Þyrfti að ráðast í gríðarlegar virkjanaframkvæmdir Una Sighvatsdóttir skrifar 12. júlí 2016 18:51 Sú hugmynd að tengja íslenskan raforkumarkað við Evrópu með sæstreng hefur verið á borðinu í um 6ö ár. Nú hefur verið unnin ítarleg greining á möguleikum og áhrifum þess að flytja rafmagn héðan frá Íslandsströndum til Bretlands, um 1200 km leið. Viðræður við bresk stjórnvöld um möguleikann á sæstreng hófust í kjölfar fundar forsætisráðherra landanna í október 2015. Bretar horfa hingað vegna fyrirsjáanlegs orkuskorts þar í landi, en frá Íslands hálfu hefur verið rætt um eitt stærsta viðskiptatækifæri ríkisins í seinni tíð. Nú er hinsvegar ljóst að lagning sæstrengs næði ekki lágmarksarðsemi án beins fjárhagslegs stuðnings frá breskum stjórnvöldum. Þetta er niðurstaðan eftir viðamikla gagnaöflun verkefnastjórnar atvinnuvegaráðuneytisins, sem kynnt var í dag.Erfitt að segja til um hversu viljugir Bretar verði „Það er mjög mikilvægt að við fáum það fram að þetta verkefni er ekki arðsamt nema að til komi þessi stuðningur. Það er eitthvað sem við vissum ekki áður, og þessi efnahagslega ábatagreining hefur leitt í ljós," segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar-og viðskiptaráðherra. Niðurstaða Brexit þjóðaratkvæðagreiðslunnar hjálpar ekki til við að skýra stöðuna, enda gerðu Bretar ráð fyrir Evrópustyrkjum til verkefnisins sem nú detta væntanlega upp fyrir. Þá átti tengipunktur strengsins að vera í Skotlandi, sem alls óvíst er hvort muni tilheyra Bretlandi mikið lengur verði Brexit að veruleika. Ragnheiður Elín segir því erfitt að segja til um hversu viljugir Bretar verði til fjárstuðnings við sæstreng.Flutningskerfið þyrfti að geta borið tvær Kárahnjúkavirkjanir „Það er einnig ljóst að við þurfum að fara út í gríðarlegar virkjanaframkvæmdir og styrkingar á flutningskerfi upp á 400 kílówatta línu, annað hvort yfir hálendið eða meðfram byggðinni, eða tvöfaldar 220 kw línur. Sem eru gríðarlegar framkvæmdir og við vitum hér hvernig slík umræða hefur verið á undanförnum árum," segir Ragnheiður Elín. Samkvæmt skýrslunni myndi sæstrengur til Bretlands kalla á fjárfestingar í raforkuvinnslu upp á rúm 1400 megawött, sem er um tvöfalt uppsett afl Kárahnjúkavirkjunnar. Sú orka myndi koma að hluta úr nýtingaflokki rammáætlunar, sem Ragnheiður Elín bendir á að ólíklegt sé að samstaða náist um. Því sé ljóst að engin ákvörðun verði tekin um sæstreng til Bretlands á þessu kjörtímabili. „Þessu verkefni er hvergi nærri lokið en við vitum meira en við gerðum áður." Brexit Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Sú hugmynd að tengja íslenskan raforkumarkað við Evrópu með sæstreng hefur verið á borðinu í um 6ö ár. Nú hefur verið unnin ítarleg greining á möguleikum og áhrifum þess að flytja rafmagn héðan frá Íslandsströndum til Bretlands, um 1200 km leið. Viðræður við bresk stjórnvöld um möguleikann á sæstreng hófust í kjölfar fundar forsætisráðherra landanna í október 2015. Bretar horfa hingað vegna fyrirsjáanlegs orkuskorts þar í landi, en frá Íslands hálfu hefur verið rætt um eitt stærsta viðskiptatækifæri ríkisins í seinni tíð. Nú er hinsvegar ljóst að lagning sæstrengs næði ekki lágmarksarðsemi án beins fjárhagslegs stuðnings frá breskum stjórnvöldum. Þetta er niðurstaðan eftir viðamikla gagnaöflun verkefnastjórnar atvinnuvegaráðuneytisins, sem kynnt var í dag.Erfitt að segja til um hversu viljugir Bretar verði „Það er mjög mikilvægt að við fáum það fram að þetta verkefni er ekki arðsamt nema að til komi þessi stuðningur. Það er eitthvað sem við vissum ekki áður, og þessi efnahagslega ábatagreining hefur leitt í ljós," segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar-og viðskiptaráðherra. Niðurstaða Brexit þjóðaratkvæðagreiðslunnar hjálpar ekki til við að skýra stöðuna, enda gerðu Bretar ráð fyrir Evrópustyrkjum til verkefnisins sem nú detta væntanlega upp fyrir. Þá átti tengipunktur strengsins að vera í Skotlandi, sem alls óvíst er hvort muni tilheyra Bretlandi mikið lengur verði Brexit að veruleika. Ragnheiður Elín segir því erfitt að segja til um hversu viljugir Bretar verði til fjárstuðnings við sæstreng.Flutningskerfið þyrfti að geta borið tvær Kárahnjúkavirkjanir „Það er einnig ljóst að við þurfum að fara út í gríðarlegar virkjanaframkvæmdir og styrkingar á flutningskerfi upp á 400 kílówatta línu, annað hvort yfir hálendið eða meðfram byggðinni, eða tvöfaldar 220 kw línur. Sem eru gríðarlegar framkvæmdir og við vitum hér hvernig slík umræða hefur verið á undanförnum árum," segir Ragnheiður Elín. Samkvæmt skýrslunni myndi sæstrengur til Bretlands kalla á fjárfestingar í raforkuvinnslu upp á rúm 1400 megawött, sem er um tvöfalt uppsett afl Kárahnjúkavirkjunnar. Sú orka myndi koma að hluta úr nýtingaflokki rammáætlunar, sem Ragnheiður Elín bendir á að ólíklegt sé að samstaða náist um. Því sé ljóst að engin ákvörðun verði tekin um sæstreng til Bretlands á þessu kjörtímabili. „Þessu verkefni er hvergi nærri lokið en við vitum meira en við gerðum áður."
Brexit Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira