Eygló synti í undanrásunum í dag og varð fimmta í sínum riðli á tímanum 1:00,89 mínútum. Eygló var 64 hundraðhlutum frá Íslandsmeti sínu.
Fyrri 50 metrarnir voru ekki nógu góðir hjá Eyglóu en hún sýndi styrk og keppnisskap með því að koma sterk til baka í seinni 50 metrunum.
Sundbolur hennar rifnaði rétt fyrir keppni og hún hafði ekki tíma til að finna nýjan. Hún varð því að keppa í rifnum sundbol.
Þetta var sextándi besti tíminn í undanrásunum og Eygló rétt slapp því inn í undanúrslitin sem fara fram í nótt. Það var mikil spenna í lokin hvort að þessi tími myndi duga en hún rétt slapp inn í undanúrslitin. Eygló fylgdist með í viðtalsherberginu og kom síðan brosandi í viðtal við íslensku blaðamannina.
Hin bandaríska Kathleen Baker var með besta tímann í undanrásunum, 58,84 sekúndur.