Eins og kom fram í gær vann U20 ára landslið karla í körfubolta frækinn sigur á stórliði Rússlands á Evrópumótinu í Grikklandi, 71-65. Íslensku strákarnir voru 25-9 undir eftir fyrsta leikhluta en sneru svo taflinu sér í hag.
Tveir leikmenn báru af í íslenska liðinu en það voru Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson og norðanmaðurinn hávaxni Tryggvi Snær Hlinason sem spilar með Þór á Akureyri.
Jón Axel skoraði 32 stig, tók ellefu fráköst og stal fimm boltum en aldrei áður hefur nokkur drengur skorað jafnmikið í einum leik í lokakeppni EM U20 ára.
Hinn 216 cm hái Tryggvi Snær, sem körfuboltamenn geta ekki beðið eftir að sjá í Dominos-deildinni í fyrsta sinn í vetur, tók þrettán sóknarfráköst en það er einnig met á mótinu, að því fram kemur á heimasíðu FIBA.
Tryggvi Snær skoraði ellefu stig og tók í heildina 19 fráköst í þessum frábæra sigri, en strákarnir mæta Eistlandi í þriðja leik liðsins klukkan 15.45 að íslenskum tíma í dag.
Jón Axel spilaði með Grindavík í Dominos-deildinni í vetur en samdi undir lok tímabilsins við Davidson-háskólann í Bandaríkjunum þar sem hann spilar næstu árin. Davidson er þekktastur fyrir að hafa alið af sér næst besta leikmann NBA-deildarinnar þessa dagana, Stephen Curry.
Jón Axel og Tryggvi Snær settu met með frammistöðunni gegn Rússlandi
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið




Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool
Enski boltinn


Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað
Íslenski boltinn

Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið
Íslenski boltinn


„Stöð 2 Sport er enski boltinn“
Enski boltinn

Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna
Íslenski boltinn