Markaðsvirði Nintendo hækkaði um 1.100 milljarða króna á örfáum dögum Sæunn Gísladóttir skrifar 13. júlí 2016 07:00 Viðsnúningur hefur orðið hjá japanska leikjaframleiðandanum Nintendo. Gengi hlutabréfa í fyrirtækinu hefur rokið upp síðustu sex daga um 63 prósent. Þar af hækkaði gengi hlutabréfa um 24,5 prósent í viðskiptum á mánudag og 12,8 prósent á þriðjudag. Hlutabréfahækkunin hefur leitt til þess að markaðsvirði fyrirtækisins hefur aukist um rúmlega níu milljarða dollara, eða 1.100 milljarða íslenskra króna, og nemur nú jafnvirði 3.800 milljarða íslenskra króna. Hlutabréfahækkunin á mánudag var sú hæsta á einum degi hjá fyrirtækinu síðan árið 1983, þegar Nintendo Entertainment System fór á markað. Líklega má rekja hækkunina til vinsælda nýja snjallsímaleiksins Pokémon GO, sem gefinn var út þann 6. júlí síðastliðinn. Nintendo á 33 prósenta eignarhlut í Pokémon-fyrirtækinu og á hlut í Niantic sem þróaði Pokémon GO. Í frétt BBC um málið segir að leikurinn hafi verið vinsælasta smáforritið í Bandaríkjunum þegar hann var gefinn út í síðustu viku. Í leiknum þurfa notendur að finna Pokémon-dýr eins og Pikachu á alvöru staðsetningum. Milljónir hafa nú þegar náð sér í leikinn. Fleiri Android-notendur eru með leikinn á símanum sínum en stefnumótaapppið Tinder, samkvæmt gögnum frá Similar Web. Ókeypis er að ná sér í leikinn en hins vegar er hægt að kaupa auka PokéBalls og aðrar vörur í appinu. Pokémon GO hefur einungis verið gefinn út í Bandaríkjunum, Ástralíu og Nýja-Sjálandi hingað til, hins vegar hafa notendur fundið aðrar leiðir til að spila hann í öðrum löndum, til dæmis á Íslandi. Hlutabréf í Nintendo hafa verið á niðurleið frá því í október á síðasta ári en eru nú á sama stað og fyrir ári. Business Insider greinir frá því að greiningaraðilar hjá Deutsche Bank hvetji fjárfesta til að kaupa bréf í Nintendo og segja að næstu leikir fyrir snjallsíma úr smiðju Nintendo sem væntanlegir eru á næsta ári; Zelda, Animal Crossing og Fire Emblem, muni líklega slá met Pokémon GO í vinsældum. Á síðustu fimmtán árum náðu hlutabréf í Nintendo mestum vexti frá 2006 til 2007 en árið 2006 kom út ein vinsælasta varan í sögu fyrirtækisins, leikjatölvan Nintendo Wii. Frá 2007 hefur gengi hlutabréfa hins vegar lækkað verulega, eða um 71 prósent. Pokemon Go Tengdar fréttir Hlutabréf í Nintendo rjúka upp Hlutabréf í Nintendo hækkuðu um 24,5 prósent í viðskiptum í dag. 11. júlí 2016 09:26 Mest lesið Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Hækkanir á Asíumörkuðum Viðskipti erlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Sjá meira
Viðsnúningur hefur orðið hjá japanska leikjaframleiðandanum Nintendo. Gengi hlutabréfa í fyrirtækinu hefur rokið upp síðustu sex daga um 63 prósent. Þar af hækkaði gengi hlutabréfa um 24,5 prósent í viðskiptum á mánudag og 12,8 prósent á þriðjudag. Hlutabréfahækkunin hefur leitt til þess að markaðsvirði fyrirtækisins hefur aukist um rúmlega níu milljarða dollara, eða 1.100 milljarða íslenskra króna, og nemur nú jafnvirði 3.800 milljarða íslenskra króna. Hlutabréfahækkunin á mánudag var sú hæsta á einum degi hjá fyrirtækinu síðan árið 1983, þegar Nintendo Entertainment System fór á markað. Líklega má rekja hækkunina til vinsælda nýja snjallsímaleiksins Pokémon GO, sem gefinn var út þann 6. júlí síðastliðinn. Nintendo á 33 prósenta eignarhlut í Pokémon-fyrirtækinu og á hlut í Niantic sem þróaði Pokémon GO. Í frétt BBC um málið segir að leikurinn hafi verið vinsælasta smáforritið í Bandaríkjunum þegar hann var gefinn út í síðustu viku. Í leiknum þurfa notendur að finna Pokémon-dýr eins og Pikachu á alvöru staðsetningum. Milljónir hafa nú þegar náð sér í leikinn. Fleiri Android-notendur eru með leikinn á símanum sínum en stefnumótaapppið Tinder, samkvæmt gögnum frá Similar Web. Ókeypis er að ná sér í leikinn en hins vegar er hægt að kaupa auka PokéBalls og aðrar vörur í appinu. Pokémon GO hefur einungis verið gefinn út í Bandaríkjunum, Ástralíu og Nýja-Sjálandi hingað til, hins vegar hafa notendur fundið aðrar leiðir til að spila hann í öðrum löndum, til dæmis á Íslandi. Hlutabréf í Nintendo hafa verið á niðurleið frá því í október á síðasta ári en eru nú á sama stað og fyrir ári. Business Insider greinir frá því að greiningaraðilar hjá Deutsche Bank hvetji fjárfesta til að kaupa bréf í Nintendo og segja að næstu leikir fyrir snjallsíma úr smiðju Nintendo sem væntanlegir eru á næsta ári; Zelda, Animal Crossing og Fire Emblem, muni líklega slá met Pokémon GO í vinsældum. Á síðustu fimmtán árum náðu hlutabréf í Nintendo mestum vexti frá 2006 til 2007 en árið 2006 kom út ein vinsælasta varan í sögu fyrirtækisins, leikjatölvan Nintendo Wii. Frá 2007 hefur gengi hlutabréfa hins vegar lækkað verulega, eða um 71 prósent.
Pokemon Go Tengdar fréttir Hlutabréf í Nintendo rjúka upp Hlutabréf í Nintendo hækkuðu um 24,5 prósent í viðskiptum í dag. 11. júlí 2016 09:26 Mest lesið Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Hækkanir á Asíumörkuðum Viðskipti erlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Sjá meira
Hlutabréf í Nintendo rjúka upp Hlutabréf í Nintendo hækkuðu um 24,5 prósent í viðskiptum í dag. 11. júlí 2016 09:26