Varaforseti Barcelona: Eiður Smári er íslenska goðið hjá Barca Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. júlí 2016 13:45 Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi, var fenginn til að þjálfa í fótboltaskóla Barcelona á Íslandi sem lýkur í dag en hann fór fram á Valsvellinum í samstarfi við Knattspyrnuakademíu Íslands. Eiður Smári er eini Íslendingurinn sem hefur spilað með Katalóníurisanum en hann var á mála hjá Börsungum frá 2006-2009 og spilaði 112 leiki.Sjá einnig:Eiður Smári verður ekki aðstoðarþjálfari Heimis hjá landsliðinu „Við höfum lengi verið í sambandi við Eið Smára því hann er íslenska goðið hjá Barca. Það var ekki flókin ákvörðun fyrir okkur að vera í sambandi við hann þegar kom að þessum fótboltaskóna. Við vorum virkilega spenntir fyrir því að fá hann til að þjálfa í skólanum,“ sagði Carles Vilarrubí, varaforseti Barcelona, í viðtali við Vísi í Valsheimilinu í morgun.Fór eftir gildum félagsins Vilarrubí rölti um Valshöllina fyrir viðtalið í fylgd Guðna Bergssonar og Arnórs Guðjohnsen, föður Eiðs Smára. Spánverjinn sagði alla sem tengjast Barcelona bera Eiði Smára söguna vel. „Það er litið á hann sem mjög kappsfullan og metnaðarfullan leikmann. Hann var topp atvinnumaður sem var fljótur að meðtaka okkar gildi og gaf allt sitt fyrir félagið,“ sagði Vilarrubí.Sjá einnig:Eiður Smári vill sjá meira af Barcelona á Íslandi „Ef þú minnist á Eið Guðjohnsen við einhvern í Barcelona hefur fólk bara góða hluti að segja. Hann spilaði vel og var algjörlega til fyrirmyndar utan vallar og það kann fólk að meta.“ „Hann er auðvitað bara einn af fjölmörgum frábærum fótboltamönnum sem hafa spilað fyrir Barcelona en Eiður lifir í minningunni hjá Barcelona sem metnaðarfullur leikmaður sem spilaði og fór eftir gildum félagsins,“ sagði Carles Vilarrubí. Ítarlegt viðtal við varaforsetann verður í Fréttablaðinu á morgun. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Eiður Smári vill sjá meira af Barcelona á Íslandi Eiður Smári Guðjohnsen átti sinn þátt í því að sannfæra Barcelona að koma með fótboltaskólann félagsins til Íslands og hann var einnig til í að hjálpa til þegar FCBEscola fór fram síðustu daga. 13. júlí 2016 09:30 Solskjær búinn að næla í annan íslenskan framherja Björn Bergmann Sigurðarson hefur gert samning við norska úrvalsdeildarliðið Molde og mun spila með liðinu út tímabili. Þetta er staðfest á heimasíðu félagsins. 12. júlí 2016 09:44 Eiður Smári þjálfar efnilegar stelpur í fótboltaskóla Barcelona Tæplega 300 stúlkur taka þátt í þessu nýja verkefni sem fram fer á Valsvellinum. 12. júlí 2016 16:00 Eiður Smári verður ekki aðstoðarþjálfari Heimis hjá landsliðinu Eiður Smári Guðjohnsen var gestur "Í bítinu" á Bylgjunni í morgun og þar kom fram að hann sækist ekki eftir því að verða aðstoðarþjálfari Heimis Hallgrímssonar í íslenska landsliðinu. 13. júlí 2016 12:00 Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi, var fenginn til að þjálfa í fótboltaskóla Barcelona á Íslandi sem lýkur í dag en hann fór fram á Valsvellinum í samstarfi við Knattspyrnuakademíu Íslands. Eiður Smári er eini Íslendingurinn sem hefur spilað með Katalóníurisanum en hann var á mála hjá Börsungum frá 2006-2009 og spilaði 112 leiki.Sjá einnig:Eiður Smári verður ekki aðstoðarþjálfari Heimis hjá landsliðinu „Við höfum lengi verið í sambandi við Eið Smára því hann er íslenska goðið hjá Barca. Það var ekki flókin ákvörðun fyrir okkur að vera í sambandi við hann þegar kom að þessum fótboltaskóna. Við vorum virkilega spenntir fyrir því að fá hann til að þjálfa í skólanum,“ sagði Carles Vilarrubí, varaforseti Barcelona, í viðtali við Vísi í Valsheimilinu í morgun.Fór eftir gildum félagsins Vilarrubí rölti um Valshöllina fyrir viðtalið í fylgd Guðna Bergssonar og Arnórs Guðjohnsen, föður Eiðs Smára. Spánverjinn sagði alla sem tengjast Barcelona bera Eiði Smára söguna vel. „Það er litið á hann sem mjög kappsfullan og metnaðarfullan leikmann. Hann var topp atvinnumaður sem var fljótur að meðtaka okkar gildi og gaf allt sitt fyrir félagið,“ sagði Vilarrubí.Sjá einnig:Eiður Smári vill sjá meira af Barcelona á Íslandi „Ef þú minnist á Eið Guðjohnsen við einhvern í Barcelona hefur fólk bara góða hluti að segja. Hann spilaði vel og var algjörlega til fyrirmyndar utan vallar og það kann fólk að meta.“ „Hann er auðvitað bara einn af fjölmörgum frábærum fótboltamönnum sem hafa spilað fyrir Barcelona en Eiður lifir í minningunni hjá Barcelona sem metnaðarfullur leikmaður sem spilaði og fór eftir gildum félagsins,“ sagði Carles Vilarrubí. Ítarlegt viðtal við varaforsetann verður í Fréttablaðinu á morgun.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Eiður Smári vill sjá meira af Barcelona á Íslandi Eiður Smári Guðjohnsen átti sinn þátt í því að sannfæra Barcelona að koma með fótboltaskólann félagsins til Íslands og hann var einnig til í að hjálpa til þegar FCBEscola fór fram síðustu daga. 13. júlí 2016 09:30 Solskjær búinn að næla í annan íslenskan framherja Björn Bergmann Sigurðarson hefur gert samning við norska úrvalsdeildarliðið Molde og mun spila með liðinu út tímabili. Þetta er staðfest á heimasíðu félagsins. 12. júlí 2016 09:44 Eiður Smári þjálfar efnilegar stelpur í fótboltaskóla Barcelona Tæplega 300 stúlkur taka þátt í þessu nýja verkefni sem fram fer á Valsvellinum. 12. júlí 2016 16:00 Eiður Smári verður ekki aðstoðarþjálfari Heimis hjá landsliðinu Eiður Smári Guðjohnsen var gestur "Í bítinu" á Bylgjunni í morgun og þar kom fram að hann sækist ekki eftir því að verða aðstoðarþjálfari Heimis Hallgrímssonar í íslenska landsliðinu. 13. júlí 2016 12:00 Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira
Eiður Smári vill sjá meira af Barcelona á Íslandi Eiður Smári Guðjohnsen átti sinn þátt í því að sannfæra Barcelona að koma með fótboltaskólann félagsins til Íslands og hann var einnig til í að hjálpa til þegar FCBEscola fór fram síðustu daga. 13. júlí 2016 09:30
Solskjær búinn að næla í annan íslenskan framherja Björn Bergmann Sigurðarson hefur gert samning við norska úrvalsdeildarliðið Molde og mun spila með liðinu út tímabili. Þetta er staðfest á heimasíðu félagsins. 12. júlí 2016 09:44
Eiður Smári þjálfar efnilegar stelpur í fótboltaskóla Barcelona Tæplega 300 stúlkur taka þátt í þessu nýja verkefni sem fram fer á Valsvellinum. 12. júlí 2016 16:00
Eiður Smári verður ekki aðstoðarþjálfari Heimis hjá landsliðinu Eiður Smári Guðjohnsen var gestur "Í bítinu" á Bylgjunni í morgun og þar kom fram að hann sækist ekki eftir því að verða aðstoðarþjálfari Heimis Hallgrímssonar í íslenska landsliðinu. 13. júlí 2016 12:00