Flutningar forsetans: Þúsundir skjala, búslóðin í Mosfellsbæ og frjálslegra tal Ásgeir Erlendsson skrifar 29. júlí 2016 19:00 Forseti Íslands hefur á síðustu dögum sínum í embætti sent þúsundir skjala til Þjóðskalasafnsins sem hann telur eðlilegt að fræðimenn og almenningur hafi aðgang að fyrr en venja er með slík skjöl. Ásgeir Erlendsson hitti forsetann við Bessastaði í dag þegar aðeins rúmir tveir sólarhringar eru eftir af tuttugu ára embættistíð hans. Ólafur Ragnar Grímsson, var settur í embætti forseta Íslands fimmtudaginn fyrsta ágúst 1996. Undanfarin tuttugu ár hafa verið viðburðarík en nú stendur Ólafur Ragnar á tímamótum enda einungis rúmir tveir sólarhringar eftir af embættistíð hans. „Það er gleði í mínum huga að skilja við Bessastaði á tímum þar sem samfélagið er vel statt.“ Hann segir eitt það skemmtilegasta undanfarin tuttugu ár sem forseta að finna fyrir þeirri miklu virðingu sem borin er fyrir Íslendingum og hversu mikið íslenska þjóðin hefur fram að færa. Margt hafi einnig verið erfitt. „Glíman við veikindi Guðrúnar Katrínar og svo andlát hennar. Sá erfiði persónulegi tími. Þó það hafi ekki verið þannig að forsetinn hafi verið að bera sína sorg á torg. “ Hann segist ekki hafa átt von á því árið 1996 að valdasetan yrði jafn löng og raun ber vitni. Hann segist ekki telja að setja eigi hömlur á fjölda kjörtímabila forseta. „Ég tel ekki að við höfum orðið fyrir einhverju tjóni á þeim áratugum lýðveldisins að það sé ástæða til að breyta þessu. Ef menn vilja setja takmörk á setu forseta þá á að gera það líka gagnvart þeim sem sitja á alþingi eða ráðherrum.“ Ólafur Ragnar er þegar fluttur af Bessastöðum en síðustu dagar hafa verið annasamir. Hann hefur komið sér fyrir á heimili sínu í Mosfellsbæ og einnig unnið að því að flytja rúmlega hundrað kassa af skjölum um ráðherra og forsetatíð sína á Þjóðskjalasafnið. „Ég er þeirrar skoðunar að menn í minni stöðu eigi að veita aðgang að sögunni og sínum þætti miklu fyrr en tíðkast hefur hér á Íslandi. Menn geta þá skoðað allskonar útgáfur af ákvörðunum mínum og frásagnir mínar af ýmsu því sem hér hefur gerst.“ Hann hlakkar til þess frelsis sem skapast þegar hann lætur af embætti á miðnætti á sunnudag. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Undirbúningur fyrir embættistöku Guðna Th. í fullum gangi Fjölmargir koma að undirbúningi við embættistöku forseta Íslands. 25. júlí 2016 19:15 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Forseti Íslands hefur á síðustu dögum sínum í embætti sent þúsundir skjala til Þjóðskalasafnsins sem hann telur eðlilegt að fræðimenn og almenningur hafi aðgang að fyrr en venja er með slík skjöl. Ásgeir Erlendsson hitti forsetann við Bessastaði í dag þegar aðeins rúmir tveir sólarhringar eru eftir af tuttugu ára embættistíð hans. Ólafur Ragnar Grímsson, var settur í embætti forseta Íslands fimmtudaginn fyrsta ágúst 1996. Undanfarin tuttugu ár hafa verið viðburðarík en nú stendur Ólafur Ragnar á tímamótum enda einungis rúmir tveir sólarhringar eftir af embættistíð hans. „Það er gleði í mínum huga að skilja við Bessastaði á tímum þar sem samfélagið er vel statt.“ Hann segir eitt það skemmtilegasta undanfarin tuttugu ár sem forseta að finna fyrir þeirri miklu virðingu sem borin er fyrir Íslendingum og hversu mikið íslenska þjóðin hefur fram að færa. Margt hafi einnig verið erfitt. „Glíman við veikindi Guðrúnar Katrínar og svo andlát hennar. Sá erfiði persónulegi tími. Þó það hafi ekki verið þannig að forsetinn hafi verið að bera sína sorg á torg. “ Hann segist ekki hafa átt von á því árið 1996 að valdasetan yrði jafn löng og raun ber vitni. Hann segist ekki telja að setja eigi hömlur á fjölda kjörtímabila forseta. „Ég tel ekki að við höfum orðið fyrir einhverju tjóni á þeim áratugum lýðveldisins að það sé ástæða til að breyta þessu. Ef menn vilja setja takmörk á setu forseta þá á að gera það líka gagnvart þeim sem sitja á alþingi eða ráðherrum.“ Ólafur Ragnar er þegar fluttur af Bessastöðum en síðustu dagar hafa verið annasamir. Hann hefur komið sér fyrir á heimili sínu í Mosfellsbæ og einnig unnið að því að flytja rúmlega hundrað kassa af skjölum um ráðherra og forsetatíð sína á Þjóðskjalasafnið. „Ég er þeirrar skoðunar að menn í minni stöðu eigi að veita aðgang að sögunni og sínum þætti miklu fyrr en tíðkast hefur hér á Íslandi. Menn geta þá skoðað allskonar útgáfur af ákvörðunum mínum og frásagnir mínar af ýmsu því sem hér hefur gerst.“ Hann hlakkar til þess frelsis sem skapast þegar hann lætur af embætti á miðnætti á sunnudag.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Undirbúningur fyrir embættistöku Guðna Th. í fullum gangi Fjölmargir koma að undirbúningi við embættistöku forseta Íslands. 25. júlí 2016 19:15 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Undirbúningur fyrir embættistöku Guðna Th. í fullum gangi Fjölmargir koma að undirbúningi við embættistöku forseta Íslands. 25. júlí 2016 19:15