Katrín Tanja komst á toppinn og Sara er áfram í öðru sætinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2016 01:06 Katrín Tanja Davíðsdóttir. Vísir/GVA Katrín Tanja Davíðssdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir háðu mikið einvígi um sigurinn í kvennakeppni heimsleikanna í crossfit í fyrra og það stefnir í annað einvígi íslensku stelpnanna í ár. Katrín Tanja náði öðrum bestum árangri í níundu grein keppninnar og það kom henni upp í toppsætið fyrir síðustu grein dagsins. Það verður tíunda greinin en aðrar fjórar fara síðan fram á morgun og því er mikið af stigum eftir í pottinum. Níunda greinin hét "The Separator" og þar þurftu þær meðal annars að gera öfugar handlyftur í hringjum sem reyndist mörgum mjög erfitt. Katrín Tanja nýtti sér hinsvegar vel reynslu sína úr fimleikum og sá grunnur kom sér vel fyrir hana. Katrín Tanja er komin með 642 stig eftir að hafa fengið 94 stig fyrir níundu greinina. Katrín Tanja er tólf stigum á undan löndu sinni Ragnheiði Söru Sigmundsdóttur. Ragnheiður Sara varð í fimmta sæti í níundu greininnni og hefur aldrei endaði neðar en 17 sæti í þeim níu greinum sem eru búnar. Samantha Briggs sem var á toppnum fyrir greinina datt niður í fjórða sætið en er þó bara 24 stigum á eftir Katrínu. Tia-Clair Toomey er í þriðja sætinu, aðeins tveimur stigum á eftir Ragnheiði Söru og fjórtán stigum á eftir Katrínu Tönju. Annie Mist Þórisdóttir náði ekki tímamörkunum en endaði í 18. sæti í níundu greininni. Hún er í tíunda sætinu í heildarkeppninni og er ekki líkleg til að berjast um verðlaunin í ár. Þuríður Erla Helgadóttir náði ekki alveg að fylgja eftir fyrstu keppni dagsins þar sem hún varð þriðja. Þuríður Erla náði 23. besta árangrinum í grein níu og er í 16. sæti í heildarkeppninni. Það eru enn fimm greinar eftir af keppninni þar af verður ein þeirra seinna í nótt. CrossFit Fimleikar Tengdar fréttir Sara enn í öðru sæti en Katrín Tanja nálgast hana Eftir fyrstu grein dagsins á fjórða degi Crossfit-heimsleikanna er Ragheiður Sara Sigmundsóttir enn í öðru sæti með 550 stig, 26 stigum á eftir Samantha Briggs sem er með 576 stig. 23. júlí 2016 22:15 Tvær íslenskar stelpur aðeins örfáum stigum frá toppnum fyrir lokadaginn Fjórði keppnisdagur í einstaklingsflokki í karla- og kvennaflokki á heimsleikunum í crossfit fór fram í Kaliforníu í gærvköldi og í nótt. Íslenska crossfit-fólkið er að standa sig vel. 24. júlí 2016 10:30 Íslendingarnir vaktir upp fyrir allar aldir og réttur flugmiði Ballið byrjað hjá skyttunum fjórum í kvennaflokki og Björgvini Guðmundssyni. 20. júlí 2016 17:45 Ragnheiður Sara aðeins fjórum stigum á eftir efsta manni Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er aðeins fjórum stigum á eftir efsta manni í einstaklingskeppninni í crossfit en keppt var á heimsleikunum í nótt. 23. júlí 2016 12:11 Leiðin á heimsleikanna: Íslensku dæturnar | Myndband Heimsleikarnir í CrossFit hefjast á morgun í StubHub Center í Carson, Kaliforníu. 18. júlí 2016 09:36 Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Fleiri fréttir Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Tæplega fimmtugur Manny Pacquiao ætlar að snúa aftur í hringinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Salah valinn bestur af blaðamönnum „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Sjá meira
Katrín Tanja Davíðssdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir háðu mikið einvígi um sigurinn í kvennakeppni heimsleikanna í crossfit í fyrra og það stefnir í annað einvígi íslensku stelpnanna í ár. Katrín Tanja náði öðrum bestum árangri í níundu grein keppninnar og það kom henni upp í toppsætið fyrir síðustu grein dagsins. Það verður tíunda greinin en aðrar fjórar fara síðan fram á morgun og því er mikið af stigum eftir í pottinum. Níunda greinin hét "The Separator" og þar þurftu þær meðal annars að gera öfugar handlyftur í hringjum sem reyndist mörgum mjög erfitt. Katrín Tanja nýtti sér hinsvegar vel reynslu sína úr fimleikum og sá grunnur kom sér vel fyrir hana. Katrín Tanja er komin með 642 stig eftir að hafa fengið 94 stig fyrir níundu greinina. Katrín Tanja er tólf stigum á undan löndu sinni Ragnheiði Söru Sigmundsdóttur. Ragnheiður Sara varð í fimmta sæti í níundu greininnni og hefur aldrei endaði neðar en 17 sæti í þeim níu greinum sem eru búnar. Samantha Briggs sem var á toppnum fyrir greinina datt niður í fjórða sætið en er þó bara 24 stigum á eftir Katrínu. Tia-Clair Toomey er í þriðja sætinu, aðeins tveimur stigum á eftir Ragnheiði Söru og fjórtán stigum á eftir Katrínu Tönju. Annie Mist Þórisdóttir náði ekki tímamörkunum en endaði í 18. sæti í níundu greininni. Hún er í tíunda sætinu í heildarkeppninni og er ekki líkleg til að berjast um verðlaunin í ár. Þuríður Erla Helgadóttir náði ekki alveg að fylgja eftir fyrstu keppni dagsins þar sem hún varð þriðja. Þuríður Erla náði 23. besta árangrinum í grein níu og er í 16. sæti í heildarkeppninni. Það eru enn fimm greinar eftir af keppninni þar af verður ein þeirra seinna í nótt.
CrossFit Fimleikar Tengdar fréttir Sara enn í öðru sæti en Katrín Tanja nálgast hana Eftir fyrstu grein dagsins á fjórða degi Crossfit-heimsleikanna er Ragheiður Sara Sigmundsóttir enn í öðru sæti með 550 stig, 26 stigum á eftir Samantha Briggs sem er með 576 stig. 23. júlí 2016 22:15 Tvær íslenskar stelpur aðeins örfáum stigum frá toppnum fyrir lokadaginn Fjórði keppnisdagur í einstaklingsflokki í karla- og kvennaflokki á heimsleikunum í crossfit fór fram í Kaliforníu í gærvköldi og í nótt. Íslenska crossfit-fólkið er að standa sig vel. 24. júlí 2016 10:30 Íslendingarnir vaktir upp fyrir allar aldir og réttur flugmiði Ballið byrjað hjá skyttunum fjórum í kvennaflokki og Björgvini Guðmundssyni. 20. júlí 2016 17:45 Ragnheiður Sara aðeins fjórum stigum á eftir efsta manni Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er aðeins fjórum stigum á eftir efsta manni í einstaklingskeppninni í crossfit en keppt var á heimsleikunum í nótt. 23. júlí 2016 12:11 Leiðin á heimsleikanna: Íslensku dæturnar | Myndband Heimsleikarnir í CrossFit hefjast á morgun í StubHub Center í Carson, Kaliforníu. 18. júlí 2016 09:36 Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Fleiri fréttir Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Tæplega fimmtugur Manny Pacquiao ætlar að snúa aftur í hringinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Salah valinn bestur af blaðamönnum „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Sjá meira
Sara enn í öðru sæti en Katrín Tanja nálgast hana Eftir fyrstu grein dagsins á fjórða degi Crossfit-heimsleikanna er Ragheiður Sara Sigmundsóttir enn í öðru sæti með 550 stig, 26 stigum á eftir Samantha Briggs sem er með 576 stig. 23. júlí 2016 22:15
Tvær íslenskar stelpur aðeins örfáum stigum frá toppnum fyrir lokadaginn Fjórði keppnisdagur í einstaklingsflokki í karla- og kvennaflokki á heimsleikunum í crossfit fór fram í Kaliforníu í gærvköldi og í nótt. Íslenska crossfit-fólkið er að standa sig vel. 24. júlí 2016 10:30
Íslendingarnir vaktir upp fyrir allar aldir og réttur flugmiði Ballið byrjað hjá skyttunum fjórum í kvennaflokki og Björgvini Guðmundssyni. 20. júlí 2016 17:45
Ragnheiður Sara aðeins fjórum stigum á eftir efsta manni Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er aðeins fjórum stigum á eftir efsta manni í einstaklingskeppninni í crossfit en keppt var á heimsleikunum í nótt. 23. júlí 2016 12:11
Leiðin á heimsleikanna: Íslensku dæturnar | Myndband Heimsleikarnir í CrossFit hefjast á morgun í StubHub Center í Carson, Kaliforníu. 18. júlí 2016 09:36