Trump hvetur Rússa til að leka tölvupóstum Hillary Clinton Guðsteinn Bjarnason skrifar 28. júlí 2016 07:00 Donald Trump á landsþingi Repúblikanaflokksins, sem haldið var í síðustu viku. Fréttablaðið/EPA Donald Trump, forsetaefni bandaríska Repúblikanaflokksins, segist fagna því að Rússar brjótist inn í tölvur demókrata. Þeir megi gjarnan komast í tölvupósta Hillary Clinton og birta þá. „Ég held að ykkur yrði ákaft fagnað af fjölmiðlum okkar,“ sagði hann á blaðamannafundi í gær. Jake Sullivan, utanríkismálaráðgjafi Clinton, segir að nú sé framboð Trumps hætt að vera bara pólitískt og furðulegt. Nú sé það orðið að þjóðaröryggismáli: „Þetta er örugglega í fyrsta skipti sem forsetaframbjóðandi hefur beinlínis hvatt erlent ríki til að njósna um pólitískan andstæðing sinn.“ Robby Mook, kosningastjóri Clinton, hélt því fram í sjónvarpsviðtali á sunnudag að þúsundir tölvupósta úr tölvum demókrataflokksins, sem birtir voru á uppljóstrunarsíðunni Wikileaks, hefðu borist þangað frá Rússum sem hefðu brotist inn í tölvur flokksins. Rússar hafi með þessu viljað hjálpa Trump í kosningabaráttunni gegn Clinton: „Ég tel það ekki vera neina tilviljun að þessir tölvupóstar hafi verið birtir rétt áður en landsþing okkar hefst, og það er uggvænlegt.“ Á Twitter-síðu Wikileaks segir að það sé rógburður einn, að verið sé að ganga erinda Rússa: „Úr kosningabúðum Clinton berst lélegur samsærisáburður um að við séum rússneskir njósnarar. Síðast áttum við að vera frá Mossad. Náið þessu nú rétt.“ Wikileaks hefur einnig birt tugþúsundir tölvupósta frá Hillary Clinton. Bandaríska alríkislögreglan kynnti nýverið niðurstöður ítarlegrar rannsóknar sinnar á tölvupóstnotkun Clinton meðan hún var utanríkisráðherra, og komst að því að hún hefði sýnt vítavert kæruleysi með því að vista viðkvæm tölvupóstsamskipti sín á sinni eigin tölvu í stað þess að nota tölvubúnað ráðuneytisins, sem væri öruggari. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Donald Trump, forsetaefni bandaríska Repúblikanaflokksins, segist fagna því að Rússar brjótist inn í tölvur demókrata. Þeir megi gjarnan komast í tölvupósta Hillary Clinton og birta þá. „Ég held að ykkur yrði ákaft fagnað af fjölmiðlum okkar,“ sagði hann á blaðamannafundi í gær. Jake Sullivan, utanríkismálaráðgjafi Clinton, segir að nú sé framboð Trumps hætt að vera bara pólitískt og furðulegt. Nú sé það orðið að þjóðaröryggismáli: „Þetta er örugglega í fyrsta skipti sem forsetaframbjóðandi hefur beinlínis hvatt erlent ríki til að njósna um pólitískan andstæðing sinn.“ Robby Mook, kosningastjóri Clinton, hélt því fram í sjónvarpsviðtali á sunnudag að þúsundir tölvupósta úr tölvum demókrataflokksins, sem birtir voru á uppljóstrunarsíðunni Wikileaks, hefðu borist þangað frá Rússum sem hefðu brotist inn í tölvur flokksins. Rússar hafi með þessu viljað hjálpa Trump í kosningabaráttunni gegn Clinton: „Ég tel það ekki vera neina tilviljun að þessir tölvupóstar hafi verið birtir rétt áður en landsþing okkar hefst, og það er uggvænlegt.“ Á Twitter-síðu Wikileaks segir að það sé rógburður einn, að verið sé að ganga erinda Rússa: „Úr kosningabúðum Clinton berst lélegur samsærisáburður um að við séum rússneskir njósnarar. Síðast áttum við að vera frá Mossad. Náið þessu nú rétt.“ Wikileaks hefur einnig birt tugþúsundir tölvupósta frá Hillary Clinton. Bandaríska alríkislögreglan kynnti nýverið niðurstöður ítarlegrar rannsóknar sinnar á tölvupóstnotkun Clinton meðan hún var utanríkisráðherra, og komst að því að hún hefði sýnt vítavert kæruleysi með því að vista viðkvæm tölvupóstsamskipti sín á sinni eigin tölvu í stað þess að nota tölvubúnað ráðuneytisins, sem væri öruggari.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira