Stofnendur zúista gera tilkall til sóknargjalda Bjarki Ármannsson skrifar 24. júní 2016 15:30 Skráðir forsvarsmenn trúfélags zúista hafa höfðað mál á hendur Ríkissjóði Íslands til greiðslu sóknargjalda. Ekki er um sömu aðila að ræða og sitja nú í stjórn trúfélagsins og hafa lofað því að endurgreiða öllum félagsmönnum sóknargjöld sín, alls um 35 milljónir króna. Vísir Skráðir forsvarsmenn rekstrarfélagsins Zuism hafa höfðað mál á hendur Ríkissjóði Íslands til greiðslu sóknargjalda. Ekki er um sömu aðila að ræða og svara nú fyrir trúfélag zúista og hafa lofað því að endurgreiða öllum félagsmönnum sóknargjöld sín, alls um 35 milljónir króna. Zúistar vöktu mikla athygli í fjölmiðlum fyrir síðustu áramót fyrir stefnu sína, sem felur í sér ádeilu á sóknarnefndarkerfið svonefnda. Hétu þeir að endurgreiða öllum þeim sem skráðu sig í félagið sóknargjöldin sem félagið fengi greitt úr Ríkissjóði samkvæmt lögum um trúfélög. Rúmlega þrjú þúsund manns skráðu sig í félagið, sem eftir stendur sem eitt stærsta trúfélag landsins. En í ársbyrjun var greint frá því að smávægilegt babb hefði komið í bátinn, zúistar fengju ekki að skrá rekstrarfélag hjá ríkisskattstjóra og stjórnarmenn þess vegna beðið um frest á greiðslu sóknargjalda til sín.Fornminjar frá samfélagi Súmera. Er þeir komu fyrst fram, sögðu zúistar félagið snúast um átrúnað á guði Súmera sem byggðu það sem nú er Írak fyrir um sjö þúsund árum.Vísir/GettyHins vegar er það svo að rekstrarfélag er til í fyrirtækjaskrá sem ber heitið Zuism og er skráð fyrir rekstri trúfélags. Það félag ku vera á vegum þeirra sem stofnuðu trúfélagið hér á landi árið 2013 en það var óvirkt til ársins 2015 þegar nýr hópur tók yfir félagið og hóf trúboð. Samkvæmt heimildum Vísis telur fyrri hópurinn, sá sem stofnaði félagið upphaflega og er skráð fyrir rekstrarfélaginu í fyrirtækjaskrá, sig þó enn í forsvari fyrir félagið. Ágreiningur virðist vera milli hópanna tveggja hvað það varðar. Fyrri hópurinn hefur þannig stefnt Ríkissjóði til greiðslu sóknargjaldanna sem síðari hópurinn hefur lofað að endurgreiða meðlimum. Hvorugur hópurinn vill mikið tjá sig um málið en síðari hópurinn staðfestir þó að stefnan á hendur Ríkissjóði sé á höndum stofnenda félagsins og að mál þeirra sjálfra séu í meðferð í stjórnsýslunni.Ísak Andri Ólafsson, forstöðumaður zúista.Ekki hefur náðst í stofnendur zúista til að spyrja hvað þeir hyggist gera við fjármunina, komist héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að þeir eigi rétt á þeim. Alls eru um 3200 manns skráðir í félagið. Greiðslan fyrir hvern félaga frá ríkinu nemur 10.800 krónum og því nemur heildarupphæðin sem stofnendurnir telja sig eiga rétt á um 35 milljónum króna. Ísak Andri Ólafsson, forstöðumaður nýrrar stjórnar zúista, var í viðtali við Vísi fyrir áramót spurður hvort stjórnin gæti tryggt það að meðlimir félagsins fengju sóknargjöldin endurgreidd þar sem aðrir væru í forsvari fyrir rekstrarfélagið. „Já, þetta er mjög eðlileg spurning,” sagði Ísak. „Málið er hins vegar það að endurskoðandinn okkar og lögmaðurinn okkar eru að leggja lokahönd á samning um nýtt rekstrarfélag zúista. Gamla rekstrarfélagið er enn virkt núna en þessir fyrrum stjórnendur trúfélagsins eru ekki í stjórn og ég veit ekki einu sinni hvort þeir eru skráðir í trúfélagið.“ Kastljós greindi frá því í fyrra að hópurinn sem nú hefur stefnt Ríkissjóði telji þrjá einstaklinga, þar af tvo bræður sem hafi nýlega verið til rannsóknar vegna meintra fjármálabrota hér á landi. Fyrirtaka í máli þeirra gegn Ríkissjóði fór fram við Héraðsdóm Reykjavíkur í vikunni. Trúmál Zuism Tengdar fréttir Félag Zúista á Íslandi í biðstöðu Zúistar á Íslandi hafa ekki fengið að skrá rekstrarfélag sitt hjá ríkisskattstjóra. 11. febrúar 2016 15:26 Þjóðkirkjan verður af ellefu milljónum vegna zúista Breyting á trúfélagaskráningu er töluverð frá október til nóvember. Mest fjölgar hjá zúistum og fækkunin er mest hjá þjóðkirkjunni. 3. desember 2015 07:00 Zúistar orðnir fleiri en múslimar á Íslandi Zúistar eru nú orðnir eitt af stærstu trúfélögum landsins og hefur þeim fjölgað um ríflega þúsund á tveimur vikum. Yfirlýst markmið zúista er að koma sóknargjaldakerfinu af og leggja félagið síðan niður 30. nóvember 2015 18:30 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Skráðir forsvarsmenn rekstrarfélagsins Zuism hafa höfðað mál á hendur Ríkissjóði Íslands til greiðslu sóknargjalda. Ekki er um sömu aðila að ræða og svara nú fyrir trúfélag zúista og hafa lofað því að endurgreiða öllum félagsmönnum sóknargjöld sín, alls um 35 milljónir króna. Zúistar vöktu mikla athygli í fjölmiðlum fyrir síðustu áramót fyrir stefnu sína, sem felur í sér ádeilu á sóknarnefndarkerfið svonefnda. Hétu þeir að endurgreiða öllum þeim sem skráðu sig í félagið sóknargjöldin sem félagið fengi greitt úr Ríkissjóði samkvæmt lögum um trúfélög. Rúmlega þrjú þúsund manns skráðu sig í félagið, sem eftir stendur sem eitt stærsta trúfélag landsins. En í ársbyrjun var greint frá því að smávægilegt babb hefði komið í bátinn, zúistar fengju ekki að skrá rekstrarfélag hjá ríkisskattstjóra og stjórnarmenn þess vegna beðið um frest á greiðslu sóknargjalda til sín.Fornminjar frá samfélagi Súmera. Er þeir komu fyrst fram, sögðu zúistar félagið snúast um átrúnað á guði Súmera sem byggðu það sem nú er Írak fyrir um sjö þúsund árum.Vísir/GettyHins vegar er það svo að rekstrarfélag er til í fyrirtækjaskrá sem ber heitið Zuism og er skráð fyrir rekstri trúfélags. Það félag ku vera á vegum þeirra sem stofnuðu trúfélagið hér á landi árið 2013 en það var óvirkt til ársins 2015 þegar nýr hópur tók yfir félagið og hóf trúboð. Samkvæmt heimildum Vísis telur fyrri hópurinn, sá sem stofnaði félagið upphaflega og er skráð fyrir rekstrarfélaginu í fyrirtækjaskrá, sig þó enn í forsvari fyrir félagið. Ágreiningur virðist vera milli hópanna tveggja hvað það varðar. Fyrri hópurinn hefur þannig stefnt Ríkissjóði til greiðslu sóknargjaldanna sem síðari hópurinn hefur lofað að endurgreiða meðlimum. Hvorugur hópurinn vill mikið tjá sig um málið en síðari hópurinn staðfestir þó að stefnan á hendur Ríkissjóði sé á höndum stofnenda félagsins og að mál þeirra sjálfra séu í meðferð í stjórnsýslunni.Ísak Andri Ólafsson, forstöðumaður zúista.Ekki hefur náðst í stofnendur zúista til að spyrja hvað þeir hyggist gera við fjármunina, komist héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að þeir eigi rétt á þeim. Alls eru um 3200 manns skráðir í félagið. Greiðslan fyrir hvern félaga frá ríkinu nemur 10.800 krónum og því nemur heildarupphæðin sem stofnendurnir telja sig eiga rétt á um 35 milljónum króna. Ísak Andri Ólafsson, forstöðumaður nýrrar stjórnar zúista, var í viðtali við Vísi fyrir áramót spurður hvort stjórnin gæti tryggt það að meðlimir félagsins fengju sóknargjöldin endurgreidd þar sem aðrir væru í forsvari fyrir rekstrarfélagið. „Já, þetta er mjög eðlileg spurning,” sagði Ísak. „Málið er hins vegar það að endurskoðandinn okkar og lögmaðurinn okkar eru að leggja lokahönd á samning um nýtt rekstrarfélag zúista. Gamla rekstrarfélagið er enn virkt núna en þessir fyrrum stjórnendur trúfélagsins eru ekki í stjórn og ég veit ekki einu sinni hvort þeir eru skráðir í trúfélagið.“ Kastljós greindi frá því í fyrra að hópurinn sem nú hefur stefnt Ríkissjóði telji þrjá einstaklinga, þar af tvo bræður sem hafi nýlega verið til rannsóknar vegna meintra fjármálabrota hér á landi. Fyrirtaka í máli þeirra gegn Ríkissjóði fór fram við Héraðsdóm Reykjavíkur í vikunni.
Trúmál Zuism Tengdar fréttir Félag Zúista á Íslandi í biðstöðu Zúistar á Íslandi hafa ekki fengið að skrá rekstrarfélag sitt hjá ríkisskattstjóra. 11. febrúar 2016 15:26 Þjóðkirkjan verður af ellefu milljónum vegna zúista Breyting á trúfélagaskráningu er töluverð frá október til nóvember. Mest fjölgar hjá zúistum og fækkunin er mest hjá þjóðkirkjunni. 3. desember 2015 07:00 Zúistar orðnir fleiri en múslimar á Íslandi Zúistar eru nú orðnir eitt af stærstu trúfélögum landsins og hefur þeim fjölgað um ríflega þúsund á tveimur vikum. Yfirlýst markmið zúista er að koma sóknargjaldakerfinu af og leggja félagið síðan niður 30. nóvember 2015 18:30 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Félag Zúista á Íslandi í biðstöðu Zúistar á Íslandi hafa ekki fengið að skrá rekstrarfélag sitt hjá ríkisskattstjóra. 11. febrúar 2016 15:26
Þjóðkirkjan verður af ellefu milljónum vegna zúista Breyting á trúfélagaskráningu er töluverð frá október til nóvember. Mest fjölgar hjá zúistum og fækkunin er mest hjá þjóðkirkjunni. 3. desember 2015 07:00
Zúistar orðnir fleiri en múslimar á Íslandi Zúistar eru nú orðnir eitt af stærstu trúfélögum landsins og hefur þeim fjölgað um ríflega þúsund á tveimur vikum. Yfirlýst markmið zúista er að koma sóknargjaldakerfinu af og leggja félagið síðan niður 30. nóvember 2015 18:30