Ekkert mark var skorað þegar Írak og Danmörk mættust í upphafsleik fótboltakeppninnar á Ólympíuleikunum í Ríó ó dag.
Írakar voru ívið sterkari, voru meira með boltann og áttu fleiri tilraunir en tókst ekki að koma boltanum í markið.
Klukkan 19:00 í kvöld mætast Brasilía og Suður-Afríka í sama riðli.
Í næstu umferð A-riðils mætast Danir og Suður-Afríkumenn og Brasilíumenn og Írakar.
Markalaust í upphafsleiknum
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið





„Þeir spila mjög fast og komast upp með það“
Körfubolti

Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport
Enski boltinn



