Rafmagnsflutningabílar í Svíþjóð Finnur Thorlacius skrifar 24. júní 2016 09:47 Vöruflutningabíll í Svíþjóð sem gengur fyrir rafmagni. Í Svíþjóð fara nú fram prufanir á flutningabílum sem drifnir eru áfram með rafmagni og hlaðnir á ferð. Þeir fá ekki rafhleðslu sína frá undirlaginu, heldur úr rafmagnsvírum fyrir ofan vegina sem þeir aka, líkt og léttlestir í borgum. Prufubrautin er ekki ýkja löng, eða aðeins um 2,5 kílómetrar og er nálægt Sandvik. Það eru Scania og Gävleborg sveitarfélagið sem standa að þessum prufunum. Vöruflutningabílarnir fá 750 volt spennu úr vírunum fyrir ofan veginn sem hleður stórar rafhlöður þeirra. Önnur tilraun með rafmagnsflutningabíla fer einnig fram nálægt Arlanda flugvelli í nágrenni Stokkhólms. Þar hafa sem stendur flutningabílarnir sína eigin akrein en munu aka á almennum akreinum á næsta ári og þessi tilraun verður í gangi til ársins 2018. Tilraunirnar nú eru liður í að gera vöruflutninga lausa við mengun í Svíþjóð frá og með árinu 2030. Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent
Í Svíþjóð fara nú fram prufanir á flutningabílum sem drifnir eru áfram með rafmagni og hlaðnir á ferð. Þeir fá ekki rafhleðslu sína frá undirlaginu, heldur úr rafmagnsvírum fyrir ofan vegina sem þeir aka, líkt og léttlestir í borgum. Prufubrautin er ekki ýkja löng, eða aðeins um 2,5 kílómetrar og er nálægt Sandvik. Það eru Scania og Gävleborg sveitarfélagið sem standa að þessum prufunum. Vöruflutningabílarnir fá 750 volt spennu úr vírunum fyrir ofan veginn sem hleður stórar rafhlöður þeirra. Önnur tilraun með rafmagnsflutningabíla fer einnig fram nálægt Arlanda flugvelli í nágrenni Stokkhólms. Þar hafa sem stendur flutningabílarnir sína eigin akrein en munu aka á almennum akreinum á næsta ári og þessi tilraun verður í gangi til ársins 2018. Tilraunirnar nú eru liður í að gera vöruflutninga lausa við mengun í Svíþjóð frá og með árinu 2030.
Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent