Að líta í eigin barm Helgi Sigurðsson skrifar 6. júlí 2016 07:00 Í nýlegu viðtali hvatti forstjóri Kauphallar þá sem hafa verið dæmdir fyrir refsiverð brot vegna verðbréfaviðskipta að líta í eigin barm í stað þess að kenna öðrum um. Svo sannarlega er aldrei of oft lögð áhersla á að hver og einn eigi fyrst að gera kröfur til sjálfs sín áður en hann fer fram með gagnrýni á hendur öðrum. Þetta á auðvitað jafnt við um forstjóra og starfsmenn Kauphallar eins og aðra.Hlutverk Kauphallar Kauphöll er lögbundinn eftirlitsaðili með kauphallarviðskiptum og innheimtir verulegar fjárhæðir til að sinna eftirlitsskyldu sinni. Kauphöllin hefur jafnframt yfirsýn yfir öll viðskipti og ræður yfir víðtækum tæknibúnaði til að uppfylla skyldur sínar. Kauphöllin setur einnig reglur um hvernig kauphallarviðskipti fari fram og hvaða kröfur eigi að gera til kauphallaraðila. Kauphöllin hefur því mikla möguleika á því að hafa áhrif á hvernig viðskipti eru útfærð. Starfsemi Kauphallarinnar má að nokkru leyti líkja við hlutverk flugumferðarstjóra. Með sama hætti og flugumferðarstjórar fylgjast með flugstjórum og setja þeim viðmið um hvar þeir megi fljúga og hvar ekki, fylgjast starfsmenn Kauphallar með verðbréfamiðlurum í daglegum störfum sínum og setja þeim viðmið um hvað sé heimilt og hvað ekki. Ef þessari samlíkingu er fylgt áfram þá leyfði flugumferðarstjórn (Kauphöllin) flugstjórum að fljúga eftir sömu leiðum allt frá stofnun markaða til haustsins 2008.Markaðsmisnotkunarmál Landsbankans Í svokölluðu markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans voru m.a. verðbréfamiðlarar í eigin viðskiptum bankans sakfelldir. Þeir höfðu gengið inn í framkvæmd sem var óbreytt frá skráningu hlutabréfa bankans á markaði. Hvorki Kauphöllin né aðrir eftirlitsaðilar gerðu athugasemdir við háttsemi þeirra allt frá því að þeir hófu störf hjá bankanum og þar til bankinn féll haustið 2008. Í gögnum málsins og vitnaskýrslum kom fram að starfsmenn Kauphallar hefðu talið aðkomu bankanna mikilvæga forsendu fyrir því að hér gæti yfirleitt þrifist hlutabréfamarkaður. Jafnvel þremur árum eftir að þessum viðskiptum lauk, taldi Kauphöllin í bréfi til Fjármálaeftirlitsins ekki ástæðu til að gera athugasemdir við þátt eigin viðskipta bankans í kaupum. Í bréfinu bendir Kauphöllin réttilega á að hlutabréfaverð íslensku bankanna hafi lækkað umtalsvert umfram verð hlutabréfa í öðrum fjármálafyrirtækjum á ákærutímabilinu og viðskipti þeirra með eigin bréf hafi verið öllum kunn. Í bréfinu er varað við þröngsýni og eftiráspeki og skorti á því að kaupin séu sett í samhengi við ytri aðstæður.Að líta í eigin barm Umbjóðandi minn sem hefur aldrei á ævi sinni gerst brotlegur við lög og reynt að rækja sínar starfsskyldur heiðarlega og eftir bestu samvisku, er ekki að reyna að skorast undan ábyrgð. Hann hefur hins vegar spurt verjanda sinn að því í hverju refsiverð háttsemi hans sé fólgin. Sú spurning er ekki borin fram af neinu yfirlæti, heldur af fyllstu einlægni einstaklings sem er að leggja sig allan fram við að reyna að skilja hvað hann er sakaður um. Þar