Athyglisbrestur og ofurathygli Jón Þór Ólafsson skrifar 28. júlí 2016 06:00 Þeir sem greinast með athyglisbrest eiga margir það sameiginlegt að hafa ofurathygli. En aðeins þegar áhugi er til staðar. Athyglin bregst aðallega þegar áhugann skortir. Til að framkvæma er nauðsynlegt að geta beint athyglinni að viðfangsefninu, unnið með það í skammtímaminninu og útilokað áreiti og hvatir sem trufla verkið. Á fræðimálinu er þessi virkni heilans nefnd ‘excecutive functions’ (framkvæmdageta). Þessir þrír þættir framkvæmdagetunnar eiga það sameiginlegt að ganga á sömu birgðir, sama batteríið, sömu takmörkuðu getuna í heilanum. Rannsóknir sýna að fólk er mælanlega líklegra til að velja óhollari frekar en hollari mat þegar það leggur meira á skammtímaminnið. Á meðan skammtímaminnið er að erfiða erum við hvatvísari. Það útskýrir hvers vegna heilkenni athyglisbrests og ofvirkni/hvatvísi (ADHD) fara oft saman. Ef barn með ADHD og mikla hreyfiþörf þarf samtímis að nota takmarkað framkvæmdabatteríið sitt í að sitja kyrrt, og bæði beina athyglinni og beita skammtímaminninu að verkefni sem því finnst ekki áhugavert, þá er batteríið fljótt búið. Athyglisbrestur og ofvirkni eru þá eðlileg einkenni. Einkenni ofvirkni hverfa oft með aldrinum. Þau færast inn á við, eins og því er lýst. Við að fullorðnast þroskast framheilinn sem sér um hvatastjórn. Óþægindin eða spennan sem birtast sem ofvirkni eru enn til staðar, en með aldrinum sýnum við minni ytri einkenni.ADHD FramkvæmdabatteríÖflug tölva með lítið batterí Nýlega benti frændi minn á að ég væri með athyglisbrest. Ég hef ofurathygli svo það gat ekki verið. Hann hafði lesið viðtöl við mig og sagði lýsingarnar vera dæmigerð einkenni athyglisbrests. Ég get ekki lært án áhuga. Mig verkjar aftan í heilann. Missi sífellt athyglina. Spennist upp. Og vinnsluminnið sem annars getur verið svo hratt skilar lítilli og ómerkilegri vinnu. Heilinn getur verið fær um ofurathygli og vinnsluminnið verið hratt, en batteríið sem keyrir þessa framkvæmdagetu er lítið og fljótt að klárast hjá fólki með ADHD.Að hlaða batteríið og auka endinguna Það eru margar leiðir til að hlaða framkvæmdabatteríið og til að auka endinguna. Áhugi eykur hleðsluna og endingu. Jákvæðar tilfinningar og hvatning einnig. Spenna og stress minnka hins vegar endinguna, en bæði hreyfing og slökun minnka stress og hlaða batteríið. Sumir þurfa stutta pásu á korters fresti. Aðrir þurfa að hreyfa sig til að geta hugsað almennilega. Hvað virkar best er einstaklingsbundið. En þegar batteríið er búið þá þarf að hlaða það eða keyra hausinn áfram með mjög skerta athyglisgetu og lélegar bremsur. Áður en ég fékk ADHD-lyf keyrði ég hausinn á mér oft þannig og notaði svo áfengi til að slökkva á honum á kvöldin. Lyfin slökkva algjörlega á óþægindunum og eirðarleysinu svo ég get einbeitt mér að misskemmtilegum verkum sem lífið býður upp á. Ég hef meira val. Peter Drucker, faðir nútímastjórnunar, sagði „aðeins styrkleikar skila árangri“ og að tilgangur skipulagsheilda sé að styrkleikar skili árangri og að veikleikar hindri þá ekki. Með skilningi og stuðningi getur fólk með athyglisbrest og ofvirkni/hvatvísi yfirstigið mikið af hindrunum tengdum ADHD og gert sjálfum sér og öðrum meira gagn með friðsælli huga sem virkar þegar hann er notaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Þeir sem greinast með athyglisbrest eiga margir það sameiginlegt að hafa ofurathygli. En aðeins þegar áhugi er til staðar. Athyglin bregst aðallega þegar áhugann skortir. Til að framkvæma er nauðsynlegt að geta beint athyglinni að viðfangsefninu, unnið með það í skammtímaminninu og útilokað áreiti og hvatir sem trufla verkið. Á fræðimálinu er þessi virkni heilans nefnd ‘excecutive functions’ (framkvæmdageta). Þessir þrír þættir framkvæmdagetunnar eiga það sameiginlegt að ganga á sömu birgðir, sama batteríið, sömu takmörkuðu getuna í heilanum. Rannsóknir sýna að fólk er mælanlega líklegra til að velja óhollari frekar en hollari mat þegar það leggur meira á skammtímaminnið. Á meðan skammtímaminnið er að erfiða erum við hvatvísari. Það útskýrir hvers vegna heilkenni athyglisbrests og ofvirkni/hvatvísi (ADHD) fara oft saman. Ef barn með ADHD og mikla hreyfiþörf þarf samtímis að nota takmarkað framkvæmdabatteríið sitt í að sitja kyrrt, og bæði beina athyglinni og beita skammtímaminninu að verkefni sem því finnst ekki áhugavert, þá er batteríið fljótt búið. Athyglisbrestur og ofvirkni eru þá eðlileg einkenni. Einkenni ofvirkni hverfa oft með aldrinum. Þau færast inn á við, eins og því er lýst. Við að fullorðnast þroskast framheilinn sem sér um hvatastjórn. Óþægindin eða spennan sem birtast sem ofvirkni eru enn til staðar, en með aldrinum sýnum við minni ytri einkenni.ADHD FramkvæmdabatteríÖflug tölva með lítið batterí Nýlega benti frændi minn á að ég væri með athyglisbrest. Ég hef ofurathygli svo það gat ekki verið. Hann hafði lesið viðtöl við mig og sagði lýsingarnar vera dæmigerð einkenni athyglisbrests. Ég get ekki lært án áhuga. Mig verkjar aftan í heilann. Missi sífellt athyglina. Spennist upp. Og vinnsluminnið sem annars getur verið svo hratt skilar lítilli og ómerkilegri vinnu. Heilinn getur verið fær um ofurathygli og vinnsluminnið verið hratt, en batteríið sem keyrir þessa framkvæmdagetu er lítið og fljótt að klárast hjá fólki með ADHD.Að hlaða batteríið og auka endinguna Það eru margar leiðir til að hlaða framkvæmdabatteríið og til að auka endinguna. Áhugi eykur hleðsluna og endingu. Jákvæðar tilfinningar og hvatning einnig. Spenna og stress minnka hins vegar endinguna, en bæði hreyfing og slökun minnka stress og hlaða batteríið. Sumir þurfa stutta pásu á korters fresti. Aðrir þurfa að hreyfa sig til að geta hugsað almennilega. Hvað virkar best er einstaklingsbundið. En þegar batteríið er búið þá þarf að hlaða það eða keyra hausinn áfram með mjög skerta athyglisgetu og lélegar bremsur. Áður en ég fékk ADHD-lyf keyrði ég hausinn á mér oft þannig og notaði svo áfengi til að slökkva á honum á kvöldin. Lyfin slökkva algjörlega á óþægindunum og eirðarleysinu svo ég get einbeitt mér að misskemmtilegum verkum sem lífið býður upp á. Ég hef meira val. Peter Drucker, faðir nútímastjórnunar, sagði „aðeins styrkleikar skila árangri“ og að tilgangur skipulagsheilda sé að styrkleikar skili árangri og að veikleikar hindri þá ekki. Með skilningi og stuðningi getur fólk með athyglisbrest og ofvirkni/hvatvísi yfirstigið mikið af hindrunum tengdum ADHD og gert sjálfum sér og öðrum meira gagn með friðsælli huga sem virkar þegar hann er notaður.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun