Ísbjörn á land á Skaga: "Við trúðum þessu ekki“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 17. júlí 2016 09:46 Það var merkileg upplifun fyrir börnin á bænum að fá að vaka lengur vegna þess að hvítabjörn kom á land við heimili þeirra. Myndin til hægri er úr safni. Vísir/Karitas „Við vorum mikið að pæla í þessu, því okkur fannst hún haga sér eitthvað undarlega,“ segir Karitas Guðrúnardóttir, íbúi á Hvalnesi á Skaga, en hún var í reiðtúr ásamt eiginmanni sínum þegar þau greindu eitthvað hvítt í fjarska sem þau héldu í fyrstu að væri kind. „En svo stóð hann upp á afturlappirnar, rétti alveg úr sér,“ útskýrir Karitas en þá rann upp fyrir þeim hjónum að þarna var ekki um kind að ræða heldur stærðarinnar ísbjörn. Mbl.is greindi fyrst frá málinu í nótt.Hér að neðan má sjá hvert bjarndýrið var flutt í nótt en bærinn Hvalnes stendur austar og norðar á þessum sama skaga.Karitas býr á bænum Hvalnesi á Skaga ásamt eiginmanni sínum Agli Þóri Bjarnasyni. Þeim brá við þessa sjón eins og gefur að skilja en þau urðu vör við ísbjörninn um klukkan ellefu í gærkvöldi. Bjarndýrið var svo fellt í nótt. „Þá tókum við stökkið heim því að börnin voru að leik þarna við bæinn,“ segir Karitas. „Við vorum náttúrulega bara í sjokki. Við trúðum þessu ekki fyrr en við vorum komin með kíki og fengum alveg staðfest með eigin augum að þetta væri björn.“ Enginn hafís við landið nú Karitas rifjar upp að fyrir nokkrum árum hafi komið björn komið á land við Hraun sem er í um fjörutíu kílómetra fjarlægð frá Hvalnesi.Hér má sjá skyttuna við bjarndýrið eftir að það var fellt.Vísir/Karitas„Þannig að þetta hefur gerst. En þetta er skrýtið því að það er náttúrulega enginn hafís núna, um hásumar,“ segir Karitas. Hún telur að mögulega hafi bjarndýrið synt sjálft að landi og látið sig reka um stund. Bjarndýrið var birna sem var frekar vel á sig komin að sögn Karitas. Þau hjónin bregðast hratt og örugglega við, byrja á því að smala krökkunum sínum inn í hús og ná í heimalingana á bænum. Svo er hringt í Jón Sigurjónsson á bænum Garði í Hegranesi en hann er góðvinur þeirra hjóna og góð skytta. „Svo hringjum við í lögregluna og hún lætur fólk á nærliggjandi bæjum vita. Svo bara koma þeir og allir eru í viðbragðsstöðu.“ Hún segir þó að birnan hafi virst róleg og á meðan hafi hópurinn verið rólegur. Jón skaut birnuna svo og tókst að gera það með þeim hætti að lítið blæddi á feldinn. Birnan var svo sótt og sett í frysti á Skagaströnd. Svo mun Náttúrufræðistofnun taka við henni og skoða hana. Ekki er ljóst á hvaða aldri dýrið var en Náttúrufræðistofnun mun aldursgreina það og þess háttar. Karitas segir þó að menn í nótt hafi talið hana vera vel fullorðna, hún var með brotna vígtönn sem er talið gefa til kynna að hún hafi séð tímana tvenna. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
„Við vorum mikið að pæla í þessu, því okkur fannst hún haga sér eitthvað undarlega,“ segir Karitas Guðrúnardóttir, íbúi á Hvalnesi á Skaga, en hún var í reiðtúr ásamt eiginmanni sínum þegar þau greindu eitthvað hvítt í fjarska sem þau héldu í fyrstu að væri kind. „En svo stóð hann upp á afturlappirnar, rétti alveg úr sér,“ útskýrir Karitas en þá rann upp fyrir þeim hjónum að þarna var ekki um kind að ræða heldur stærðarinnar ísbjörn. Mbl.is greindi fyrst frá málinu í nótt.Hér að neðan má sjá hvert bjarndýrið var flutt í nótt en bærinn Hvalnes stendur austar og norðar á þessum sama skaga.Karitas býr á bænum Hvalnesi á Skaga ásamt eiginmanni sínum Agli Þóri Bjarnasyni. Þeim brá við þessa sjón eins og gefur að skilja en þau urðu vör við ísbjörninn um klukkan ellefu í gærkvöldi. Bjarndýrið var svo fellt í nótt. „Þá tókum við stökkið heim því að börnin voru að leik þarna við bæinn,“ segir Karitas. „Við vorum náttúrulega bara í sjokki. Við trúðum þessu ekki fyrr en við vorum komin með kíki og fengum alveg staðfest með eigin augum að þetta væri björn.“ Enginn hafís við landið nú Karitas rifjar upp að fyrir nokkrum árum hafi komið björn komið á land við Hraun sem er í um fjörutíu kílómetra fjarlægð frá Hvalnesi.Hér má sjá skyttuna við bjarndýrið eftir að það var fellt.Vísir/Karitas„Þannig að þetta hefur gerst. En þetta er skrýtið því að það er náttúrulega enginn hafís núna, um hásumar,“ segir Karitas. Hún telur að mögulega hafi bjarndýrið synt sjálft að landi og látið sig reka um stund. Bjarndýrið var birna sem var frekar vel á sig komin að sögn Karitas. Þau hjónin bregðast hratt og örugglega við, byrja á því að smala krökkunum sínum inn í hús og ná í heimalingana á bænum. Svo er hringt í Jón Sigurjónsson á bænum Garði í Hegranesi en hann er góðvinur þeirra hjóna og góð skytta. „Svo hringjum við í lögregluna og hún lætur fólk á nærliggjandi bæjum vita. Svo bara koma þeir og allir eru í viðbragðsstöðu.“ Hún segir þó að birnan hafi virst róleg og á meðan hafi hópurinn verið rólegur. Jón skaut birnuna svo og tókst að gera það með þeim hætti að lítið blæddi á feldinn. Birnan var svo sótt og sett í frysti á Skagaströnd. Svo mun Náttúrufræðistofnun taka við henni og skoða hana. Ekki er ljóst á hvaða aldri dýrið var en Náttúrufræðistofnun mun aldursgreina það og þess háttar. Karitas segir þó að menn í nótt hafi talið hana vera vel fullorðna, hún var með brotna vígtönn sem er talið gefa til kynna að hún hafi séð tímana tvenna.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira