Framfaraframbjóðandinn Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 10. júní 2016 07:00 Umfangsmesta umhverfisógn sem heimsbyggðin glímir við er taumlaus útblástur gróðurhúsaloftegunda sem tilkemur af hömlulausri brennslu á óendurnýjanlegu jarðefnaeldsneyti. Að mínu mati er vandinn ótrúlega einfaldur og auðskiljanlegur. Mannkynið er sem sagt að tæma kolefnisauðlind í iðrum jarðar og troða henni upp í aðra takmarkaða auðlind sem er sameiginlegur lofthjúpur jarðar. Að tæma eitthvað og fylla annað hefur oftast gefið okkur lúmskar vísbendingar um að aðgerða sé þörf. Ef ísskápur tæmist á heimili og ruslatunna fyllist þá hefur hingað til ekki þurft stjarneðlisfræðing til að átta sig á að bregðast þarf við. Þrátt fyrir þetta eru allt of margir ráðamenn sem draga lappirnar í aðgerðum. Stjórnmálamenn tala digurbarkalega um bráða nauðsyn aðgerða í loftslagsmálum en átta sig oft illa á því að hikstið er ekki tæknivandamál heldur innleiðingarvandi. Frá árinu 1990 þegar Kyoto-samningurinn var innleiddur hafa margar lausnir í orkumálum þroskast úr hálfgerðum tilraunaverkefnum í hreinar markaðslausnir. Allt of margir eru tuðandi um eitthvert meint vesen og að tapa sér í kostnaði við innleiðingu nýrra tíma. Hvar er drifkrafturinn sem var yfir og allt um kring og skilaði okkur orkuskiptum í húshitun á sínum tíma? Þó að við höfum umhverfisvænstu og ódýrustu húshitun í heimi í dag þá var innleiðing þeirra orkuskipta langt í frá ókeypis og vandræðalaus. Hvar værum við stödd í dag ef úrtöluraddir fyrri tíma hefðu hamlað hitaveituvæðingu Íslands? Orkuskipti í samgöngum eru ekkert ósvipuð, þ.e. kalla á þó nokkurn stofnkostnað í formi ívilnana og innviða en eftirsóknarverður ávinningur fæst til lengri tíma. Flokka ætti þessi orkuskipti sem hreint og beint framfaramál þar sem það er ekkert í boði að bakka. Ákvarðanir ættu ekki að snúast um hvort heldur einungis hversu fast við sláum í klárinn. Það má kannski líkja þessu við innleiðingu og notkun bílbelta sem þýddi, á sínum tíma, í raun meiri kostnað og vesen. Hvað var málið með þau? Bílar urðu dýrari fyrir vikið og svo er ekki hægt að bruna af stað fyrr en við höfum eytt dýrmætum sekúndum í að troða yfir okkur einhverjum beltisræfli. Viljum við bakka með þessar reglur í dag til að lækka kostnað, minnka forræðishyggju og vesen? Eða eigum við kannski að taka upp íblöndun á blýi í bensín aftur? Blýið bætir nefnilega orkunýtingu eldsneytisins og gerir það miklu stöðugra en skemmir reyndar líka miðtaugakerfi manna og dýra auk þess að valda nýrnaskaða og blóðleysi, en er það svo rosalegt miðað við ávinninginn fyrir bílinn?Viðsnúningur engum til góðs Nú heyrast t.d. raddir um að hætta ætti íblöndun á umhverfisvænu eldsneyti í dísil og bensín. Rökin eru að það sé dýrara og ákveðnar efasemdir um umhverfisvænleika. Reglugerðin krefst nú reyndar vottunar um sjálfbæra framleiðslu alls endurnýjanlegs eldsneytis til íblöndunar. Hver er svo lausn slíkra úrtölumanna? Jú, að endurnýjanlegu eldsneyti verði skipt út fyrir gömlu góðu óendurnýjanlegu olíuna, kannski til að tryggja að hún klárist enn fyrr. Raforka, metan, lífdísill, metanól og vetni eru allt tilbúnar lausnir á markaði og meira að segja framleitt hér á landi. Uppbyggileg gagnrýni er mikilvægt aðhald til að stilla af framfarir en viðsnúningur og afturför eru engum til góðs. Nú styttist í kosningar og ýmsir farnir að máta sig við formannssæti flokka og væntanleg þingsæti. Kæru frambjóðendur til næstu kosninga, það er ykkar að stilla framfaravélina og tryggja að umhverfisvænar lausnir verði hagstæðasti kosturinn fyrir okkur neytendur hvort sem þið beitið skattalækkunum eða hækkunum til ná þeim markmiðum. Hitaveituvæðing, blýlaust bensín og beltaskylda eru dæmi um framfarir sem kostuðu bæði fé og fyrirhöfn en raungerðust sem betur fer þrátt fyrir það. Orkuskipti í samgöngum eru af sama meiði og nú er mikilvægt að sýna ívilnanaþolinmæði til að auka innleiðingarhraðann.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Sjá meira
