Obi Wan Kardashian María Bjarnadóttir skrifar 10. júní 2016 07:00 Ég tel að nú sé nógu langt liðið frá sýningu síðustu Star Wars myndar til þess að rjúfa þagnarmúrinn um innihald hennar. Auðvitað er aðalsagan í grunninn um átök milli fjölmenningarsamfélagsins og einsleitni. Ólíkar tegundir vera sameinast í þágu fjölbreytni og friðar í uppreisnarhernum sem berst gegn öflugum heimsvaldaher þar sem allir eru steyptir í sama mót og lúta hugsunarlaust algjöru foringjavaldi, enda ekkert pláss fyrir gagnrýna hugsun. Þarna er löngu tímabær háfemínísk ádeila Disney á stöðu mæðra á vestrænum vinnumarkaði og raunsönn lýsing á baráttu kvenna í stjórnunarstöðum við að samræma vinnu og einkalíf. Vandinn sem úreltar staðalímyndir um karlmennsku skapa fyrir feður sem geta ekki talað um erfiða reynslu eða tilfinningar sínar, ástarsambönd sem slitnar upp úr vegna erfiðleika í fjölskyldulífinu og ungt fólk sem gengur til liðs við öfgasamtök. Erfiðleikarnir sem fylgja því að tryggja frið í sólkerfinu með viðskiptabönnum og samningum við plánetur með vafasöm hag- og stjórnkerfi, því að það er skárra en valkosturinn sem er að lúta alræðisvaldi frekasta kallsins í sólkerfinu. Hugrekkið sem þarf til þess að standa á móti hinu illa þegar það er öflugra, ríkara og valdameira. Í mjúkum faðmi hins illa og öfluga þarf enga pólitíska rétthugsun eða önnur leiðindi og þar er auðvelt að líða eins og sigurvegara. En það er skammgóður vermir – enda áttunda myndin á leiðinni. Niðurstaðan? Star Wars er frábær raunveruleikamyndaþáttaröð sem lýsir ástum og átökum í öðru stjörnukerfi, langt, langt í burtu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Bjarnadóttir Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun
Ég tel að nú sé nógu langt liðið frá sýningu síðustu Star Wars myndar til þess að rjúfa þagnarmúrinn um innihald hennar. Auðvitað er aðalsagan í grunninn um átök milli fjölmenningarsamfélagsins og einsleitni. Ólíkar tegundir vera sameinast í þágu fjölbreytni og friðar í uppreisnarhernum sem berst gegn öflugum heimsvaldaher þar sem allir eru steyptir í sama mót og lúta hugsunarlaust algjöru foringjavaldi, enda ekkert pláss fyrir gagnrýna hugsun. Þarna er löngu tímabær háfemínísk ádeila Disney á stöðu mæðra á vestrænum vinnumarkaði og raunsönn lýsing á baráttu kvenna í stjórnunarstöðum við að samræma vinnu og einkalíf. Vandinn sem úreltar staðalímyndir um karlmennsku skapa fyrir feður sem geta ekki talað um erfiða reynslu eða tilfinningar sínar, ástarsambönd sem slitnar upp úr vegna erfiðleika í fjölskyldulífinu og ungt fólk sem gengur til liðs við öfgasamtök. Erfiðleikarnir sem fylgja því að tryggja frið í sólkerfinu með viðskiptabönnum og samningum við plánetur með vafasöm hag- og stjórnkerfi, því að það er skárra en valkosturinn sem er að lúta alræðisvaldi frekasta kallsins í sólkerfinu. Hugrekkið sem þarf til þess að standa á móti hinu illa þegar það er öflugra, ríkara og valdameira. Í mjúkum faðmi hins illa og öfluga þarf enga pólitíska rétthugsun eða önnur leiðindi og þar er auðvelt að líða eins og sigurvegara. En það er skammgóður vermir – enda áttunda myndin á leiðinni. Niðurstaðan? Star Wars er frábær raunveruleikamyndaþáttaröð sem lýsir ástum og átökum í öðru stjörnukerfi, langt, langt í burtu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun