Hagsmunum ógnað? Elín Björg Jónsdóttir skrifar 14. júní 2016 06:00 Alþingi var kallað saman fyrir helgi til að setja lög á kjaradeilu Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Isavia. Það er auðvitað óþolandi að stjórnvöld gangi með þessum hætti þvert gegn rétti launafólks til að semja beint við sína viðsemjendur um kaup og kjör. BSRB hefur mótmælt þessum vinnubrögðum harðlega. Bandalagið telur að heppilegra hefði verið að gefa deiluaðilum svigrúm til að ná samningum án hótana eða tímamarka. Verkfallsrétturinn er varinn af stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu en stjórnvöld telja að yfirvinnubann flugumferðarstjóra hafi ógnað almannahagsmunum, sem vegi þyngra. Það er einkennilegt ef ástandið er orðið þannig að vinni flugumferðarstjórar ekki yfirvinnu sé almannahagsmunum stefnt í voða. Það er auðvitað grafalvarlegt, telji stjórnvöld að það sé staðan. Þá hlýtur næsta skrefið í þeirra viðleitni til að tryggja almannahagsmuni að vera að komast að því hverjir bera ábyrgð á því að ástandið er orðið svona og bæta úr því hið snarasta. Það ætti kannski ekki að koma á óvart að stjórnvöld grípi til þess óyndisráðs að setja lög á þessa kjaradeilu, þrátt fyrir hástemmdar yfirlýsingar um víðtæka sátt á vinnumarkaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Á kjörtímabilinu hafa verið sett lög á skipverja um borð í Herjólfi, flugmenn, BHM og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga. Og nú er röðin komin að flugumferðarstjórum. Harðnandi kjaradeilur og fjöldi lagasetninga á undanförnum árum sýna að það er full ástæða til að endurskoða kerfið frá grunni. SALEK-hópurinn hefur meðal annars unnið að breytingu á kjarasamningslíkaninu með það að markmiði að færa það nær því besta sem þekkist á hinum Norðurlöndunum. Enginn veit enn hvað kemur út úr þeirri vinnu. Við vitum ekki hvort niðurstaðan verður ásættanleg fyrir félagsmenn aðildarfélaga BSRB, önnur samtök launafólks eða viðsemjendur okkar. En við hljótum öll að sjá að núverandi ástand er ekki ásættanlegt. Við verðum að leggja okkur fram við að koma með nýja sýn og nýja aðferðafræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson skrifar Skoðun Réttindabarátta sjávarbyggðanna Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Alþingi var kallað saman fyrir helgi til að setja lög á kjaradeilu Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Isavia. Það er auðvitað óþolandi að stjórnvöld gangi með þessum hætti þvert gegn rétti launafólks til að semja beint við sína viðsemjendur um kaup og kjör. BSRB hefur mótmælt þessum vinnubrögðum harðlega. Bandalagið telur að heppilegra hefði verið að gefa deiluaðilum svigrúm til að ná samningum án hótana eða tímamarka. Verkfallsrétturinn er varinn af stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu en stjórnvöld telja að yfirvinnubann flugumferðarstjóra hafi ógnað almannahagsmunum, sem vegi þyngra. Það er einkennilegt ef ástandið er orðið þannig að vinni flugumferðarstjórar ekki yfirvinnu sé almannahagsmunum stefnt í voða. Það er auðvitað grafalvarlegt, telji stjórnvöld að það sé staðan. Þá hlýtur næsta skrefið í þeirra viðleitni til að tryggja almannahagsmuni að vera að komast að því hverjir bera ábyrgð á því að ástandið er orðið svona og bæta úr því hið snarasta. Það ætti kannski ekki að koma á óvart að stjórnvöld grípi til þess óyndisráðs að setja lög á þessa kjaradeilu, þrátt fyrir hástemmdar yfirlýsingar um víðtæka sátt á vinnumarkaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Á kjörtímabilinu hafa verið sett lög á skipverja um borð í Herjólfi, flugmenn, BHM og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga. Og nú er röðin komin að flugumferðarstjórum. Harðnandi kjaradeilur og fjöldi lagasetninga á undanförnum árum sýna að það er full ástæða til að endurskoða kerfið frá grunni. SALEK-hópurinn hefur meðal annars unnið að breytingu á kjarasamningslíkaninu með það að markmiði að færa það nær því besta sem þekkist á hinum Norðurlöndunum. Enginn veit enn hvað kemur út úr þeirri vinnu. Við vitum ekki hvort niðurstaðan verður ásættanleg fyrir félagsmenn aðildarfélaga BSRB, önnur samtök launafólks eða viðsemjendur okkar. En við hljótum öll að sjá að núverandi ástand er ekki ásættanlegt. Við verðum að leggja okkur fram við að koma með nýja sýn og nýja aðferðafræði.
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar