 61 prósent segja myndu kjósa hann. Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og seðlabankastjóri, er annar með 19 prósenta fylgi. 31. maí 2016 01:15 Eitilharðir dásama Davíð á Facebook Reiði ríkir víða vegna framgöngu Davíðs Oddssonar í sjónvarpsþætti í gær en svo eru aðrir sem fagna fagna. 30. maí 2016 11:34 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Fleiri fréttir Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Sjá meira
„Langt seilst að bera það upp á mig að mér þyki Íslendingar fávís lýður“ Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og forsetaframbjóðandi þvertók fyrir það í sjónvarpsþættinum Eyjunni í gær að hafa nokkurn tímann sagt að fávís almenningur gæti komið sér upp röngum minningum. 30. maí 2016 12:45
Forskot Guðna óhaggað eftir kappræðurnar Guðni Th. Jóhannesson mælist enn með langmest fylgi frambjóðenda til forseta, 61 prósent segja myndu kjósa hann. Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og seðlabankastjóri, er annar með 19 prósenta fylgi. 31. maí 2016 01:15
Eitilharðir dásama Davíð á Facebook Reiði ríkir víða vegna framgöngu Davíðs Oddssonar í sjónvarpsþætti í gær en svo eru aðrir sem fagna fagna. 30. maí 2016 11:34