UFC selt fyrir tæplega 500 milljarða Tómas þór Þórðarson skrifar 11. júlí 2016 17:00 Dana White verður áfram forseti. vísir/afp UFC, Ultimate Fighting Championship, var í gær selt fyrir fjóra milljarða dala eða tæplega 500 milljarða íslenskra króna. UFC er bardagasambandið sem Gunnar Nelson berst innan en það er langstærst í heimi blandaðra bardagalista. Það var fjárfestingahópur undir forystu umboðsrisans WME-IMG sem keypti UFC en gengið var endanlega frá sölunni á sunnudaginn og starfsmönnum UFC var tilkynnt um breytt eignarhald með tölvupósti í gær. Engin íþrótt í Bandaríkjunum hefur vaxið jafnhratt og UFC undanfarin ár en bræðurnir Lorenzo og Frank Fertitta keyptu sambandið fyrir tvær milljónir dala eða 250 milljónir króna árið 2001. Hagnaður þeirra á síðustu fimmtán árum er svakalegur. Bræðurnir keyptu UFC ásamt vini sínum úr menntaskóla, Dana White. White var gerður að forseta sambandsins en undir hans forystu hefur UFC vaxið hratt og örugglega. Hann verður áfram forseti UFC en Fertitta-bræðurnir stíga til hliðar. Þeir halda þó tíu prósent hlut í gegnum eignarhaldsfélag sitt. UFC var fyrst stofnað árið 1993 og mætti mikilli andúð. Öldungardeildarþingmaðurinn John McCain sagði opinberlega á árdögum blandaðra bardagalista að þetta væri ekkert annað en mannlegur hanaslagur. Ekki eru mörg ár síðan hann dró það til baka og sagði að ef hann væri ungur maður í dag myndi hann prófa blandaðar bardagalistir. Til að byrja með máttu UFC-kvöld aðeins fara fram í Las Vegas en þau voru bönnuð í flestum ríkjum. Í fyrra lyfti New York banni sínu á UFC og er það nú leyfilegt í öllum 50 ríkjum Bandaríkjanna. MMA Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Fleiri fréttir Leikdagur í Innbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Sjá meira
UFC, Ultimate Fighting Championship, var í gær selt fyrir fjóra milljarða dala eða tæplega 500 milljarða íslenskra króna. UFC er bardagasambandið sem Gunnar Nelson berst innan en það er langstærst í heimi blandaðra bardagalista. Það var fjárfestingahópur undir forystu umboðsrisans WME-IMG sem keypti UFC en gengið var endanlega frá sölunni á sunnudaginn og starfsmönnum UFC var tilkynnt um breytt eignarhald með tölvupósti í gær. Engin íþrótt í Bandaríkjunum hefur vaxið jafnhratt og UFC undanfarin ár en bræðurnir Lorenzo og Frank Fertitta keyptu sambandið fyrir tvær milljónir dala eða 250 milljónir króna árið 2001. Hagnaður þeirra á síðustu fimmtán árum er svakalegur. Bræðurnir keyptu UFC ásamt vini sínum úr menntaskóla, Dana White. White var gerður að forseta sambandsins en undir hans forystu hefur UFC vaxið hratt og örugglega. Hann verður áfram forseti UFC en Fertitta-bræðurnir stíga til hliðar. Þeir halda þó tíu prósent hlut í gegnum eignarhaldsfélag sitt. UFC var fyrst stofnað árið 1993 og mætti mikilli andúð. Öldungardeildarþingmaðurinn John McCain sagði opinberlega á árdögum blandaðra bardagalista að þetta væri ekkert annað en mannlegur hanaslagur. Ekki eru mörg ár síðan hann dró það til baka og sagði að ef hann væri ungur maður í dag myndi hann prófa blandaðar bardagalistir. Til að byrja með máttu UFC-kvöld aðeins fara fram í Las Vegas en þau voru bönnuð í flestum ríkjum. Í fyrra lyfti New York banni sínu á UFC og er það nú leyfilegt í öllum 50 ríkjum Bandaríkjanna.
MMA Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Fleiri fréttir Leikdagur í Innbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Sjá meira