Alfreð: Kem ferskur inn í 16-liða úrslitin Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. júní 2016 19:34 Alfreð í baráttunni við Richárd Guzmics í leiknum í dag. vísir/getty Alfreð Finnbogason segir að tilfinningin eftir viðureign Íslands og Ungverjalands í Marseille í dag hafi verið eins og eftir tapleik. Íslenska liðið leiddi í tæpar 50 mínútur en fékk á sig jöfnunarmark tveimur mínútum fyrir leikslok og varð af tveimur stigum. „Þannig var andrúmsloftið í klefanum. Það er mjög svekkjandi að fá bara eitt stig þegar þú leggur svona mikið í leikinn,“ sagði Alfreð í leikslok. Hann kom inn á sem varamaður á 69. mínútu. En kann framherjinn skýringu á því af hverju íslenska liðið féll svona aftarlega á völlinn í seinni hálfleik? „Það er erfitt að segja. Þegar maður kom inn í leikinn voru menn rosalega þreyttir. Við vorum einfaldlega ekki nógu góðir með boltann í dag,“ sagði Alfreð en Íslendingar voru aðeins 33% með boltann í leiknum í dag og einungis 66% sendinga þeirra rötuðu á samherja. „Við spörkuðum honum alltaf fram og töpuðum honum oftast. Á móti svona liði verðum við að vera rólegri með boltann og spila aðeins í gegnum þá. Það fer mikil orka í að elta boltann í svona langan tíma og það er kannski ástæðan fyrir því að menn voru ekki nógu ferskir til að klára leikinn í seinni hálfleik.“ Alfreð segir að leikurinn í dag hafi verið jafn og ekki hafi munað miklu á liðunum. „Leikurinn var í járnum, þótt þeir hafi verið meira með boltann. En svo sofnuðum við aðeins og þeir refsuðu,“ sagði Alfreð sem fékk að líta gula spjaldið skömmu eftir að hann kom inn á. Það þýðir að hann verður í leikbanni gegn Austurríki á miðvikudaginn. „Mér fannst þetta ekki mikið. Ég elti hann einhverja 60 metra, svo missir hann boltann of langt frá sér og hann gefur mér gult. „Mér fannst það ekki verðskulda gult spjald. Það var ekkert augljóst brot þarna. Dómarinn var mjög slakur og þetta var kannski í takti við hans frammistöðu. Það er ömurlegt að vera kominn í bann eftir tvo leiki á svona móti en ég hef auðvitað fulla trú á strákunum og kem ferskur inn í 16-liða úrslitin,“ sagði framherjinn að lokum. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Í beinni: FHL - Valur | Fyrsti leikur í Fjarðabyggðarhöllinni Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Sjá meira
Alfreð Finnbogason segir að tilfinningin eftir viðureign Íslands og Ungverjalands í Marseille í dag hafi verið eins og eftir tapleik. Íslenska liðið leiddi í tæpar 50 mínútur en fékk á sig jöfnunarmark tveimur mínútum fyrir leikslok og varð af tveimur stigum. „Þannig var andrúmsloftið í klefanum. Það er mjög svekkjandi að fá bara eitt stig þegar þú leggur svona mikið í leikinn,“ sagði Alfreð í leikslok. Hann kom inn á sem varamaður á 69. mínútu. En kann framherjinn skýringu á því af hverju íslenska liðið féll svona aftarlega á völlinn í seinni hálfleik? „Það er erfitt að segja. Þegar maður kom inn í leikinn voru menn rosalega þreyttir. Við vorum einfaldlega ekki nógu góðir með boltann í dag,“ sagði Alfreð en Íslendingar voru aðeins 33% með boltann í leiknum í dag og einungis 66% sendinga þeirra rötuðu á samherja. „Við spörkuðum honum alltaf fram og töpuðum honum oftast. Á móti svona liði verðum við að vera rólegri með boltann og spila aðeins í gegnum þá. Það fer mikil orka í að elta boltann í svona langan tíma og það er kannski ástæðan fyrir því að menn voru ekki nógu ferskir til að klára leikinn í seinni hálfleik.“ Alfreð segir að leikurinn í dag hafi verið jafn og ekki hafi munað miklu á liðunum. „Leikurinn var í járnum, þótt þeir hafi verið meira með boltann. En svo sofnuðum við aðeins og þeir refsuðu,“ sagði Alfreð sem fékk að líta gula spjaldið skömmu eftir að hann kom inn á. Það þýðir að hann verður í leikbanni gegn Austurríki á miðvikudaginn. „Mér fannst þetta ekki mikið. Ég elti hann einhverja 60 metra, svo missir hann boltann of langt frá sér og hann gefur mér gult. „Mér fannst það ekki verðskulda gult spjald. Það var ekkert augljóst brot þarna. Dómarinn var mjög slakur og þetta var kannski í takti við hans frammistöðu. Það er ömurlegt að vera kominn í bann eftir tvo leiki á svona móti en ég hef auðvitað fulla trú á strákunum og kem ferskur inn í 16-liða úrslitin,“ sagði framherjinn að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Í beinni: FHL - Valur | Fyrsti leikur í Fjarðabyggðarhöllinni Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Sjá meira