Fótbolti

Sunn­eva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Komnar upp um deild.
Komnar upp um deild. FCK

FC Kaupmannahöfn hefur tryggt sér sæti í næstefstu deild danska kvenna fótboltans á næsta ári. Það gerði liðið með 3-2 sigri á AaB. Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir byrjaði leikinn fyrir FCK.

Kvennalið FC Kaupmannahafnar var sett á laggirnar fyrir núverandi tímabil og hóf leik í C-deildinni. Nú er ljóst að liðið mun spila í B-deildinni á næstu leiktíð. Liðið fór vel af stað og setti áhorfendamet strax í fyrsta leik.

Stefnt er á að bæta það met 8. júní næstkomandi þegar liðið spilar í Parken, þjóðarleikvangi Danmerkur og heimavelli karlaliðs FC Kaupmannahafnar. Mótherjinn þann daginn verður Næstved og frítt verður á völlinn.

Hvað leik dagsins varðar þá komust gestirnir frá Álaborg yfir snemma leiks. Heimakonur í FCK svöruðu með þremur mörkum áður en gestirnir minnkuðu muninn í 3-2. Reyndust það lokatölur. 

FCK á sem enn þrjá deildarleiki eftir en hefur þegar tryggt sér sæti í næstefstu deild á næstu leiktíð. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×