Andri Snær: „Fólki er óhætt að kjósa með hjartanu“ Birgir Olgeirsson skrifar 14. júní 2016 11:29 Andri Snær Magnason. Vísir/Anton Brink „Þetta er bara í samræmi við það sem ég hef fundið og það er alveg augljóst af þessum tölum að dæma að það er ekkert að óttast í þessum kosningum,“ segir forsetaframbjóðandinn Andri Snær Magnason sem bætir við sig fylgi í skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Andri bætir við sig 2,2 prósentum milli kannana, fer úr 10,9 prósentum í 13,1 en Halla Tómasdóttir bætir einnig við sig, fer úr 7,3 prósentum í 9,6. „Fólki er óhætt að kjósa með hjartanu,“ segir Andri Snær.Sjá einnig: Fylgi við Andra og Höllu eykst Hann segir að af þessum tölum af dæma sé fólki að verða ljóst að þessi taktíska hugsjón, að kjósa gegn einhverjum, sé misskilningur og að fólk eigi að kjósa með þeim sem það vill fá. „Mér þætti gaman að hefja kosningabaráttuna núna, hætta að tala um Icesave og þorskastríð, og byrja að tala um hvaða verkefni forsetinn vill standa fyrir, hvaða áherslumál hann hefur og hvernig hann sér fyrir sér að hann muni vinna landi og þjóð gagn hér heima og erlendis og hver verður rödd Íslendinga erlendis,“ segir Andri Snær sem er eins og margir Íslendingar spenntur fyrir leik karlalandsliðs Íslands gegn því portúgalska á Evrópumótinu í knattspyrnu í kvöld. Andri ætlar að reyna að komast niður á Ingólfstorg í kvöld og horfa á leikinn en hann er bjartsýnn á gengi okkar manna þegar hann er beðinn um að spá fyrir um úrslit leiksins. „Ég segi að Ísland vinni 1-0, það getur ekki farið öðruvísi.“ Forsetakosningar 2016 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu. Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Sjá meira
„Þetta er bara í samræmi við það sem ég hef fundið og það er alveg augljóst af þessum tölum að dæma að það er ekkert að óttast í þessum kosningum,“ segir forsetaframbjóðandinn Andri Snær Magnason sem bætir við sig fylgi í skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Andri bætir við sig 2,2 prósentum milli kannana, fer úr 10,9 prósentum í 13,1 en Halla Tómasdóttir bætir einnig við sig, fer úr 7,3 prósentum í 9,6. „Fólki er óhætt að kjósa með hjartanu,“ segir Andri Snær.Sjá einnig: Fylgi við Andra og Höllu eykst Hann segir að af þessum tölum af dæma sé fólki að verða ljóst að þessi taktíska hugsjón, að kjósa gegn einhverjum, sé misskilningur og að fólk eigi að kjósa með þeim sem það vill fá. „Mér þætti gaman að hefja kosningabaráttuna núna, hætta að tala um Icesave og þorskastríð, og byrja að tala um hvaða verkefni forsetinn vill standa fyrir, hvaða áherslumál hann hefur og hvernig hann sér fyrir sér að hann muni vinna landi og þjóð gagn hér heima og erlendis og hver verður rödd Íslendinga erlendis,“ segir Andri Snær sem er eins og margir Íslendingar spenntur fyrir leik karlalandsliðs Íslands gegn því portúgalska á Evrópumótinu í knattspyrnu í kvöld. Andri ætlar að reyna að komast niður á Ingólfstorg í kvöld og horfa á leikinn en hann er bjartsýnn á gengi okkar manna þegar hann er beðinn um að spá fyrir um úrslit leiksins. „Ég segi að Ísland vinni 1-0, það getur ekki farið öðruvísi.“
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu. Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Sjá meira