stangast allt á. Ekkert samræmi er í því hverjir eru ákærðir. Þeir sem gegna sambærilegum störfum og hljóta þyngstu refsingu hjá einu fjármálafyrirtæki eru ekki ákærðir og eru jafnvel lykilvitni ákæruvaldsins hjá öðru fjármálafyrirtæki. Samkvæmt lögum er fjármálafyrirtækjum heimilt að kaupa eigin bréf og lána til kaupanna. Við setningu laganna var frumvarpsdrögum sérstaklega breytt til að tryggja slíka heimild án þess að fjármálafyrirtækin þyrftu að gerast formlegir viðskiptavakar. Slík viðskipti eru stunduð á Evrópska efnahagssvæðinu með það að markmiði að tryggja hnökralausa verðmyndun hlutabréfa á skráðum mörkuðum og sjá til þess að hluthafar geti á hverjum tíma keypt og selt bréf. Í erlendum fræðiritum sem lögð hafa verið til grundvallar í kennslu hér á landi er sérstaklega farið yfir mikilvægi þessa og varað við því að rugla þessu saman við markaðsmisnotkun. Eignarhlutur Landsbankans í eigin bréfum við fall bankans í október 2008 var 2,1% en til samanburðar var eignarhlutur Danske bank á sama tíma 1,6% (lagalega heimildin er 10%). Af hálfu Kauphallar voru þessi kaup talin æskileg og forsenda fyrir vexti og viðgangi hlutabréfamarkaðar. Viðskiptin voru undir eftirliti sérfróðra aðila og þar gegndi Kauphöllin lykilhlutverki. Umbjóðanda mínum finnst sérkennilegt að sérfróður eftirlitsaðili á markaði sem gerði engar athugasemdir við framkvæmd viðskiptanna skuli nú höfða til ábyrgðartilfinningar hans. Gæti verið að þessi sérfróði eftirlitsaðili þyrfti e.t.v. að líta í eigin barm.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Í nýlegu viðtali hvatti forstjóri Kauphallar þá sem hafa verið dæmdir fyrir refsiverð brot vegna verðbréfaviðskipta að líta í eigin barm í stað þess að kenna öðrum um. Svo sannarlega er aldrei of oft lögð áhersla á að hver og einn eigi fyrst að gera kröfur til sjálfs sín áður en hann fer fram með gagnrýni á hendur öðrum. Þetta á auðvitað jafnt við um forstjóra og starfsmenn Kauphallar eins og aðra.Hlutverk Kauphallar Kauphöll er lögbundinn eftirlitsaðili með kauphallarviðskiptum og innheimtir verulegar fjárhæðir til að sinna eftirlitsskyldu sinni. Kauphöllin hefur jafnframt yfirsýn yfir öll viðskipti og ræður yfir víðtækum tæknibúnaði til að uppfylla skyldur sínar. Kauphöllin setur einnig reglur um hvernig kauphallarviðskipti fari fram og hvaða kröfur eigi að gera til kauphallaraðila. Kauphöllin hefur því mikla möguleika á því að hafa áhrif á hvernig viðskipti eru útfærð. Starfsemi Kauphallarinnar má að nokkru leyti líkja við hlutverk flugumferðarstjóra. Með sama hætti og flugumferðarstjórar fylgjast með flugstjórum og setja þeim viðmið um hvar þeir megi fljúga og hvar ekki, fylgjast starfsmenn Kauphallar með verðbréfamiðlurum í daglegum störfum sínum og setja þeim viðmið um hvað sé heimilt og hvað ekki. Ef þessari samlíkingu er fylgt áfram þá leyfði flugumferðarstjórn (Kauphöllin) flugstjórum að fljúga eftir sömu leiðum allt frá stofnun markaða til haustsins 2008.Markaðsmisnotkunarmál Landsbankans Í svokölluðu markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans voru m.a. verðbréfamiðlarar í eigin viðskiptum bankans sakfelldir. Þeir höfðu gengið inn í framkvæmd sem var óbreytt frá skráningu hlutabréfa bankans á markaði. Hvorki Kauphöllin né aðrir eftirlitsaðilar gerðu athugasemdir við háttsemi þeirra allt frá því að þeir hófu störf hjá bankanum og þar til bankinn féll haustið 2008. Í gögnum málsins og vitnaskýrslum kom fram að starfsmenn Kauphallar hefðu talið aðkomu bankanna mikilvæga forsendu fyrir því að hér gæti yfirleitt þrifist hlutabréfamarkaður. Jafnvel þremur árum eftir að þessum viðskiptum lauk, taldi Kauphöllin í bréfi til Fjármálaeftirlitsins ekki ástæðu til að gera athugasemdir við þátt eigin viðskipta bankans í kaupum. Í bréfinu bendir Kauphöllin réttilega á að hlutabréfaverð íslensku bankanna hafi lækkað umtalsvert umfram verð hlutabréfa í öðrum fjármálafyrirtækjum á ákærutímabilinu og viðskipti þeirra með eigin bréf hafi verið öllum kunn. Í bréfinu er varað við þröngsýni og eftiráspeki og skorti á því að kaupin séu sett í samhengi við ytri aðstæður.Að líta í eigin barm Umbjóðandi minn sem hefur aldrei á ævi sinni gerst brotlegur við lög og reynt að rækja sínar starfsskyldur heiðarlega og eftir bestu samvisku, er ekki að reyna að skorast undan ábyrgð. Hann hefur hins vegar spurt verjanda sinn að því í hverju refsiverð háttsemi hans sé fólgin. Sú spurning er ekki borin fram af neinu yfirlæti, heldur af fyllstu einlægni einstaklings sem er að leggja sig allan fram við að reyna að skilja hvað hann er sakaður um. Þar stangast allt á. Ekkert samræmi er í því hverjir eru ákærðir. Þeir sem gegna sambærilegum störfum og hljóta þyngstu refsingu hjá einu fjármálafyrirtæki eru ekki ákærðir og eru jafnvel lykilvitni ákæruvaldsins hjá öðru fjármálafyrirtæki. Samkvæmt lögum er fjármálafyrirtækjum heimilt að kaupa eigin bréf og lána til kaupanna. Við setningu laganna var frumvarpsdrögum sérstaklega breytt til að tryggja slíka heimild án þess að fjármálafyrirtækin þyrftu að gerast formlegir viðskiptavakar. Slík viðskipti eru stunduð á Evrópska efnahagssvæðinu með það að markmiði að tryggja hnökralausa verðmyndun hlutabréfa á skráðum mörkuðum og sjá til þess að hluthafar geti á hverjum tíma keypt og selt bréf. Í erlendum fræðiritum sem lögð hafa verið til grundvallar í kennslu hér á landi er sérstaklega farið yfir mikilvægi þessa og varað við því að rugla þessu saman við markaðsmisnotkun. Eignarhlutur Landsbankans í eigin bréfum við fall bankans í október 2008 var 2,1% en til samanburðar var eignarhlutur Danske bank á sama tíma 1,6% (lagalega heimildin er 10%). Af hálfu Kauphallar voru þessi kaup talin æskileg og forsenda fyrir vexti og viðgangi hlutabréfamarkaðar. Viðskiptin voru undir eftirliti sérfróðra aðila og þar gegndi Kauphöllin lykilhlutverki. Umbjóðanda mínum finnst sérkennilegt að sérfróður eftirlitsaðili á markaði sem gerði engar athugasemdir við framkvæmd viðskiptanna skuli nú höfða til ábyrgðartilfinningar hans. Gæti verið að þessi sérfróði eftirlitsaðili þyrfti e.t.v. að líta í eigin barm.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun