„Óhreinn“ keppninautur Hrafnhildar má keppa á ÓL í Ríó Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2016 17:00 Alþjóðasundsambandið hefur fengið á sig talsverða gagnrýni í kjölfarið að forráðamenn sambandsins ákváðu að gefa Rússanum Juliu Efimovu grænt ljós á að keppa á Ólympíuleikunum í Ríó. Julia Efimova vann brons í 200 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í London 2012 og má nú keppa þrátt fyrir að hafa fallið á lyfjaprófi á þessu ári. Efimova fékk á sínum tíma sextán mánaða bann (frá 2013 til 2015) fyrir að nota ólöglega stera og missti þá meðal annars Evrópumeistaratitilinn sinn frá 2013. Julia Efimova var ein af þeim sem hafði notað meldóníum sem er sama lyf og rússneska tenniskonan Maria Sharapova notaði en hún féll á lyfjaprófi sem var tekið á opna ástralska tennismótinu í ársbyrjun. Sharapova var dæmd í tveggja ára keppnisbann. Meldóníum mældist í lyfjaprófi sem Efimova fór í febrúar og Alþjóðasundsambandið setti hana í framhaldinu í tímabundið bann. Nú hefur Alþjóðasundsambandið hinsvegar ákveðið að hætta við að kæra Juliu Efimovu fyrir að nota meldóníum. Það er enginn að neita því að hún hafi mælst með lyfið í blóðinu ekki einu sinni hún sjálf. Lögmaður Juliu Efimovu sagði í viðtali við rússnesku fréttastofuna TASS að skjólstæðingur sinn væri laus við kæruna og jafnframt úr banninu og að Efimova hafi einnig sloppið við refsingu. Sjá umfjöllun um málið hér. Julia Efimova verður því væntanlega í baráttunni við íslensku sundkonuna Hrafnhildi Lúthersdóttur um sæti í úrslitum í 200 metra bringusundi í Ríó. Hin Litháenska Ruta Meilutyte, sem keppir í bringusundi og vann gull í 100 metrunum á ÓL í London, tjáði sig um málið á Twitter og þar leyfði hún kaldhæðninni að njóta sín eins og sjá má hér fyrir neðan.Congratulations @fina1908 you've just lost the faith of thousands of swimmers and supporters — Ruta Meilutyte (@MeilutyteRuta) July 13, 2016 Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Bein útsending: Kristinn Gunnar sigurvegari! Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Fleiri fréttir Dagskráin: Úrslitaleikur um sæti í Bónus deild karla Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjá meira
Alþjóðasundsambandið hefur fengið á sig talsverða gagnrýni í kjölfarið að forráðamenn sambandsins ákváðu að gefa Rússanum Juliu Efimovu grænt ljós á að keppa á Ólympíuleikunum í Ríó. Julia Efimova vann brons í 200 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í London 2012 og má nú keppa þrátt fyrir að hafa fallið á lyfjaprófi á þessu ári. Efimova fékk á sínum tíma sextán mánaða bann (frá 2013 til 2015) fyrir að nota ólöglega stera og missti þá meðal annars Evrópumeistaratitilinn sinn frá 2013. Julia Efimova var ein af þeim sem hafði notað meldóníum sem er sama lyf og rússneska tenniskonan Maria Sharapova notaði en hún féll á lyfjaprófi sem var tekið á opna ástralska tennismótinu í ársbyrjun. Sharapova var dæmd í tveggja ára keppnisbann. Meldóníum mældist í lyfjaprófi sem Efimova fór í febrúar og Alþjóðasundsambandið setti hana í framhaldinu í tímabundið bann. Nú hefur Alþjóðasundsambandið hinsvegar ákveðið að hætta við að kæra Juliu Efimovu fyrir að nota meldóníum. Það er enginn að neita því að hún hafi mælst með lyfið í blóðinu ekki einu sinni hún sjálf. Lögmaður Juliu Efimovu sagði í viðtali við rússnesku fréttastofuna TASS að skjólstæðingur sinn væri laus við kæruna og jafnframt úr banninu og að Efimova hafi einnig sloppið við refsingu. Sjá umfjöllun um málið hér. Julia Efimova verður því væntanlega í baráttunni við íslensku sundkonuna Hrafnhildi Lúthersdóttur um sæti í úrslitum í 200 metra bringusundi í Ríó. Hin Litháenska Ruta Meilutyte, sem keppir í bringusundi og vann gull í 100 metrunum á ÓL í London, tjáði sig um málið á Twitter og þar leyfði hún kaldhæðninni að njóta sín eins og sjá má hér fyrir neðan.Congratulations @fina1908 you've just lost the faith of thousands of swimmers and supporters — Ruta Meilutyte (@MeilutyteRuta) July 13, 2016
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Bein útsending: Kristinn Gunnar sigurvegari! Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Fleiri fréttir Dagskráin: Úrslitaleikur um sæti í Bónus deild karla Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti