„Þurfum að rækta kynvillinginn í okkur“ Nadine Guðrún Yaghi og Ólöf Skaftadóttir skrifa 5. ágúst 2016 07:00 Eva María Þórarinsdóttir Lange, formaður Hinsegin daga. Vísir/Eyþór „Við fáum mjög oft spurninguna um af hverju þurfi enn að halda hátíð eins og Hinsegin daga. Mér fannst góður punktur sem ég rakst á um daginn, þar sem einhver skrifaði: Við öðluðumst sjálfstæði 1944 en höldum enn upp á 17. júní. Þetta er samt heldur alvarlegra mál,“ segir Eva María Þórarinsdóttir Lange, formaður Hinsegin daga og gestur í Föstudagsviðtalinu þessa vikuna. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. „Svo er vert að nefna að mannréttindi eru ekki einkamál þjóða og við þurfum líka að horfa út fyrir okkar eigið land. Á Íslandi hafa samkynhneigðir náð lagalegum réttindum að flestu leyti og búa við sömu mannréttindi og gagnkynhneigt fólk. Ég hef þó alltaf sagt að það er langt á milli lagalegra réttinda og þess sem er að gerast úti í samfélaginu,“ segir Eva María. Á milli þess sem hún skipuleggur hátíðina er hún einn eigenda ferðaskrifstofu fyrir hinsegin fólk og skipuleggur brúðkaup hér á landi. Eva segir hátíðina varpa ljósi á menningu hinsegin fólks og minna á þá sem ruddu brautina í réttindabaráttunni. „Ég kann þeim miklar þakkir.“Pólitísk gangaHinsegin dagar hafa fyrir löngu unnið sér sess í hjörtum landsmanna; menningar- og mannréttindahátíð hinsegin fólks á Íslandi. Gleðigangan sem gengin er á morgun er hápunkturinn. Í henni sameinast lesbíur, hommar, tví- og pankynhneigðir, transfólk, intersex fólk og aðrir hinsegin einstaklingar – og allir þeim tengdir.Við höfum heyrt frá fólki að því finnist gangan orðin „of fjölskylduvæn“. Fólk sakni t.d. leðurhommavagnsins? Eva María hlær. „Gleðigangan er grasrótarhreyfing. Við ráðum ekki hverjir koma og taka þátt. Við hins vegar getum neitað þátttöku ef okkur finnst málefnið ekki passa. Við höfum gert það. Fyrir tveimur árum var gangan til dæmis mjög pólitísk. Þá var minna um gleði og meira um pólitísk skilaboð. Það endurspeglaði það sem var að gerast á alþjóðavettvangi – þá var Pútín búinn að banna gleðigöngu í Rússlandi næstu 100 árin.“ Eva María segir baráttu hinsegin fólks hafa tekið breytingum. „Á fyrri árum snerist baráttan um að reyna að komast inn í normið. Þá var hneigðin tekin út úr menginu. Í dag erum við komin til baka í að rækta ræturnar. Þorvaldur vinur minn hefur stundum sagt að við þurfum að rækta kynvillinginn í okkur. Mér finnst það skemmtilegt. Það er alveg satt. Það er það sem við gerum með dagskránni á hátíðinni líka. Við tölum um hluti sem eru undir yfirborðinu og við viljum sjá fjölbreytni. Þróunin á hátíðinni er þannig í takti við það sem er að ske í samfélaginu.“Litlu atriðin pirrandiEru einhverjir fordómar í íslensku samfélagi í dag? „Það eru aðallega duldir fordómar. Litlu atriðin geta verið pirrandi. Til dæmis hringdi tryggingasölumaður í mig um daginn og talaði alltaf um manninn minn. Það þyrfti að breyta svona hlutum og tala frekar um maka. Ég var líka spurð um daginn, af hverju þurfum við hinsegin skemmtistað? Ef ég fer á hefðbundinn skemmtistað með kærustunni minni og við kyssumst er mjög algengt að við fáum hóp karlmanna í kring um okkur sem biðja okkur um að kyssast aftur. Það er óþægilegt en gerist oft. Þetta er ein týpa af fordómum. Þess vegna skapast rými og verða til hinsegin skemmtistaðir þar sem okkur finnst við örugg.“Guðni hýr um helginaÞað hefur vakið athygli að nýkjörinn forseti, Guðni Th. Jóhannesson, kemur til með að halda tölu á hátíðinni. „Það er ánægjulegt að forsetinn okkar ætli að láta sig hinsegin mannréttindi varða,“ segir Eva María og rifjar upp úr kosningabaráttu Guðna, þegar hann minntist fjöldamorðanna í Orlando, þar sem 49 manns voru myrtir á skemmtistað fyrir samkynhneigða þar í borg. „Og þegar við höfðum samband við hann og báðum hann að koma fram tók hann mjög vel í það. Þetta er táknrænt og sýnir það sem hann vill standa fyrir.