Það verður örugglega titringur í fimleikahöllinni þegar Irina keppir í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson í Ríó skrifar 7. ágúst 2016 13:30 Irina Sazonova. Vísir/Anton Fimleikakonan Irina Sazonova skrifar nýjan kafla í Ólympíusögu Íslands í kvöld þegar hún keppir fyrst íslenskra fimleikakvenna á Ólympíuleikum. Irina Sazonova og Berglind Pétursdóttir hittu blaðamann Vísis í Ólympíuþorpinu í gær og fóru yfir vonir og væntingar sínar fyrir keppni kvöldsins. Irina er í sama hluta og bandarísku fimleikastjörnurnar og því má búast við mikilli stemmningu í fimleikahöllinni í kvöld. Berglind Pétursdóttir er flokkstjóri fimleikanna á Ólympíuleikunum í Ríó og hún er Irinu til halds og trausts. Líka þegar kemur að viðtölum við íslenska blaðamenn enda á Irina Sazonova talsvert í land að geta tjáð sig almennilega á íslensku og ekki talar hún ensku. Irina Sazonova reyndi samt að tala íslensku þegar hún hitti blaðamann í gær og það er fyrsta skrefið því ekki kann undirritaður stakt orð í rússnesku. „Ég er mjög spennt," segir Irina og hún segist þurfa nú að hugsa vel um sig á þeim klukkutímum sem eru fram að keppninni annað kvöld. „Ég þarf að passa vel að sofa vel og hvíla mig," segir Irina og allt hefur gengið vel hingað til. „Þegar ég var lítil stelpa þá dreymdi mig um að keppa á Ólympíuleikum. Núna er ég því rosalega glöð að fá tækifæri til þess," sagði Irina sem ætlar sér að komast á fleiri leika í framtíðinni. „Podium-æfingin gekk mjög vel og mér líður vel í keppnishöllinni," sagði Irina sem viðurkenndi alveg að dagurinn í gær hafi verið svolítið heitur og það geta fleiri Íslendingar í Ríó tekið undir það. „Ég hef sett stefnuna á því að ná 54 stigum og reyna að komast í 24 manna úrslitin," segir Irina metnaðafull en samkeppnin verður mikil. „Ég held að það verði mjög erfitt en það er samt alltaf möguleiki. Við sjáum til hvað gerist," segir Irina um keppni kvöldsins. Hún lætur ekkert trufla sig í Ólympíuþorpinu. „Ég vil ekkert hugsa um þessa hluti. Ég keppt hér í undankeppninni og veit að ég er að fara inn í fimleikasal þar sem ég þekki öll áhöldin. Það er það sem skiptir máli," sagði Irina. Kvöldið verður sögulegt fyrir íslenska fimleika. „Það er flott fyrir okkur að eiga loksins keppenda í fimleikum kvenna á Ólympíuleikum. Það ætti að skora fyrir okkur í fimleikunum á Íslandi," segir Berglind Pétursdóttir. Hún viðurkennir að það þurfi margt að ganga upp hjá Irinu ætli hún að ná því að vera ein af þeim 24 sem komast í úrslitin. „Það er alltaf von og maður á alltaf að reyna. Það skal samt viðurkennast að það verður svolítið erfitt fyrir hana að komast í úrslitin," segir Berglind. „Hún er vel undirbúin og nú þarf hún bara að eiga góðan dag. Hún þarf að vera í stuði og halda góðri einbeitingu," segir Berglind sem er margreyndur fimleikadómari en er einnig sjúkraþjálfari Irinu á leikunum. Hún sér því um að skrokkurinn verður klár í slaginn á morgun. „Við reynum að láta allt ganga upp. Hún fær ekkert að fara í sólbað, fer bara á æfingar, hvílist og nærist. Þannig verður bara hennar hlutverk fram að móti," segir Berglind. „Þetta er fjórði hópurinn af fimm sem keppa þennan dag. Irina er með bandarísku stúlkunum og Hollendingum og svo einstaklingum eins og hún er. Það er mjög skemmtilegur riðill og spennandi," segir Berglind. „Það er ekkert slæmt að vera í höllinni þegar bandarísku stelpurnar eru að keppa. Það verður örugglega titringur í fimleikahöllinni," segir Berglind. Fimleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Dagskráin: Úrslitaleikur um sæti í Bónus deild karla Sport Fleiri fréttir Dagskráin: Úrslitaleikur um sæti í Bónus deild karla Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjá meira
Fimleikakonan Irina Sazonova skrifar nýjan kafla í Ólympíusögu Íslands í kvöld þegar hún keppir fyrst íslenskra fimleikakvenna á Ólympíuleikum. Irina Sazonova og Berglind Pétursdóttir hittu blaðamann Vísis í Ólympíuþorpinu í gær og fóru yfir vonir og væntingar sínar fyrir keppni kvöldsins. Irina er í sama hluta og bandarísku fimleikastjörnurnar og því má búast við mikilli stemmningu í fimleikahöllinni í kvöld. Berglind Pétursdóttir er flokkstjóri fimleikanna á Ólympíuleikunum í Ríó og hún er Irinu til halds og trausts. Líka þegar kemur að viðtölum við íslenska blaðamenn enda á Irina Sazonova talsvert í land að geta tjáð sig almennilega á íslensku og ekki talar hún ensku. Irina Sazonova reyndi samt að tala íslensku þegar hún hitti blaðamann í gær og það er fyrsta skrefið því ekki kann undirritaður stakt orð í rússnesku. „Ég er mjög spennt," segir Irina og hún segist þurfa nú að hugsa vel um sig á þeim klukkutímum sem eru fram að keppninni annað kvöld. „Ég þarf að passa vel að sofa vel og hvíla mig," segir Irina og allt hefur gengið vel hingað til. „Þegar ég var lítil stelpa þá dreymdi mig um að keppa á Ólympíuleikum. Núna er ég því rosalega glöð að fá tækifæri til þess," sagði Irina sem ætlar sér að komast á fleiri leika í framtíðinni. „Podium-æfingin gekk mjög vel og mér líður vel í keppnishöllinni," sagði Irina sem viðurkenndi alveg að dagurinn í gær hafi verið svolítið heitur og það geta fleiri Íslendingar í Ríó tekið undir það. „Ég hef sett stefnuna á því að ná 54 stigum og reyna að komast í 24 manna úrslitin," segir Irina metnaðafull en samkeppnin verður mikil. „Ég held að það verði mjög erfitt en það er samt alltaf möguleiki. Við sjáum til hvað gerist," segir Irina um keppni kvöldsins. Hún lætur ekkert trufla sig í Ólympíuþorpinu. „Ég vil ekkert hugsa um þessa hluti. Ég keppt hér í undankeppninni og veit að ég er að fara inn í fimleikasal þar sem ég þekki öll áhöldin. Það er það sem skiptir máli," sagði Irina. Kvöldið verður sögulegt fyrir íslenska fimleika. „Það er flott fyrir okkur að eiga loksins keppenda í fimleikum kvenna á Ólympíuleikum. Það ætti að skora fyrir okkur í fimleikunum á Íslandi," segir Berglind Pétursdóttir. Hún viðurkennir að það þurfi margt að ganga upp hjá Irinu ætli hún að ná því að vera ein af þeim 24 sem komast í úrslitin. „Það er alltaf von og maður á alltaf að reyna. Það skal samt viðurkennast að það verður svolítið erfitt fyrir hana að komast í úrslitin," segir Berglind. „Hún er vel undirbúin og nú þarf hún bara að eiga góðan dag. Hún þarf að vera í stuði og halda góðri einbeitingu," segir Berglind sem er margreyndur fimleikadómari en er einnig sjúkraþjálfari Irinu á leikunum. Hún sér því um að skrokkurinn verður klár í slaginn á morgun. „Við reynum að láta allt ganga upp. Hún fær ekkert að fara í sólbað, fer bara á æfingar, hvílist og nærist. Þannig verður bara hennar hlutverk fram að móti," segir Berglind. „Þetta er fjórði hópurinn af fimm sem keppa þennan dag. Irina er með bandarísku stúlkunum og Hollendingum og svo einstaklingum eins og hún er. Það er mjög skemmtilegur riðill og spennandi," segir Berglind. „Það er ekkert slæmt að vera í höllinni þegar bandarísku stelpurnar eru að keppa. Það verður örugglega titringur í fimleikahöllinni," segir Berglind.
Fimleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Dagskráin: Úrslitaleikur um sæti í Bónus deild karla Sport Fleiri fréttir Dagskráin: Úrslitaleikur um sæti í Bónus deild karla Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti