Þingkona skotin á Englandi Samúel Karl Ólason skrifar 16. júní 2016 13:41 Jo Cox, þingkona Verkamannaflokksins. Mynd/Facebook Breska þingkonan Jo Cox er látin eftir að hafa verið skotin minnst tvisvar sinnum og stungin á götum Birstall. 52 ára gamall maður hefur verið handtekinn vegna árásarinnar en annar maður hlaut smávægileg sár. Árásin átti sér stað nærri bókasafni þar sem Cox hafði fundað með kjósendum. Vitni segja að árásarmaðurinn hafi verið í uppnámi og hafi staðið í deilum við annan mann áður en skotárásin átti sér stað. Hún er sögð hafa orðið fyrir minnst tveimur skotum og jafnvel stungusári. Þar að auki er árásarmaðurinn sagður hafa sparkað í þingkonuna þar sem hún lá í blóði sínu. Þá er árásarmaðurinn sagður hafa gengið rólega á brott eftir árásina. Í fyrstu var talið að hún hefði verið með meðvitund þegar sjúkraflutningamenn mættu á vettvang. Lögreglan segir hins vegar að Cox hafi þá verið látin. Hún var þó flutt með þyrlu á sjúkrahús. BBC hefur eftir konu sem varð vitni að árásinni að árásarmaðurinn hafi skotið hana tvisvar sinnum. Síðan hafi hann gengið að henni þar sem hún lá og skotið hana aftur í höfuðið. Hinn maðurinn reyndi að stöðva hann, en tókst það ekki og árásarmaðurinn stakk Cox margsinnis. Hann virðist hafa stungið manninn sem reyndi að koma Cox til bjargar.Utterly shocked by the news of the attack on Jo Cox. The thoughts of the whole Labour Party are with her and her family at this time.— Jeremy Corbyn MP (@jeremycorbyn) June 16, 2016 Very concerned about reports Jo Cox has been injured. Our thoughts and prayers are with Jo and her family.— David Cameron (@David_Cameron) June 16, 2016 Kosningabaráttan um það hvort Bretland muni yfirgefa Evrópusambandið eða ekki hefur verið sett á bið vegna árásarinnar. Jo Cox tilheyrði fylkingunni sem vill vera áfram innan ESB og vitni segir að skömmu fyrir árásina hafi árásarmaðurinn öskrað: „Bretland fyrst“. Hér að ofan má sjá tíst frá Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, og David Cameron, forsætisráðherra Bretlands. Fleiri stjórnmálamenn hafa tjáð sig um árásina sem hefur slegið Breta óhug. Árið 2010 var þingmaðurinn Stephen Timms stunginn af manni á fundi með kjósendum. Þingmaðurinn jafnaði sig af sárum sínum og Roshonara Choudhry var dæmdur til minnst 15 ára fangelsisvistar. Árið 2000 var Andrew Pennington, aðstoðarmaður þingmannsins Nigel Jones, myrtur með sverði þegar hann kom yfirmanni sínum til varnar. Jo Cox var 41 árs gömul og tveggja barna móðir. Eiginmaður Cox birti þessa mynd af henni við húsbát þeirra hjóna þar sem þau búa með börnum sínum. pic.twitter.com/mPOaytowxN— Brendan Cox (@MrBrendanCox) June 16, 2016 Bretland Morðið á Jo Cox Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Fleiri fréttir Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Sjá meira
Breska þingkonan Jo Cox er látin eftir að hafa verið skotin minnst tvisvar sinnum og stungin á götum Birstall. 52 ára gamall maður hefur verið handtekinn vegna árásarinnar en annar maður hlaut smávægileg sár. Árásin átti sér stað nærri bókasafni þar sem Cox hafði fundað með kjósendum. Vitni segja að árásarmaðurinn hafi verið í uppnámi og hafi staðið í deilum við annan mann áður en skotárásin átti sér stað. Hún er sögð hafa orðið fyrir minnst tveimur skotum og jafnvel stungusári. Þar að auki er árásarmaðurinn sagður hafa sparkað í þingkonuna þar sem hún lá í blóði sínu. Þá er árásarmaðurinn sagður hafa gengið rólega á brott eftir árásina. Í fyrstu var talið að hún hefði verið með meðvitund þegar sjúkraflutningamenn mættu á vettvang. Lögreglan segir hins vegar að Cox hafi þá verið látin. Hún var þó flutt með þyrlu á sjúkrahús. BBC hefur eftir konu sem varð vitni að árásinni að árásarmaðurinn hafi skotið hana tvisvar sinnum. Síðan hafi hann gengið að henni þar sem hún lá og skotið hana aftur í höfuðið. Hinn maðurinn reyndi að stöðva hann, en tókst það ekki og árásarmaðurinn stakk Cox margsinnis. Hann virðist hafa stungið manninn sem reyndi að koma Cox til bjargar.Utterly shocked by the news of the attack on Jo Cox. The thoughts of the whole Labour Party are with her and her family at this time.— Jeremy Corbyn MP (@jeremycorbyn) June 16, 2016 Very concerned about reports Jo Cox has been injured. Our thoughts and prayers are with Jo and her family.— David Cameron (@David_Cameron) June 16, 2016 Kosningabaráttan um það hvort Bretland muni yfirgefa Evrópusambandið eða ekki hefur verið sett á bið vegna árásarinnar. Jo Cox tilheyrði fylkingunni sem vill vera áfram innan ESB og vitni segir að skömmu fyrir árásina hafi árásarmaðurinn öskrað: „Bretland fyrst“. Hér að ofan má sjá tíst frá Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, og David Cameron, forsætisráðherra Bretlands. Fleiri stjórnmálamenn hafa tjáð sig um árásina sem hefur slegið Breta óhug. Árið 2010 var þingmaðurinn Stephen Timms stunginn af manni á fundi með kjósendum. Þingmaðurinn jafnaði sig af sárum sínum og Roshonara Choudhry var dæmdur til minnst 15 ára fangelsisvistar. Árið 2000 var Andrew Pennington, aðstoðarmaður þingmannsins Nigel Jones, myrtur með sverði þegar hann kom yfirmanni sínum til varnar. Jo Cox var 41 árs gömul og tveggja barna móðir. Eiginmaður Cox birti þessa mynd af henni við húsbát þeirra hjóna þar sem þau búa með börnum sínum. pic.twitter.com/mPOaytowxN— Brendan Cox (@MrBrendanCox) June 16, 2016
Bretland Morðið á Jo Cox Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Fleiri fréttir Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Sjá meira