Umfangsmesta umhverfisógn sem heimsbyggðin glímir við er taumlaus útblástur gróðurhúsaloftegunda sem tilkemur af hömlulausri brennslu á óendurnýjanlegu jarðefnaeldsneyti. Að mínu mati er vandinn ótrúlega einfaldur og auðskiljanlegur. Mannkynið er sem sagt að tæma kolefnisauðlind í iðrum jarðar og troða henni upp í aðra takmarkaða auðlind sem er sameiginlegur lofthjúpur jarðar. Að tæma eitthvað og fylla annað hefur oftast gefið okkur lúmskar vísbendingar um að aðgerða sé þörf. Ef ísskápur tæmist á heimili og ruslatunna fyllist þá hefur hingað til ekki þurft stjarneðlisfræðing til að átta sig á að bregðast þarf við. Þrátt fyrir þetta eru allt of margir ráðamenn sem draga lappirnar í aðgerðum. Stjórnmálamenn tala digurbarkalega um bráða nauðsyn aðgerða í loftslagsmálum en átta sig oft illa á því að hikstið er ekki tæknivandamál heldur innleiðingarvandi. Frá árinu 1990 þegar Kyoto-samningurinn var innleiddur hafa margar lausnir í orkumálum þroskast úr hálfgerðum tilraunaverkefnum í hreinar markaðslausnir. Allt of margir eru tuðandi um eitthvert meint vesen og að tapa sér í kostnaði við innleiðingu nýrra tíma. Hvar er drifkrafturinn sem var yfir og allt um kring og skilaði okkur orkuskiptum í húshitun á sínum tíma? Þó að við höfum umhverfisvænstu og ódýrustu húshitun í heimi í dag þá var innleiðing þeirra orkuskipta langt í frá ókeypis og vandræðalaus. Hvar værum við stödd í dag ef úrtöluraddir fyrri tíma hefðu hamlað hitaveituvæðingu Íslands? Orkuskipti í samgöngum eru ekkert ósvipuð, þ.e. kalla á þó nokkurn stofnkostnað í formi ívilnana og innviða en eftirsóknarverður ávinningur fæst til lengri tíma. Flokka ætti þessi orkuskipti sem hreint og beint framfaramál þar sem það er ekkert í boði að bakka. Ákvarðanir ættu ekki að snúast um hvort heldur einungis hversu fast við sláum í klárinn. Það má kannski líkja þessu við innleiðingu og notkun bílbelta sem þýddi, á sínum tíma, í raun meiri kostnað og vesen. Hvað var málið með þau? Bílar urðu dýrari fyrir vikið og svo er ekki hægt að bruna af stað fyrr en við höfum eytt dýrmætum sekúndum í að troða yfir okkur einhverjum beltisræfli. Viljum við bakka með þessar reglur í dag til að lækka kostnað, minnka forræðishyggju og vesen? Eða eigum við kannski að taka upp íblöndun á blýi í bensín aftur? Blýið bætir nefnilega orkunýtingu eldsneytisins og gerir það miklu stöðugra en skemmir reyndar líka miðtaugakerfi manna og dýra auk þess að valda nýrnaskaða og blóðleysi, en er það svo rosalegt miðað við ávinninginn fyrir bílinn?Viðsnúningur engum til góðs Nú heyrast t.d. raddir um að hætta ætti íblöndun á umhverfisvænu eldsneyti í dísil og bensín. Rökin eru að það sé dýrara og ákveðnar efasemdir um umhverfisvænleika. Reglugerðin krefst nú reyndar vottunar um sjálfbæra framleiðslu alls endurnýjanlegs eldsneytis til íblöndunar. Hver er svo lausn slíkra úrtölumanna? Jú, að endurnýjanlegu eldsneyti verði skipt út fyrir gömlu góðu óendurnýjanlegu olíuna, kannski til að tryggja að hún klárist enn fyrr. Raforka, metan, lífdísill, metanól og vetni eru allt tilbúnar lausnir á markaði og meira að segja framleitt hér á landi. Uppbyggileg gagnrýni er mikilvægt aðhald til að stilla af framfarir en viðsnúningur og afturför eru engum til góðs. Nú styttist í kosningar og ýmsir farnir að máta sig við formannssæti flokka og væntanleg þingsæti. Kæru frambjóðendur til næstu kosninga, það er ykkar að stilla framfaravélina og tryggja að umhverfisvænar lausnir verði hagstæðasti kosturinn fyrir okkur neytendur hvort sem þið beitið skattalækkunum eða hækkunum til ná þeim markmiðum. Hitaveituvæðing, blýlaust bensín og beltaskylda eru dæmi um framfarir sem kostuðu bæði fé og fyrirhöfn en raungerðust sem betur fer þrátt fyrir það. Orkuskipti í samgöngum eru af sama meiði og nú er mikilvægt að sýna ívilnanaþolinmæði til að auka innleiðingarhraðann.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun