Íþróttafólk sem er hugfangið af Pokémon og er á leið á Ólympíuleikana í Ríó verður þó gera hlé á leit sinni meðan á leikunum stendur því ekki er hægt að spila tölvuleikinn í Brasilíu.
Breski róðrarmaðurinn Joe Clarke, sem keppir í kanó-siglingum, lýsti m.a. yfir vonbrigðum sínum á Twitter og víst er að fleiri íþróttamenn eru á sama máli og hann.
Þó er orðrómur á sveimi um að leikurinn verði fáanlegur í landinu á næstu dögum.
Borgarstjórinn í Ríó, Eduardo Paes, biðlaði m.a. til Nintendo á dögunum að koma með leikinn til borgarinnar.
„Það eru allir á leiðinni hingað. Þið ættuð líka að koma,“ skrifaði Peas á Facebook.
No Pokemon in Deodoro Olympic venue! Or in Brazil!??@NianticLabs @PokemonGoApp @Pokemon #PokemonGO #Rio2016 pic.twitter.com/xiRMcqhXfV
— Joe Clarke (@joeclarkek1) July 26, 2016