Þrjúhundruð látnir í Suður-Súdan: Óttast að borgarastyrjöld brjótist út að nýju Gunnar Reynir Valþórsson og Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifa 11. júlí 2016 08:47 Fylkingar þessara tveggja manna berjast í Suður-Súdan. Til vinstri er Riek Machar, varaforseti, og til hægri er Salva Kiir, forseti. Rúmlega þrjúhundruð manns hafa látið lífið, þar af fjölmargir óbreyttir borgarar eftir bardaga í Juba, höfuðborg Suður-Súdans. Óttast er að landið sé enn á ný á barmi borgarastyrjaldar. Bardagarnir brutust út á fimmtudaginn var og hafa staðið alla helgina. Um tvær fylkingar er að ræða, stuðningsmenn Salva Kiir, forseta landsins annars vegar og hermenn sem hliðhollir eru varaforsetanum Riek Machar, hinsvegar.Hermenn í Suður-Súdan.Vísir/EPAÖryggisráð Sameinuðu þjóðanna sendi í gærkvöldi frá sér yfirlýsingu þar sem biðlað er til beggja hópa að hætta bardögum. Þá fór ráðið einnig fram á að fleiri friðargæsluliðum verði komið fyrir í landinu en á meðal þeirra sem létu lífið um helgina var friðargæsluliði frá Kína. Yfirlýsing ráðsins kom í kjölfar neyðarfundar sem boðað var til eftir að átökin hófust á ný. Í yfirlýsingunni lýsti ráðið því einnig að árásir á búðir Sameinuðu þjóðanna væru hneyksli en í árásunum létust Kínverskir friðargæsluliðar og nokkrir frá Rúanda.Fánar Suður-Súdan, Sameinuðu Þjóðanna og Suður-Kóreu.Vísir/EPAÞá tók ráðið sérstaklega fram að vernda þyrfti búsetusvæði almennra borgara og varaði við því að árásir á borgara og búðir Sameinuðu þjóðanna gætu talist stríðsglæpir. Suður-Súdan varð sjálfstætt ríki í júlí 2011 eftir þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem nærri 100 prósent kusu með sjálfstæði. Mikill fögnuður braust út í höfuðborg landsins eftir að úrslit urðu ljós. Fagnaðarlæti í Suður-Súdan á ársafmæli sjálfstæðis landsins.Vísir/EPAHins vegar kom til átaka í landinu í desember árið 2013 þegar Kiir forseti ásakaði Machar, fyrrum staðgengil sinn sem hann hafði rekið stuttu áður, um að skipuleggja valdarán. Borgarstyrjöld braust út í landinu þegar hermenn úr liði Kiir réðust að og afvopnuðu lið Machar. Machar og lið hans flúðu til fjalla og tugþúsundir létu lífið í átökum sem komu í kjölfarið. Í ágúst var loks skrifað undir friðarsamkomulag. Í því fékk Machar aftur fyrri stöðu í ríkisstjórn.Al Jazeera greinir frá. Suður-Súdan Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Rúmlega þrjúhundruð manns hafa látið lífið, þar af fjölmargir óbreyttir borgarar eftir bardaga í Juba, höfuðborg Suður-Súdans. Óttast er að landið sé enn á ný á barmi borgarastyrjaldar. Bardagarnir brutust út á fimmtudaginn var og hafa staðið alla helgina. Um tvær fylkingar er að ræða, stuðningsmenn Salva Kiir, forseta landsins annars vegar og hermenn sem hliðhollir eru varaforsetanum Riek Machar, hinsvegar.Hermenn í Suður-Súdan.Vísir/EPAÖryggisráð Sameinuðu þjóðanna sendi í gærkvöldi frá sér yfirlýsingu þar sem biðlað er til beggja hópa að hætta bardögum. Þá fór ráðið einnig fram á að fleiri friðargæsluliðum verði komið fyrir í landinu en á meðal þeirra sem létu lífið um helgina var friðargæsluliði frá Kína. Yfirlýsing ráðsins kom í kjölfar neyðarfundar sem boðað var til eftir að átökin hófust á ný. Í yfirlýsingunni lýsti ráðið því einnig að árásir á búðir Sameinuðu þjóðanna væru hneyksli en í árásunum létust Kínverskir friðargæsluliðar og nokkrir frá Rúanda.Fánar Suður-Súdan, Sameinuðu Þjóðanna og Suður-Kóreu.Vísir/EPAÞá tók ráðið sérstaklega fram að vernda þyrfti búsetusvæði almennra borgara og varaði við því að árásir á borgara og búðir Sameinuðu þjóðanna gætu talist stríðsglæpir. Suður-Súdan varð sjálfstætt ríki í júlí 2011 eftir þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem nærri 100 prósent kusu með sjálfstæði. Mikill fögnuður braust út í höfuðborg landsins eftir að úrslit urðu ljós. Fagnaðarlæti í Suður-Súdan á ársafmæli sjálfstæðis landsins.Vísir/EPAHins vegar kom til átaka í landinu í desember árið 2013 þegar Kiir forseti ásakaði Machar, fyrrum staðgengil sinn sem hann hafði rekið stuttu áður, um að skipuleggja valdarán. Borgarstyrjöld braust út í landinu þegar hermenn úr liði Kiir réðust að og afvopnuðu lið Machar. Machar og lið hans flúðu til fjalla og tugþúsundir létu lífið í átökum sem komu í kjölfarið. Í ágúst var loks skrifað undir friðarsamkomulag. Í því fékk Machar aftur fyrri stöðu í ríkisstjórn.Al Jazeera greinir frá.
Suður-Súdan Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira