Virðing með varalit Hildur Björnsdóttir skrifar 1. júlí 2016 07:00 Fyrir fáeinum árum sótti ég námskeið til öflunar lögmannsréttinda. Hluti námskeiðsins var leiðsögn í framsögu. Þátttakendum var gert að flytja stutta tölu og sæta gagnrýni fyrir frammistöðuna. Ég gleymi gagnrýninni seint. Hún sneri ekki að framsögu. Hún sneri að einhverju allt öðru. „Ef þú vilt að einhver taki þig alvarlega verður þú að breytast“, sagði leiðbeinandinn. Ég yrði að hætta að daðra við áheyrendur. Ég yrði að klæða mig öðruvísi. Fela hárið. Sleppa varalitnum. Skilaboðin voru skýr. Ef ég vildi öðlast virðingu kollega minna yrði ég að breyta útliti mínu. Ég skyldi verða meira eins og karlmaður. Ég þekki unga konu sem lauk nýverið gráðu í byggingaverkfræði. Á námsárunum sat hún fyrir í kynningarblaði deildarinnar. Hún var þar mynduð við vegamælingar. Konan mætti til myndatökunnar íklædd pels. Það þótti óviðeigandi. Verkfræðingar klæðast auðvitað ekki pels. Hún var umsvifalaust færð í úlpu í yfirstærð. Konur hafa rutt sér til rúms á vinnumarkaði síðustu áratugi. Þær hafa sannað það sem sjálfsagt er – að þær eru engu síðri starfskraftur en karlmenn. Þetta vita flestir. Einhverjir virðast þó enn telja útlit, sem frekar einkennir kvenmenn, draga úr trúverðugleika. Þær einar öðlist virðingu sem líkist hvað mest körlum. Í barnæsku var bleikur í uppáhaldi. Ég klæddist helst eingöngu blúndukjólum. Ég ætlaði að verða forsætisráðherra. Aldrei kom mér til hugar að þetta þrennt ætti ekki samleið. Enda væri það fráleitt. Klæði skilgreina ekki gáfnafar. Útlit skilgreinir ekki hæfileika – og eitt útilokar ekki annað.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Fyrir fáeinum árum sótti ég námskeið til öflunar lögmannsréttinda. Hluti námskeiðsins var leiðsögn í framsögu. Þátttakendum var gert að flytja stutta tölu og sæta gagnrýni fyrir frammistöðuna. Ég gleymi gagnrýninni seint. Hún sneri ekki að framsögu. Hún sneri að einhverju allt öðru. „Ef þú vilt að einhver taki þig alvarlega verður þú að breytast“, sagði leiðbeinandinn. Ég yrði að hætta að daðra við áheyrendur. Ég yrði að klæða mig öðruvísi. Fela hárið. Sleppa varalitnum. Skilaboðin voru skýr. Ef ég vildi öðlast virðingu kollega minna yrði ég að breyta útliti mínu. Ég skyldi verða meira eins og karlmaður. Ég þekki unga konu sem lauk nýverið gráðu í byggingaverkfræði. Á námsárunum sat hún fyrir í kynningarblaði deildarinnar. Hún var þar mynduð við vegamælingar. Konan mætti til myndatökunnar íklædd pels. Það þótti óviðeigandi. Verkfræðingar klæðast auðvitað ekki pels. Hún var umsvifalaust færð í úlpu í yfirstærð. Konur hafa rutt sér til rúms á vinnumarkaði síðustu áratugi. Þær hafa sannað það sem sjálfsagt er – að þær eru engu síðri starfskraftur en karlmenn. Þetta vita flestir. Einhverjir virðast þó enn telja útlit, sem frekar einkennir kvenmenn, draga úr trúverðugleika. Þær einar öðlist virðingu sem líkist hvað mest körlum. Í barnæsku var bleikur í uppáhaldi. Ég klæddist helst eingöngu blúndukjólum. Ég ætlaði að verða forsætisráðherra. Aldrei kom mér til hugar að þetta þrennt ætti ekki samleið. Enda væri það fráleitt. Klæði skilgreina ekki gáfnafar. Útlit skilgreinir ekki hæfileika – og eitt útilokar ekki annað.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun