Andersen ekkert fúll út í Óskar: Mig langaði samt rosalega að taka vítið Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. júlí 2016 22:06 Morten Beck Andersen, framherji KR, kom inn á í seinni hálfleik í leiknum gegn Grasshopper í Evrópudeildinni í kvöld og spilaði hreint stórkostlega. Leikurinn endaði með 3-3 jafntefli en allt um gang mála má lesa hér. Daninn skoraði eftir 16 sekúndur í seinni hálfleik og aftur fjórum mínútum síðar og jafnaði metin í 2-2. Andersen hefur ekki enn skorað í deild né bikar, en hvað gerðist í kvöld? „Það gerðist ekki neitt. Ég bara skoraði. Ég hef vissulega ekki náð að skora mikið hingað til þannig þetta var virkilega gaman,“ sagði skælbrosandi Morten Beck Andersen í viðtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. Honum var greinilega létt. Fyrir utan að skora spilaði Daninn mjög vel. Hann var virkilega sterkur á boltanum og lífgaði svakalega upp á sóknarleik KR. Hann steig vart feilspor. „Það voru ekki bara mörkin í kvöld. Mér fannst ég vera að spila mjög vel. Það var samt gott að skora því þau hafa ekki verið að detta. Mér leið alveg rosalega vel inn á vellinum,“ sagði Andersen, en er þetta sá leikmaður sem KR og stuðningsmenn liðsins eiga að vera að sjá? „Já, klárlega. Ég sýndi alveg hvað í mér býr í kvöld og ég hef svo sem gert það áður en eins og ég segi hef ég bara ekkert verið að skora. Nú held ég bara vonandi áfram að setja mörk til að getað hjálpað KR-liðinu.“ Andersen hefði getað skorað þrennu í leiknum í kvöld en hann hljóp að boltanum tilbúinn að taka vítaspyrnuna þegar nafni hans Morten Beck féll í teignum. Óskar Örn Hauksson, vítaskytta KR, tók það ekki í mál og skoraði sjálfur af punktinum. „Það er allt í góðu á milli okkar. Ég var bara að láta hann vita að ég var tilbúinn að taka spyrnuna ef hann væri ekki klár. En ef það er einhver sem ég treysti fyrir því að taka víti þá er það Óskar,“ sagði Andersen. Aðspurður á léttu nótunum hvort hann hefði inn í sér verið að vona að Óskar myndi klikka á vítinu fyrst hann leyfði honum ekki að taka spyrnuna hló Andersen upphátt. „Nei, alls ekki. Þessi var góður!“ sagði Morten Beck Andersen. Öll mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan. Evrópudeild UEFA Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Grasshopper 3-3 | Evrópu-Andersen kom KR í gang KR á tvo erfiða leiki fyrir höndum í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. 14. júlí 2016 21:45 Einn af strákunum okkar á KR-velli: Gaman að spila fyrsta leikinn fyrir framan vini og fjölskyldu Landsliðsmaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson gæti spilað fyrsta keppnisleikinn sinn með svissneska liðinu Grasshopper í kvöld og það á KR-vellinum. 14. júlí 2016 09:15 Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Fleiri fréttir „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið og viðtöl: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Ég er 100% pirraður“ „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Sjá meira
Morten Beck Andersen, framherji KR, kom inn á í seinni hálfleik í leiknum gegn Grasshopper í Evrópudeildinni í kvöld og spilaði hreint stórkostlega. Leikurinn endaði með 3-3 jafntefli en allt um gang mála má lesa hér. Daninn skoraði eftir 16 sekúndur í seinni hálfleik og aftur fjórum mínútum síðar og jafnaði metin í 2-2. Andersen hefur ekki enn skorað í deild né bikar, en hvað gerðist í kvöld? „Það gerðist ekki neitt. Ég bara skoraði. Ég hef vissulega ekki náð að skora mikið hingað til þannig þetta var virkilega gaman,“ sagði skælbrosandi Morten Beck Andersen í viðtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. Honum var greinilega létt. Fyrir utan að skora spilaði Daninn mjög vel. Hann var virkilega sterkur á boltanum og lífgaði svakalega upp á sóknarleik KR. Hann steig vart feilspor. „Það voru ekki bara mörkin í kvöld. Mér fannst ég vera að spila mjög vel. Það var samt gott að skora því þau hafa ekki verið að detta. Mér leið alveg rosalega vel inn á vellinum,“ sagði Andersen, en er þetta sá leikmaður sem KR og stuðningsmenn liðsins eiga að vera að sjá? „Já, klárlega. Ég sýndi alveg hvað í mér býr í kvöld og ég hef svo sem gert það áður en eins og ég segi hef ég bara ekkert verið að skora. Nú held ég bara vonandi áfram að setja mörk til að getað hjálpað KR-liðinu.“ Andersen hefði getað skorað þrennu í leiknum í kvöld en hann hljóp að boltanum tilbúinn að taka vítaspyrnuna þegar nafni hans Morten Beck féll í teignum. Óskar Örn Hauksson, vítaskytta KR, tók það ekki í mál og skoraði sjálfur af punktinum. „Það er allt í góðu á milli okkar. Ég var bara að láta hann vita að ég var tilbúinn að taka spyrnuna ef hann væri ekki klár. En ef það er einhver sem ég treysti fyrir því að taka víti þá er það Óskar,“ sagði Andersen. Aðspurður á léttu nótunum hvort hann hefði inn í sér verið að vona að Óskar myndi klikka á vítinu fyrst hann leyfði honum ekki að taka spyrnuna hló Andersen upphátt. „Nei, alls ekki. Þessi var góður!“ sagði Morten Beck Andersen. Öll mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.
Evrópudeild UEFA Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Grasshopper 3-3 | Evrópu-Andersen kom KR í gang KR á tvo erfiða leiki fyrir höndum í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. 14. júlí 2016 21:45 Einn af strákunum okkar á KR-velli: Gaman að spila fyrsta leikinn fyrir framan vini og fjölskyldu Landsliðsmaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson gæti spilað fyrsta keppnisleikinn sinn með svissneska liðinu Grasshopper í kvöld og það á KR-vellinum. 14. júlí 2016 09:15 Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Fleiri fréttir „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið og viðtöl: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Ég er 100% pirraður“ „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Grasshopper 3-3 | Evrópu-Andersen kom KR í gang KR á tvo erfiða leiki fyrir höndum í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. 14. júlí 2016 21:45
Einn af strákunum okkar á KR-velli: Gaman að spila fyrsta leikinn fyrir framan vini og fjölskyldu Landsliðsmaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson gæti spilað fyrsta keppnisleikinn sinn með svissneska liðinu Grasshopper í kvöld og það á KR-vellinum. 14. júlí 2016 09:15
Uppgjörið og viðtöl: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram