„Óhreinn“ keppninautur Hrafnhildar má keppa á ÓL í Ríó Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2016 17:00 Alþjóðasundsambandið hefur fengið á sig talsverða gagnrýni í kjölfarið að forráðamenn sambandsins ákváðu að gefa Rússanum Juliu Efimovu grænt ljós á að keppa á Ólympíuleikunum í Ríó. Julia Efimova vann brons í 200 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í London 2012 og má nú keppa þrátt fyrir að hafa fallið á lyfjaprófi á þessu ári. Efimova fékk á sínum tíma sextán mánaða bann (frá 2013 til 2015) fyrir að nota ólöglega stera og missti þá meðal annars Evrópumeistaratitilinn sinn frá 2013. Julia Efimova var ein af þeim sem hafði notað meldóníum sem er sama lyf og rússneska tenniskonan Maria Sharapova notaði en hún féll á lyfjaprófi sem var tekið á opna ástralska tennismótinu í ársbyrjun. Sharapova var dæmd í tveggja ára keppnisbann. Meldóníum mældist í lyfjaprófi sem Efimova fór í febrúar og Alþjóðasundsambandið setti hana í framhaldinu í tímabundið bann. Nú hefur Alþjóðasundsambandið hinsvegar ákveðið að hætta við að kæra Juliu Efimovu fyrir að nota meldóníum. Það er enginn að neita því að hún hafi mælst með lyfið í blóðinu ekki einu sinni hún sjálf. Lögmaður Juliu Efimovu sagði í viðtali við rússnesku fréttastofuna TASS að skjólstæðingur sinn væri laus við kæruna og jafnframt úr banninu og að Efimova hafi einnig sloppið við refsingu. Sjá umfjöllun um málið hér. Julia Efimova verður því væntanlega í baráttunni við íslensku sundkonuna Hrafnhildi Lúthersdóttur um sæti í úrslitum í 200 metra bringusundi í Ríó. Hin Litháenska Ruta Meilutyte, sem keppir í bringusundi og vann gull í 100 metrunum á ÓL í London, tjáði sig um málið á Twitter og þar leyfði hún kaldhæðninni að njóta sín eins og sjá má hér fyrir neðan.Congratulations @fina1908 you've just lost the faith of thousands of swimmers and supporters — Ruta Meilutyte (@MeilutyteRuta) July 13, 2016 Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Sjá meira
Alþjóðasundsambandið hefur fengið á sig talsverða gagnrýni í kjölfarið að forráðamenn sambandsins ákváðu að gefa Rússanum Juliu Efimovu grænt ljós á að keppa á Ólympíuleikunum í Ríó. Julia Efimova vann brons í 200 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í London 2012 og má nú keppa þrátt fyrir að hafa fallið á lyfjaprófi á þessu ári. Efimova fékk á sínum tíma sextán mánaða bann (frá 2013 til 2015) fyrir að nota ólöglega stera og missti þá meðal annars Evrópumeistaratitilinn sinn frá 2013. Julia Efimova var ein af þeim sem hafði notað meldóníum sem er sama lyf og rússneska tenniskonan Maria Sharapova notaði en hún féll á lyfjaprófi sem var tekið á opna ástralska tennismótinu í ársbyrjun. Sharapova var dæmd í tveggja ára keppnisbann. Meldóníum mældist í lyfjaprófi sem Efimova fór í febrúar og Alþjóðasundsambandið setti hana í framhaldinu í tímabundið bann. Nú hefur Alþjóðasundsambandið hinsvegar ákveðið að hætta við að kæra Juliu Efimovu fyrir að nota meldóníum. Það er enginn að neita því að hún hafi mælst með lyfið í blóðinu ekki einu sinni hún sjálf. Lögmaður Juliu Efimovu sagði í viðtali við rússnesku fréttastofuna TASS að skjólstæðingur sinn væri laus við kæruna og jafnframt úr banninu og að Efimova hafi einnig sloppið við refsingu. Sjá umfjöllun um málið hér. Julia Efimova verður því væntanlega í baráttunni við íslensku sundkonuna Hrafnhildi Lúthersdóttur um sæti í úrslitum í 200 metra bringusundi í Ríó. Hin Litháenska Ruta Meilutyte, sem keppir í bringusundi og vann gull í 100 metrunum á ÓL í London, tjáði sig um málið á Twitter og þar leyfði hún kaldhæðninni að njóta sín eins og sjá má hér fyrir neðan.Congratulations @fina1908 you've just lost the faith of thousands of swimmers and supporters — Ruta Meilutyte (@MeilutyteRuta) July 13, 2016
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Sjá meira