Ævintýri enn gerast og geta gerst víðar Skjóðan skrifar 6. júlí 2016 09:00 Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur sigrað heiminn. Íslensku áhorfendurnir hafa líka verið óborganlegir og til fullkomins sóma. Aldrei fyrr hefur verið farin önnur eins frægðarför utan og för landsliðsins á EM í Frakklandi. Við höfum áður átt frábæra knattspyrnumenn á Íslandi. Albert Guðmundsson, Ásgeir Sigurvinsson, Arnór Guðjohnsen og Eiður Smári Guðjohnsen voru allir í hópi bestu knattspyrnumanna heims þegar þeir voru upp á sitt besta. Samt náði landsliðið okkar ekki sérstökum árangri með þá í broddi fylkingar. Ekki er það tilviljun að Ísland hefur nú skipað sér í flokk með bestu knattspyrnuþjóðum Evrópu. Vel menntaðir þjálfarar hafa um árabil leiðbeint jafnvel yngstu knattspyrnuiðkendunum. Knattspyrnuhús gerðu íslenskum iðkendum mögulegt að æfa og keppa í íþróttinni allan ársins hring og battavellirnir, sem standa við nær hvern skóla á landinu eru nýttir allt árið. Úr þessu umhverfi spratt unglingalandsliðið sem náði inn í lokakeppni EM 2011. Leikmenn þess eru kjarni landsliðsins sem vann hug og hjörtu heimsins í Frakklandi á dögunum. Fleira gerðist. Ráðinn var einn besti knattspyrnustjóri veraldar til að stýra landsliðinu. Lars Lagerbäck hefur fært liðinu aga og sjálfstraust sem íslensk knattspyrnulið hafa ekki áður búið yfir. Mestu máli skiptir samt að íslenska landsliðið bjó við sama umhverfi og hin liðin á EM. Leikmennirnir spila við sams konar aðstæður og leikmenn Englands, Frakklands og Þýskalands. Undirbúningur liðsins er áþekkur og öll aðstaða á mótstað, hótel, matseld og fleira er sambærileg við það sem bestu liðin njóta. Þess vegna er Ísland komið í fremstu röð í knattspyrnu. Af þessu má draga lærdóm fyrir íslenskt atvinnulíf. Íslensk fyrirtæki þurfa að notast við örmynt og margfaldan fjármagnskostnað á við þau fyrirtæki sem þau keppa við. Erlend fjárfesting er fjarlægur draumur fyrir flestar greinar íslensks atvinnulífs. Einungis örfá fyrirtæki búa við aðstæður sambærilegar þeim sem alþjóðleg samkeppni þeirra býr við. Útgerðin hefur ávallt notið forréttinda hér á landi. Þar fyrir utan eru það helst fyrirtæki, sem voru orðin alþjóðleg fyrir hrun og stóðu af sér hrunið, DeCode, Marel, Össur og CCP. Þau njóta undanþága frá hinum almennu höftum. Íslenskt atvinnulíf, með íslenska krónu, höft og fjármagnsokur, er í svipaðri stöðu og íslenska landsliðið fyrir 40 árum. Ein til tvær stjörnur eru í liðinu en aðrir leikmenn eru lakari og liðið nær ekki árangri. Lífskjör íslensku þjóðarinnar eru lakari en þau þurfa að vera. Við eigum að horfa til uppbyggingar knattspyrnunnar sem fyrirmyndar fyrir atvinnulífið. Við verðum að búa fyrirtækjunum sömu aðstæður og fyrirtæki í öðrum löndum búa við. Áframhaldandi og aukin einangrun er ekki leiðin til bættra lífskjara. Skjóðan Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur sigrað heiminn. Íslensku áhorfendurnir hafa líka verið óborganlegir og til fullkomins sóma. Aldrei fyrr hefur verið farin önnur eins frægðarför utan og för landsliðsins á EM í Frakklandi. Við höfum áður átt frábæra knattspyrnumenn á Íslandi. Albert Guðmundsson, Ásgeir Sigurvinsson, Arnór Guðjohnsen og Eiður Smári Guðjohnsen voru allir í hópi bestu knattspyrnumanna heims þegar þeir voru upp á sitt besta. Samt náði landsliðið okkar ekki sérstökum árangri með þá í broddi fylkingar. Ekki er það tilviljun að Ísland hefur nú skipað sér í flokk með bestu knattspyrnuþjóðum Evrópu. Vel menntaðir þjálfarar hafa um árabil leiðbeint jafnvel yngstu knattspyrnuiðkendunum. Knattspyrnuhús gerðu íslenskum iðkendum mögulegt að æfa og keppa í íþróttinni allan ársins hring og battavellirnir, sem standa við nær hvern skóla á landinu eru nýttir allt árið. Úr þessu umhverfi spratt unglingalandsliðið sem náði inn í lokakeppni EM 2011. Leikmenn þess eru kjarni landsliðsins sem vann hug og hjörtu heimsins í Frakklandi á dögunum. Fleira gerðist. Ráðinn var einn besti knattspyrnustjóri veraldar til að stýra landsliðinu. Lars Lagerbäck hefur fært liðinu aga og sjálfstraust sem íslensk knattspyrnulið hafa ekki áður búið yfir. Mestu máli skiptir samt að íslenska landsliðið bjó við sama umhverfi og hin liðin á EM. Leikmennirnir spila við sams konar aðstæður og leikmenn Englands, Frakklands og Þýskalands. Undirbúningur liðsins er áþekkur og öll aðstaða á mótstað, hótel, matseld og fleira er sambærileg við það sem bestu liðin njóta. Þess vegna er Ísland komið í fremstu röð í knattspyrnu. Af þessu má draga lærdóm fyrir íslenskt atvinnulíf. Íslensk fyrirtæki þurfa að notast við örmynt og margfaldan fjármagnskostnað á við þau fyrirtæki sem þau keppa við. Erlend fjárfesting er fjarlægur draumur fyrir flestar greinar íslensks atvinnulífs. Einungis örfá fyrirtæki búa við aðstæður sambærilegar þeim sem alþjóðleg samkeppni þeirra býr við. Útgerðin hefur ávallt notið forréttinda hér á landi. Þar fyrir utan eru það helst fyrirtæki, sem voru orðin alþjóðleg fyrir hrun og stóðu af sér hrunið, DeCode, Marel, Össur og CCP. Þau njóta undanþága frá hinum almennu höftum. Íslenskt atvinnulíf, með íslenska krónu, höft og fjármagnsokur, er í svipaðri stöðu og íslenska landsliðið fyrir 40 árum. Ein til tvær stjörnur eru í liðinu en aðrir leikmenn eru lakari og liðið nær ekki árangri. Lífskjör íslensku þjóðarinnar eru lakari en þau þurfa að vera. Við eigum að horfa til uppbyggingar knattspyrnunnar sem fyrirmyndar fyrir atvinnulífið. Við verðum að búa fyrirtækjunum sömu aðstæður og fyrirtæki í öðrum löndum búa við. Áframhaldandi og aukin einangrun er ekki leiðin til bættra lífskjara.
Skjóðan Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira