Bara eitt prósent sjónvarpsáhorfenda sá ekki leik Íslands og Ungverjalands Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. júní 2016 17:35 Ari Freyr Skúlason í baráttunni um boltann í leik Íslands og Ungverjalands. Vísir/EPA Íslenska þjóðin fylgdist mjög vel með þegar strákarnir í fótboltalandsliðinu spiluðu sinn annan leik á Evrópumótinu á laugardaginn. Samkvæmt tölum frá Símanum voru það ekki margir sem horfðu ekkert á leikinn. 98,9% sjónvarpsáhorfenda sáu íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu missa leik sinn gegn Ungverjum í jafntefli á síðustu mínútunum á EM2016. Það þýðir að aðeins rúmlega eitt prósent sá ekkert af þessum dramatíska leik. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Símanum. Helmingur allra landsmanna á aldrinum 12-80 ára horfði á leikinn frá upphafi til enda eða 123 þúsund manns. 24 þúsund til viðbótar voru með annað augað á leiknum og samtals sáu hann því 147 þúsund á aldrinum 12-80 ára. „Afar athyglisvert er að einungis eitt prósent landsmanna kaus annað sjónvarp en EM,“ segir Kári Jónsson sérfræðingur Símans í fjölmiðlamælingum um fyrstu tölur frá Gallup. Ekki aðeins voru átta til níu þúsund Íslendingar á leiknum ytra, heldur voru 123 þúsund límd við sjónvarpið og svo voru tugir þúsunda til viðbótar með annað augað á leiknum á laugardag. Það var einnig troðfullt á EM-torgum og svo horfðu líka margir á leikinn í gegnum snjallforrit að sjónvarpsþjónustu Símans. Sveinbjörn Bjarki Jónsson, deildarstjóri sjónvarpskerfa Símans, segir að rétt eins og í fyrsta Íslandsleiknum hafi áhorf verið um tvöfalt meira í appinu en vanalega. „Það kom okkur hins vegar á óvart að sjá að fleiri horfðu á leik Portúgals og Austurríkis í gegnum appið síðar um kvöldið en þann íslenska, sérstaklega þegar leið á leikinn“ segir hann. Síminn kynnti frítt snjallforrit að sjónvarpsþjónustu sinni fyrir mótið, þar sem hægt er að horfa á opnu dagskrá mótsins. Landsmenn gátu, eins og í fyrsta leik Íslands á mótinu, valið að horfa á útsendingu Símans á RÚV, SíminnSport eða Sjónvarp Símans. Þannig verður það einnig á miðvikudag þegar skýrist hvort Ísland kemst í sextán liða úrslit mótsins. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Í beinni: FHL - Valur | Fyrsti leikur í Fjarðabyggðarhöllinni Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Sjá meira
Íslenska þjóðin fylgdist mjög vel með þegar strákarnir í fótboltalandsliðinu spiluðu sinn annan leik á Evrópumótinu á laugardaginn. Samkvæmt tölum frá Símanum voru það ekki margir sem horfðu ekkert á leikinn. 98,9% sjónvarpsáhorfenda sáu íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu missa leik sinn gegn Ungverjum í jafntefli á síðustu mínútunum á EM2016. Það þýðir að aðeins rúmlega eitt prósent sá ekkert af þessum dramatíska leik. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Símanum. Helmingur allra landsmanna á aldrinum 12-80 ára horfði á leikinn frá upphafi til enda eða 123 þúsund manns. 24 þúsund til viðbótar voru með annað augað á leiknum og samtals sáu hann því 147 þúsund á aldrinum 12-80 ára. „Afar athyglisvert er að einungis eitt prósent landsmanna kaus annað sjónvarp en EM,“ segir Kári Jónsson sérfræðingur Símans í fjölmiðlamælingum um fyrstu tölur frá Gallup. Ekki aðeins voru átta til níu þúsund Íslendingar á leiknum ytra, heldur voru 123 þúsund límd við sjónvarpið og svo voru tugir þúsunda til viðbótar með annað augað á leiknum á laugardag. Það var einnig troðfullt á EM-torgum og svo horfðu líka margir á leikinn í gegnum snjallforrit að sjónvarpsþjónustu Símans. Sveinbjörn Bjarki Jónsson, deildarstjóri sjónvarpskerfa Símans, segir að rétt eins og í fyrsta Íslandsleiknum hafi áhorf verið um tvöfalt meira í appinu en vanalega. „Það kom okkur hins vegar á óvart að sjá að fleiri horfðu á leik Portúgals og Austurríkis í gegnum appið síðar um kvöldið en þann íslenska, sérstaklega þegar leið á leikinn“ segir hann. Síminn kynnti frítt snjallforrit að sjónvarpsþjónustu sinni fyrir mótið, þar sem hægt er að horfa á opnu dagskrá mótsins. Landsmenn gátu, eins og í fyrsta leik Íslands á mótinu, valið að horfa á útsendingu Símans á RÚV, SíminnSport eða Sjónvarp Símans. Þannig verður það einnig á miðvikudag þegar skýrist hvort Ísland kemst í sextán liða úrslit mótsins.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Í beinni: FHL - Valur | Fyrsti leikur í Fjarðabyggðarhöllinni Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Sjá meira