Leiðin til Bessastaða: „Ekkert endilega fylgjandi því að það eigi að breyta stjórnarskránni bara til að breyta henni“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. júní 2016 15:45 Ástþór Magnússon býður sig nú fram til forseta í fjórða sinn. Nái hann kjöri nú verður hans fyrsta verk að setja sér starfsreglur um það að 10 prósent kosningabærra manna geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um lög frá Alþingi og þá myndi hann ráða Sturlu Jónsson sem aðstoðarmann sinn til að leggja fram frumvarp um afnám verðtryggingar. Ástþór er sjöundi frambjóðandinn sem kemur í forsetaviðtal Vísis og Stöðvar 2. Var öllum frambjóðendum boðið að koma í viðtal hjá Gunnari Atla Gunnarssyni fréttamanni. Í þessari viku og þeirri næstu verða viðtölin birt í heild sinni hér á Vísi en auk þess verður frétt upp úr hverju viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Eitt viðtal mun birtast á dag og var dregið um röðina til að gæta sanngirni. Aðspurður hvað skoðun hann hafi á stjórnarskrárbreytingum segir hann: „Ég tel auðvitað að það þurfi að uppfæra stjórnarskrána í nútímabúning. Það eru viss atriði sem þarf að skoða þar en ég er ekkert endilega fylgjandi því að það eigi að breyta stjórnarskránni bara til að breyta henni. Það þarf að breyta henni þannig að það sé kannski farið meira eftir henni.“ Ástþór segist telja að vandamálið í dag sé aðallega það að ekki sé farið nógu vel eftir stjórnarskránni. Þá er hann fylgjandi að ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur komi inn í stjórnarskrána. „Ég er fylgjandi beinu lýðræði. Ég hef verið fyrsti Íslendingurinn til að tala hér um beint lýðræði en ég tala um það í bókinni Virkjum Bessastaði að við eigum að þróa okkur til beins lýðræðis,“ segir Ástþór. Nefnir hann sem dæmi að hraðbankar gætu verið kjörklefar og hægt væri þá að halda þjóðaratkvæðagreiðslu með litlum tilkostnaði. Hann segist telja að það myndi leiða til meiri friðar og sáttar ef blásið yrði oftar til þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá segir Ástþór það æskilegra að forsetinn hlusti frekar á þjóðina en sé í því að upplýsa um skoðanir sínar á einstökum málum.Viðtalið við Ástþór má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Leiðin til Bessastaða: „Hvað höfum við að gera við hlutlausan forseta?“ Það fyrsta sem Elísabet Jökulsdóttir myndi gera ef hún yrði kosin forseti væri að horfa til himins. Síðan myndi hún fara að huga að innsetningarræðu sinni en innsetning forseta fer fram á Alþingi að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni. 7. júní 2016 15:15 Leiðin til Bessastaða: Vonar að þjóðin beri gæfu til að kjósa fólk á þing sem vill nýja stjórnarskrá Hildur Þórðardóttir þjóðfræðingur býður sig fram til forseta vegna þess að hún hefur ákveðna framtíðarsýn um samfélag þar sem að fólk skiptir meira máli en peningar og samfélagið skiptir meira máli en hagvöxtur og hagræðing. 13. júní 2016 14:30 Leiðin til Bessastaða: Ætlar ekki að setja þumalskrúfur á menn svo stjórnarskránni verði breytt Guðni Th. Jóhannesson telur mikilvægt að gera breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins en segir að stjórnarskránni verði ekki breytt á Bessastöðum. 10. júní 2016 10:30 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira
Ástþór Magnússon býður sig nú fram til forseta í fjórða sinn. Nái hann kjöri nú verður hans fyrsta verk að setja sér starfsreglur um það að 10 prósent kosningabærra manna geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um lög frá Alþingi og þá myndi hann ráða Sturlu Jónsson sem aðstoðarmann sinn til að leggja fram frumvarp um afnám verðtryggingar. Ástþór er sjöundi frambjóðandinn sem kemur í forsetaviðtal Vísis og Stöðvar 2. Var öllum frambjóðendum boðið að koma í viðtal hjá Gunnari Atla Gunnarssyni fréttamanni. Í þessari viku og þeirri næstu verða viðtölin birt í heild sinni hér á Vísi en auk þess verður frétt upp úr hverju viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Eitt viðtal mun birtast á dag og var dregið um röðina til að gæta sanngirni. Aðspurður hvað skoðun hann hafi á stjórnarskrárbreytingum segir hann: „Ég tel auðvitað að það þurfi að uppfæra stjórnarskrána í nútímabúning. Það eru viss atriði sem þarf að skoða þar en ég er ekkert endilega fylgjandi því að það eigi að breyta stjórnarskránni bara til að breyta henni. Það þarf að breyta henni þannig að það sé kannski farið meira eftir henni.“ Ástþór segist telja að vandamálið í dag sé aðallega það að ekki sé farið nógu vel eftir stjórnarskránni. Þá er hann fylgjandi að ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur komi inn í stjórnarskrána. „Ég er fylgjandi beinu lýðræði. Ég hef verið fyrsti Íslendingurinn til að tala hér um beint lýðræði en ég tala um það í bókinni Virkjum Bessastaði að við eigum að þróa okkur til beins lýðræðis,“ segir Ástþór. Nefnir hann sem dæmi að hraðbankar gætu verið kjörklefar og hægt væri þá að halda þjóðaratkvæðagreiðslu með litlum tilkostnaði. Hann segist telja að það myndi leiða til meiri friðar og sáttar ef blásið yrði oftar til þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá segir Ástþór það æskilegra að forsetinn hlusti frekar á þjóðina en sé í því að upplýsa um skoðanir sínar á einstökum málum.Viðtalið við Ástþór má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Leiðin til Bessastaða: „Hvað höfum við að gera við hlutlausan forseta?“ Það fyrsta sem Elísabet Jökulsdóttir myndi gera ef hún yrði kosin forseti væri að horfa til himins. Síðan myndi hún fara að huga að innsetningarræðu sinni en innsetning forseta fer fram á Alþingi að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni. 7. júní 2016 15:15 Leiðin til Bessastaða: Vonar að þjóðin beri gæfu til að kjósa fólk á þing sem vill nýja stjórnarskrá Hildur Þórðardóttir þjóðfræðingur býður sig fram til forseta vegna þess að hún hefur ákveðna framtíðarsýn um samfélag þar sem að fólk skiptir meira máli en peningar og samfélagið skiptir meira máli en hagvöxtur og hagræðing. 13. júní 2016 14:30 Leiðin til Bessastaða: Ætlar ekki að setja þumalskrúfur á menn svo stjórnarskránni verði breytt Guðni Th. Jóhannesson telur mikilvægt að gera breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins en segir að stjórnarskránni verði ekki breytt á Bessastöðum. 10. júní 2016 10:30 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira
Leiðin til Bessastaða: „Hvað höfum við að gera við hlutlausan forseta?“ Það fyrsta sem Elísabet Jökulsdóttir myndi gera ef hún yrði kosin forseti væri að horfa til himins. Síðan myndi hún fara að huga að innsetningarræðu sinni en innsetning forseta fer fram á Alþingi að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni. 7. júní 2016 15:15
Leiðin til Bessastaða: Vonar að þjóðin beri gæfu til að kjósa fólk á þing sem vill nýja stjórnarskrá Hildur Þórðardóttir þjóðfræðingur býður sig fram til forseta vegna þess að hún hefur ákveðna framtíðarsýn um samfélag þar sem að fólk skiptir meira máli en peningar og samfélagið skiptir meira máli en hagvöxtur og hagræðing. 13. júní 2016 14:30
Leiðin til Bessastaða: Ætlar ekki að setja þumalskrúfur á menn svo stjórnarskránni verði breytt Guðni Th. Jóhannesson telur mikilvægt að gera breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins en segir að stjórnarskránni verði ekki breytt á Bessastöðum. 10. júní 2016 10:30