“Hvað með Ólaf Ragnar? „Ólafur hefur ekki tekið þátt í göngunni frá því ég tók við, allavega. Hann hefur ekki komið fram á neinum opinberum viðburðum á okkar vegum. Hins vegar hefur hann veitt fyrirtækinu mínu Nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar þannig að hann hefur alveg þurft að tala um hinsegin fólk,“ segir Eva María og hlær. „Þannig að við fögnum því að Guðni ætli að taka þetta skref. Hann vildi absalútt gera þetta.“Intersex og trans langt á eftirEinu sinni var það þannig að eina hinsegin fólkið voru hommar og lesbíur. Núna er fjöldinn allur af hugtökum til, trans, intersex, pan, asexual og svo mætti lengi telja. Flækir það ekki málin? „Jú. En við þurfum að átta okkur á því hvað er mikilvægt að tilheyra hópi og það er rauði þráðurinn. Það er ennþá þannig að fólk upplifir sig eitt í heiminum og þar er regnboga-regnhlífin svo mikilvæg. Ef maður hugsar þetta í sögulegu samhengi var einu sinni ótrúlega erfitt fyrir homma og lesbíur að koma út úr skápnum og það getur enn verið erfitt. Hins vegar er erfiðara að koma út úr skápnum sem trans. Ég held ég geti fullyrt það. Trans- og intersexbaráttan er mörgum árum á eftir,“ útskýrir Eva María og heldur áfram. „Ég hef sagt að fólk þarf ekki endilega að skilja allt heldur bara að virða fólk. Þetta snýst allt um að einstaklingurinn fái sjálfur að skilgreina sig en ekki láta samfélagið gera það fyrir sig. Svo er gott að spyrja hreinlega manneskjuna hvað hún vill. Ég hef verið í þeim sporum að þurfa hreinlega að biðja um aðstoð – því ég ætla ekki að ákveða fyrir einhvern hvernig hann vill láta skilgreina sig.“ Eva María segir vandamál intersex-fólks, sem fæðist í ótilgreindu kyni, aðallega stafa af því að foreldrar eða læknar barnsins velji kyn fyrir það. „Það er tvíhyggjuhugsunin sem er svo sterk í okkar menningu. Orðið hinsegin tekur þannig vel á þessu. Hinsegin er bara það sem er ekki í takt við meirihlutann.“ Eva María viðurkennir að þó hún sé lesbía þá eigi hún það til að taka þátt í tvíhyggjumiðaðri umræðu. „Ég þarf oft að passa mig. Það er einmitt þetta sem er svo hollt og gott við þessa hátíð að við náum að opna umræðuna.“En hvað með trans? Eru ekki að verða framfarir þar? Hvaða þýðingu hafa transfyrirmyndir eins og Caitlyn Jenner? „Það eru skiptar skoðanir um hana. Það er alltaf erfitt þegar svona frægar manneskjur koma út. Hún er í miklum forréttindahópi og á mikið af peningum og gat þannig til dæmis farið í allar þær aðgerðir sem hún þurfti og vildi. Ég held að það sé hættulegt stundum. Þetta er jákvætt að því leyti að þetta opnar umræðuna og sýnileika. Fólk hefur skiptar skoðanir á því hvort hún sé góður málsvari þessa hóps.“Vísir/EyþórBDSM-samtökin með í árEva María er meðlimur í Samtökunum 78, hagsmuna- og baráttusamtökum hinsegin fólks. Þar logaði allt í deilum fyrr á árinu vegna aðildarumsóknar BDSM-samtakanna. Félagar skiptust algerlega í tvær fylkingar. Margir sögðu sig úr samtökunum í kjölfarið. Formaður samtakanna hætti af persónulegum ástæðum í kjölfar deilnanna. „Ég held að svona félagasamtök þrífist ekki nema það sé aktívismi innan þeirra. Í New York til dæmis er BDSM hluti af samtökunum þar. Það sem er ólíkt þar og hér heima er að hinsegin málefni fá ekki mikið pláss í fjölmiðlum. Þegar BDSM varð hluti af samtökunum þar kom ekkert í fjölmiðla og þau samtök eru ennþá virk. Ég held að þetta sé bara allt hið besta mál og veki umræðu og athygli. Ég vil trúa því. Þau eru með í göngunni í ár og með flottan boðskap.“Sjálf út úr skápnum í skrefumEva María kom sjálf út úr skápnum 19 ára gömul, á Íslandi. En ekki fyrir fjölskyldu sinni á Ítalíu fyrr en á síðasta ári. „Það má segja að ég hafi lifað tvöföldu lífi í sitthvoru landinu. Ég kíkti út úr skápnum í nokkrum skrefum. Það var árið 1999 sem ég sagði frá því hér heima. Ég hafði nú sagt einhverjum vinkonum mínum að ég væri með blendnar tilfinningar og ég fengi ekki þetta kitl í magann eins og þær þegar við töluðum um stráka.“ Hún segir að það hafi reynst sér erfitt að taka skrefið. „Ég ólst upp á Ítalíu og þar eru hinsegin málefni skammt á veg komin. Ítalskur vinur minn lýsti þessu vel. Það er í lagi að vera hommi og lesbía en helst ekki í minni fjölskyldu.“ Eva reyndi að vera gagnkynhneigð. „Ég prófaði að eiga kærasta en það passaði ekki við mig. Þetta var smá ferli en ekkert mjög átakamikið. Hins vegar hef ég soldið grínast með það að í rauninni kom ég ekki út fyrir fjölskyldunni minni á Ítalíu fyrr en á síðasta ári. Ég bjó í Napolí á Ítalíu sem er íhaldssöm borg, trúuð. Ítalska fjölskyldan mín er mjög gamaldags. Þetta var aldrei rætt. Mamma mín er íslensk en við fluttum út þegar ég var átta ára. Líf mitt á Ítalíu var ekki dans á rósum og ég kom til Íslands í leit að frelsi. Það var stórt stökk fyrir mig að koma. Ég kom bara ein en mamma mín býr enn þá á Ítalíu.“ Sjálf ætlar Eva að sjálfsögðu í gönguna, sem hún segir mikla skemmtun á ári hverju. „Við höfum verið spurð af löggunni hvað við gefum gestunum, hvort við látum þau fá róandi töflur. Það er einkennandi fyrir laugardagskvöldin hvað það er lítið um læti. Það er einhver gleðivíma sem leggst yfir borgina. Það er eitthvað ótrúlega fallegt í loftinu sem gerir það að verkum að þú ert bara fáviti ef þú ætlar að vera með einhverja stæla þetta kvöld.“ Föstudagsviðtalið Hinsegin Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
„Við fáum mjög oft spurninguna um af hverju þurfi enn að halda hátíð eins og Hinsegin daga. Mér fannst góður punktur sem ég rakst á um daginn, þar sem einhver skrifaði: Við öðluðumst sjálfstæði 1944 en höldum enn upp á 17. júní. Þetta er samt heldur alvarlegra mál,“ segir Eva María Þórarinsdóttir Lange, formaður Hinsegin daga og gestur í Föstudagsviðtalinu þessa vikuna. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. „Svo er vert að nefna að mannréttindi eru ekki einkamál þjóða og við þurfum líka að horfa út fyrir okkar eigið land. Á Íslandi hafa samkynhneigðir náð lagalegum réttindum að flestu leyti og búa við sömu mannréttindi og gagnkynhneigt fólk. Ég hef þó alltaf sagt að það er langt á milli lagalegra réttinda og þess sem er að gerast úti í samfélaginu,“ segir Eva María. Á milli þess sem hún skipuleggur hátíðina er hún einn eigenda ferðaskrifstofu fyrir hinsegin fólk og skipuleggur brúðkaup hér á landi. Eva segir hátíðina varpa ljósi á menningu hinsegin fólks og minna á þá sem ruddu brautina í réttindabaráttunni. „Ég kann þeim miklar þakkir.“Pólitísk gangaHinsegin dagar hafa fyrir löngu unnið sér sess í hjörtum landsmanna; menningar- og mannréttindahátíð hinsegin fólks á Íslandi. Gleðigangan sem gengin er á morgun er hápunkturinn. Í henni sameinast lesbíur, hommar, tví- og pankynhneigðir, transfólk, intersex fólk og aðrir hinsegin einstaklingar – og allir þeim tengdir.Við höfum heyrt frá fólki að því finnist gangan orðin „of fjölskylduvæn“. Fólk sakni t.d. leðurhommavagnsins? Eva María hlær. „Gleðigangan er grasrótarhreyfing. Við ráðum ekki hverjir koma og taka þátt. Við hins vegar getum neitað þátttöku ef okkur finnst málefnið ekki passa. Við höfum gert það. Fyrir tveimur árum var gangan til dæmis mjög pólitísk. Þá var minna um gleði og meira um pólitísk skilaboð. Það endurspeglaði það sem var að gerast á alþjóðavettvangi – þá var Pútín búinn að banna gleðigöngu í Rússlandi næstu 100 árin.“ Eva María segir baráttu hinsegin fólks hafa tekið breytingum. „Á fyrri árum snerist baráttan um að reyna að komast inn í normið. Þá var hneigðin tekin út úr menginu. Í dag erum við komin til baka í að rækta ræturnar. Þorvaldur vinur minn hefur stundum sagt að við þurfum að rækta kynvillinginn í okkur. Mér finnst það skemmtilegt. Það er alveg satt. Það er það sem við gerum með dagskránni á hátíðinni líka. Við tölum um hluti sem eru undir yfirborðinu og við viljum sjá fjölbreytni. Þróunin á hátíðinni er þannig í takti við það sem er að ske í samfélaginu.“Litlu atriðin pirrandiEru einhverjir fordómar í íslensku samfélagi í dag? „Það eru aðallega duldir fordómar. Litlu atriðin geta verið pirrandi. Til dæmis hringdi tryggingasölumaður í mig um daginn og talaði alltaf um manninn minn. Það þyrfti að breyta svona hlutum og tala frekar um maka. Ég var líka spurð um daginn, af hverju þurfum við hinsegin skemmtistað? Ef ég fer á hefðbundinn skemmtistað með kærustunni minni og við kyssumst er mjög algengt að við fáum hóp karlmanna í kring um okkur sem biðja okkur um að kyssast aftur. Það er óþægilegt en gerist oft. Þetta er ein týpa af fordómum. Þess vegna skapast rými og verða til hinsegin skemmtistaðir þar sem okkur finnst við örugg.“Guðni hýr um helginaÞað hefur vakið athygli að nýkjörinn forseti, Guðni Th. Jóhannesson, kemur til með að halda tölu á hátíðinni. „Það er ánægjulegt að forsetinn okkar ætli að láta sig hinsegin mannréttindi varða,“ segir Eva María og rifjar upp úr kosningabaráttu Guðna, þegar hann minntist fjöldamorðanna í Orlando, þar sem 49 manns voru myrtir á skemmtistað fyrir samkynhneigða þar í borg. „Og þegar við höfðum samband við hann og báðum hann að koma fram tók hann mjög vel í það. Þetta er táknrænt og sýnir það sem hann vill standa fyrir.“Hvað með Ólaf Ragnar? „Ólafur hefur ekki tekið þátt í göngunni frá því ég tók við, allavega. Hann hefur ekki komið fram á neinum opinberum viðburðum á okkar vegum. Hins vegar hefur hann veitt fyrirtækinu mínu Nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar þannig að hann hefur alveg þurft að tala um hinsegin fólk,“ segir Eva María og hlær. „Þannig að við fögnum því að Guðni ætli að taka þetta skref. Hann vildi absalútt gera þetta.“Intersex og trans langt á eftirEinu sinni var það þannig að eina hinsegin fólkið voru hommar og lesbíur. Núna er fjöldinn allur af hugtökum til, trans, intersex, pan, asexual og svo mætti lengi telja. Flækir það ekki málin? „Jú. En við þurfum að átta okkur á því hvað er mikilvægt að tilheyra hópi og það er rauði þráðurinn. Það er ennþá þannig að fólk upplifir sig eitt í heiminum og þar er regnboga-regnhlífin svo mikilvæg. Ef maður hugsar þetta í sögulegu samhengi var einu sinni ótrúlega erfitt fyrir homma og lesbíur að koma út úr skápnum og það getur enn verið erfitt. Hins vegar er erfiðara að koma út úr skápnum sem trans. Ég held ég geti fullyrt það. Trans- og intersexbaráttan er mörgum árum á eftir,“ útskýrir Eva María og heldur áfram. „Ég hef sagt að fólk þarf ekki endilega að skilja allt heldur bara að virða fólk. Þetta snýst allt um að einstaklingurinn fái sjálfur að skilgreina sig en ekki láta samfélagið gera það fyrir sig. Svo er gott að spyrja hreinlega manneskjuna hvað hún vill. Ég hef verið í þeim sporum að þurfa hreinlega að biðja um aðstoð – því ég ætla ekki að ákveða fyrir einhvern hvernig hann vill láta skilgreina sig.“ Eva María segir vandamál intersex-fólks, sem fæðist í ótilgreindu kyni, aðallega stafa af því að foreldrar eða læknar barnsins velji kyn fyrir það. „Það er tvíhyggjuhugsunin sem er svo sterk í okkar menningu. Orðið hinsegin tekur þannig vel á þessu. Hinsegin er bara það sem er ekki í takt við meirihlutann.“ Eva María viðurkennir að þó hún sé lesbía þá eigi hún það til að taka þátt í tvíhyggjumiðaðri umræðu. „Ég þarf oft að passa mig. Það er einmitt þetta sem er svo hollt og gott við þessa hátíð að við náum að opna umræðuna.“En hvað með trans? Eru ekki að verða framfarir þar? Hvaða þýðingu hafa transfyrirmyndir eins og Caitlyn Jenner? „Það eru skiptar skoðanir um hana. Það er alltaf erfitt þegar svona frægar manneskjur koma út. Hún er í miklum forréttindahópi og á mikið af peningum og gat þannig til dæmis farið í allar þær aðgerðir sem hún þurfti og vildi. Ég held að það sé hættulegt stundum. Þetta er jákvætt að því leyti að þetta opnar umræðuna og sýnileika. Fólk hefur skiptar skoðanir á því hvort hún sé góður málsvari þessa hóps.“Vísir/EyþórBDSM-samtökin með í árEva María er meðlimur í Samtökunum 78, hagsmuna- og baráttusamtökum hinsegin fólks. Þar logaði allt í deilum fyrr á árinu vegna aðildarumsóknar BDSM-samtakanna. Félagar skiptust algerlega í tvær fylkingar. Margir sögðu sig úr samtökunum í kjölfarið. Formaður samtakanna hætti af persónulegum ástæðum í kjölfar deilnanna. „Ég held að svona félagasamtök þrífist ekki nema það sé aktívismi innan þeirra. Í New York til dæmis er BDSM hluti af samtökunum þar. Það sem er ólíkt þar og hér heima er að hinsegin málefni fá ekki mikið pláss í fjölmiðlum. Þegar BDSM varð hluti af samtökunum þar kom ekkert í fjölmiðla og þau samtök eru ennþá virk. Ég held að þetta sé bara allt hið besta mál og veki umræðu og athygli. Ég vil trúa því. Þau eru með í göngunni í ár og með flottan boðskap.“Sjálf út úr skápnum í skrefumEva María kom sjálf út úr skápnum 19 ára gömul, á Íslandi. En ekki fyrir fjölskyldu sinni á Ítalíu fyrr en á síðasta ári. „Það má segja að ég hafi lifað tvöföldu lífi í sitthvoru landinu. Ég kíkti út úr skápnum í nokkrum skrefum. Það var árið 1999 sem ég sagði frá því hér heima. Ég hafði nú sagt einhverjum vinkonum mínum að ég væri með blendnar tilfinningar og ég fengi ekki þetta kitl í magann eins og þær þegar við töluðum um stráka.“ Hún segir að það hafi reynst sér erfitt að taka skrefið. „Ég ólst upp á Ítalíu og þar eru hinsegin málefni skammt á veg komin. Ítalskur vinur minn lýsti þessu vel. Það er í lagi að vera hommi og lesbía en helst ekki í minni fjölskyldu.“ Eva reyndi að vera gagnkynhneigð. „Ég prófaði að eiga kærasta en það passaði ekki við mig. Þetta var smá ferli en ekkert mjög átakamikið. Hins vegar hef ég soldið grínast með það að í rauninni kom ég ekki út fyrir fjölskyldunni minni á Ítalíu fyrr en á síðasta ári. Ég bjó í Napolí á Ítalíu sem er íhaldssöm borg, trúuð. Ítalska fjölskyldan mín er mjög gamaldags. Þetta var aldrei rætt. Mamma mín er íslensk en við fluttum út þegar ég var átta ára. Líf mitt á Ítalíu var ekki dans á rósum og ég kom til Íslands í leit að frelsi. Það var stórt stökk fyrir mig að koma. Ég kom bara ein en mamma mín býr enn þá á Ítalíu.“ Sjálf ætlar Eva að sjálfsögðu í gönguna, sem hún segir mikla skemmtun á ári hverju. „Við höfum verið spurð af löggunni hvað við gefum gestunum, hvort við látum þau fá róandi töflur. Það er einkennandi fyrir laugardagskvöldin hvað það er lítið um læti. Það er einhver gleðivíma sem leggst yfir borgina. Það er eitthvað ótrúlega fallegt í loftinu sem gerir það að verkum að þú ert bara fáviti ef þú ætlar að vera með einhverja stæla þetta kvöld.“
Föstudagsviðtalið Hinsegin Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira