Hin pólitíska birtingarmynd Ellert B. Schram skrifar 19. júlí 2016 05:00 Um daginn sendi ég stutta grein til birtingar í Fréttablaðinu sem fjallaði um jafnaðarstefnuna og gildi hennar varðandi jafnan hlut og kjör, manna í milli. Minnti á kjör eldri borgara og þá hungurlús, sem þeim er ætluð til framfæris. Svo táknrænt gerðist það að nær samdægurs birtust niðurstöður kjararáðs um launahækkanir háttsettra formanna og forstöðumanna í opinbera kerfinu. Þær nema tugum prósenta (allt upp í nær 50% hækkun) og þar að auki marga mánuði aftur fyrir sig. Flestu af þessu fólki færðar á silfurfati hundruð þúsunda króna og rúmlega það. Fyrstu viðbrögð fjármálaráðherra voru að yppa öxlum og segja að þessi vinnubrögð væru samkvæmt lögum. En nú hefur hann lagt til að fækka þeim sem njóta fyrirgreiðslu kjararáðs (einhvern tíma seinna) sem er sýnd veiði en ekki gefin. Lögin standa. Og launahækkanirnar. En hverjir eru það sem setja lögin, nema Alþingi og stjórnmálaflokkarnir sem þar ráða ríkjum? Hverjir voru það sem höfðu ekki efni á að hækka framfærslu eldri borgara um meir en 9,6%, frá og með síðustu áramótum (ekki aftur fyrir sig) og báru fyrir sig lögin og neysluvísitöluna? Með öðrum orðum er staðan þessi: Háttsettir ríkisforstjórar fá hækkun, (eina og sér) ofan á laun sín, á hverjum mánuði sem nemur nokkurn veginn sömu upphæð og eldra fólk fær frá almannatryggingum (ríkinu), að hámarki 190 þúsund krónur eftir skatt. Er þá ekki minnst á að ellilífeyrisþegar hafa þar að auki enga möguleika á að styrkja stöðu sína gagnvart tryggingakerfinu (og lögunum), því við hverja krónu sem fæst til viðbótar, dregst sama króna frá ellilífeyrinum. Þetta er fátæktargildran. Þetta eru lögin. Í þessum tölum, annars vegar í launum háttsettra embættismanna og hins vegar í tryggingarkerfi eldri borgara, sjáum við birtingarmynd þeirrar misskiptingar, þeirrar mannfyrirlitningar, sem blasir við í þessu „ríka“ samfélagi okkar. Birtingarmynd mismununar á ríkum og fátækum. Kannske er þetta skýrasta skilgreiningin og einkennið á þeim stjórnmálum og pólitískum valdhöfum sem loka augunum fyrir jafnræði og mannúð og hygla þeim efnuðu en hundsa þá fátæku. Þetta er birtingarmyndin, sem við stöndum frammi fyrir í kjörklefanum, í afstöðu okkar til flokka og baráttumála, sem íslensk pólitík snýst um. Ákvörðunin um aum kjör eldri borgara eða brjálaðar kauphækkanir háttsettra forstöðumanna er pólitík dagsins. Viljum við halda áfram að hygla þeim ríku eða auka jafnræði og samkennd með þeim sem bera skarðan hlut frá borði? Hvernig slær hjarta okkar, í hvoru liðinu viljum við vera? Eigum að vera? Væri það ekki skrítin Ella, ef þjóðin yppti öxlum eins og ráðherrann og léti það sig engu varða þegar kjör hinna ríku eru margfölduð á sama tíma og þeir efnaminni lepja dauðann úr skel? Þetta snýst um fyrirgreiðslu annars vegar gagnvart ríka fólkinu og/eða hins vegar um virðingu og samkennd með þeim sem minna mega sín. Þetta snýst um pólitískar áherslur. Þetta snýst um hvað og hvern við kjósum og styðjum, þegar þar að kemur.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. júlí Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Um daginn sendi ég stutta grein til birtingar í Fréttablaðinu sem fjallaði um jafnaðarstefnuna og gildi hennar varðandi jafnan hlut og kjör, manna í milli. Minnti á kjör eldri borgara og þá hungurlús, sem þeim er ætluð til framfæris. Svo táknrænt gerðist það að nær samdægurs birtust niðurstöður kjararáðs um launahækkanir háttsettra formanna og forstöðumanna í opinbera kerfinu. Þær nema tugum prósenta (allt upp í nær 50% hækkun) og þar að auki marga mánuði aftur fyrir sig. Flestu af þessu fólki færðar á silfurfati hundruð þúsunda króna og rúmlega það. Fyrstu viðbrögð fjármálaráðherra voru að yppa öxlum og segja að þessi vinnubrögð væru samkvæmt lögum. En nú hefur hann lagt til að fækka þeim sem njóta fyrirgreiðslu kjararáðs (einhvern tíma seinna) sem er sýnd veiði en ekki gefin. Lögin standa. Og launahækkanirnar. En hverjir eru það sem setja lögin, nema Alþingi og stjórnmálaflokkarnir sem þar ráða ríkjum? Hverjir voru það sem höfðu ekki efni á að hækka framfærslu eldri borgara um meir en 9,6%, frá og með síðustu áramótum (ekki aftur fyrir sig) og báru fyrir sig lögin og neysluvísitöluna? Með öðrum orðum er staðan þessi: Háttsettir ríkisforstjórar fá hækkun, (eina og sér) ofan á laun sín, á hverjum mánuði sem nemur nokkurn veginn sömu upphæð og eldra fólk fær frá almannatryggingum (ríkinu), að hámarki 190 þúsund krónur eftir skatt. Er þá ekki minnst á að ellilífeyrisþegar hafa þar að auki enga möguleika á að styrkja stöðu sína gagnvart tryggingakerfinu (og lögunum), því við hverja krónu sem fæst til viðbótar, dregst sama króna frá ellilífeyrinum. Þetta er fátæktargildran. Þetta eru lögin. Í þessum tölum, annars vegar í launum háttsettra embættismanna og hins vegar í tryggingarkerfi eldri borgara, sjáum við birtingarmynd þeirrar misskiptingar, þeirrar mannfyrirlitningar, sem blasir við í þessu „ríka“ samfélagi okkar. Birtingarmynd mismununar á ríkum og fátækum. Kannske er þetta skýrasta skilgreiningin og einkennið á þeim stjórnmálum og pólitískum valdhöfum sem loka augunum fyrir jafnræði og mannúð og hygla þeim efnuðu en hundsa þá fátæku. Þetta er birtingarmyndin, sem við stöndum frammi fyrir í kjörklefanum, í afstöðu okkar til flokka og baráttumála, sem íslensk pólitík snýst um. Ákvörðunin um aum kjör eldri borgara eða brjálaðar kauphækkanir háttsettra forstöðumanna er pólitík dagsins. Viljum við halda áfram að hygla þeim ríku eða auka jafnræði og samkennd með þeim sem bera skarðan hlut frá borði? Hvernig slær hjarta okkar, í hvoru liðinu viljum við vera? Eigum að vera? Væri það ekki skrítin Ella, ef þjóðin yppti öxlum eins og ráðherrann og léti það sig engu varða þegar kjör hinna ríku eru margfölduð á sama tíma og þeir efnaminni lepja dauðann úr skel? Þetta snýst um fyrirgreiðslu annars vegar gagnvart ríka fólkinu og/eða hins vegar um virðingu og samkennd með þeim sem minna mega sín. Þetta snýst um pólitískar áherslur. Þetta snýst um hvað og hvern við kjósum og styðjum, þegar þar að kemur.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. júlí
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar