Apabindi forseta Íslands tekur við af fílabindinu Guðrún Jóna Sefánsdóttir skrifar 5. ágúst 2016 08:00 Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid forsetafrú heimsóttu Sólheima fyrr í vikunni. Nýkjörinn forseti vakti athygli fyrir litríkt apabindi sem hann skartaði í heimsókninni. Vísir/GVA Apabindið sem Guðni Th. Jóhannesson bar við fyrstu opinberu heimsókn sína sem forseti Íslands vakti skemmtilega athygli. „Ég man ekkert hvar ég fékk þetta bindi, þetta er eitt af mínum uppáhaldsbindum. Ég ákvað að skella því upp í tilefni af fyrstu opinberu heimsókn okkar sem forsetahjóna, án þess að spyrja kóng eða prest. Þetta mun ekki vera í síðasta skipti sem þú sérð mig með þetta bindi,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Þetta mun ekki vera í fyrsta skipti sem forseti ber bindi sem vekur athygli en Ólafur Ragnar Grímsson skartaði oft eftirminnilegum fílabindum í hinum ýmsu erindagjörðum. Eliza Reid forsetafrú taldi líklegt að Guðni kæmi til með að nota apabindið oftar í framtíðinni enda litríkt og bjart sem kann að einkenna klæðnað nýkjörins forseta.Nærmynd af apabindinu góða.Vísir/GVA„Ég trúi því vel að hann muni nota þetta bindi aftur, hann hefur átt það í mörg ár, ég man þó ekki hvar hann fékk það. Ég keypti það ekki fyrir hann en honum hefur þótt það skemmtilegt á litinn,“ segir Eliza Reid. Eliza telur Guðna ekki vera mikinn áhugamann um apa en segir þó að hann sé jákvæður maður sem þyki gaman að hafa bjarta liti í kring um sig. „Það er engin sérstök saga á bak við þetta bindi en hann á þó nokkur bindi sem eiga sér skemmtilega sögu, bæði bindi sem ég hef gefið honum eða hann hefur fengið í gjafir,“ segir Eliza. Það er óhætt að segja að nýkjörinn forseti þurfi að huga vel að samsetningu fata, stíl og passa upp á að fötin sem verða fyrir valinu séu í samræmi við hið nýja starf hans. Að sögn Elizu hefur Guðni þó aldrei verið fyrir það, að eiga mikið af fötum. „Hann hefur þó alltaf passað að vera fínn til fara. Guðni getur átt sömu fötin í langan tíma en þegar hann hefur fengið sér ný föt gefur hann eldri fötin sín í Rauða krossinn,“ segir hún.Fyrrverandi forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, vakti athygli fyrir skrautleg bindi og oft voru þau með fílamyndum. Vísir/Ernir En hvað er það sem einkennir nýkjörinn forseta í klæðaburði? „Guðni hefur einstaklega gaman af sokkum í litum og hefur ákveðið að halda sig alfarið við þá hefð,“ segir Eliza létt í bragði. Talsverðar breytingar hafa orðið hjá fjölskyldunni síðastliðna mánuði og nóg um að vera á næstunni, flutningar á Bessastaði, og annasamur vetur framundan ásamt ferðalögum um landið. „Þetta er auðvitað öðruvísi en við vorum vön en mjög jákvætt, fólk vill fá myndir af okkur með sér sem er bara skemmtilegt. Við viljum samt auðvitað halda í okkar gamla líf, fylgja börnunum okkar á fótboltamót og halda afmælisveislur fyrir krakkana í bekknum, eins og foreldrar gera. Yngsta dóttir okkar verður þriggja ára eftir nokkrar vikur, hún kemur alltaf til með að muna bara eftir því að pabbi sinn sé forseti og við búum á Bessastöðum, ég vil samt ekki að hún muni eftir því að henni hafi verið ekið út um allt. Við viljum halda í það að eiga venjulegt líf,“ segir Elísa. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. ágúst. Tíska og hönnun Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Sjá meira
Apabindið sem Guðni Th. Jóhannesson bar við fyrstu opinberu heimsókn sína sem forseti Íslands vakti skemmtilega athygli. „Ég man ekkert hvar ég fékk þetta bindi, þetta er eitt af mínum uppáhaldsbindum. Ég ákvað að skella því upp í tilefni af fyrstu opinberu heimsókn okkar sem forsetahjóna, án þess að spyrja kóng eða prest. Þetta mun ekki vera í síðasta skipti sem þú sérð mig með þetta bindi,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Þetta mun ekki vera í fyrsta skipti sem forseti ber bindi sem vekur athygli en Ólafur Ragnar Grímsson skartaði oft eftirminnilegum fílabindum í hinum ýmsu erindagjörðum. Eliza Reid forsetafrú taldi líklegt að Guðni kæmi til með að nota apabindið oftar í framtíðinni enda litríkt og bjart sem kann að einkenna klæðnað nýkjörins forseta.Nærmynd af apabindinu góða.Vísir/GVA„Ég trúi því vel að hann muni nota þetta bindi aftur, hann hefur átt það í mörg ár, ég man þó ekki hvar hann fékk það. Ég keypti það ekki fyrir hann en honum hefur þótt það skemmtilegt á litinn,“ segir Eliza Reid. Eliza telur Guðna ekki vera mikinn áhugamann um apa en segir þó að hann sé jákvæður maður sem þyki gaman að hafa bjarta liti í kring um sig. „Það er engin sérstök saga á bak við þetta bindi en hann á þó nokkur bindi sem eiga sér skemmtilega sögu, bæði bindi sem ég hef gefið honum eða hann hefur fengið í gjafir,“ segir Eliza. Það er óhætt að segja að nýkjörinn forseti þurfi að huga vel að samsetningu fata, stíl og passa upp á að fötin sem verða fyrir valinu séu í samræmi við hið nýja starf hans. Að sögn Elizu hefur Guðni þó aldrei verið fyrir það, að eiga mikið af fötum. „Hann hefur þó alltaf passað að vera fínn til fara. Guðni getur átt sömu fötin í langan tíma en þegar hann hefur fengið sér ný föt gefur hann eldri fötin sín í Rauða krossinn,“ segir hún.Fyrrverandi forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, vakti athygli fyrir skrautleg bindi og oft voru þau með fílamyndum. Vísir/Ernir En hvað er það sem einkennir nýkjörinn forseta í klæðaburði? „Guðni hefur einstaklega gaman af sokkum í litum og hefur ákveðið að halda sig alfarið við þá hefð,“ segir Eliza létt í bragði. Talsverðar breytingar hafa orðið hjá fjölskyldunni síðastliðna mánuði og nóg um að vera á næstunni, flutningar á Bessastaði, og annasamur vetur framundan ásamt ferðalögum um landið. „Þetta er auðvitað öðruvísi en við vorum vön en mjög jákvætt, fólk vill fá myndir af okkur með sér sem er bara skemmtilegt. Við viljum samt auðvitað halda í okkar gamla líf, fylgja börnunum okkar á fótboltamót og halda afmælisveislur fyrir krakkana í bekknum, eins og foreldrar gera. Yngsta dóttir okkar verður þriggja ára eftir nokkrar vikur, hún kemur alltaf til með að muna bara eftir því að pabbi sinn sé forseti og við búum á Bessastöðum, ég vil samt ekki að hún muni eftir því að henni hafi verið ekið út um allt. Við viljum halda í það að eiga venjulegt líf,“ segir Elísa. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. ágúst.
Tíska og hönnun Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp