Þá hóf bandaríska liðið leik á Ólympíuleikunum. Liðið lagði Nýja-Sjáland, 2-0.
Áhorfendur bauluðu í hvert einasta skipti sem hún hafði boltann og virtist það koma Solo á óvart. Hún sagðist ekkert hafa skilið í því af hverju verið væri að baula á sig.
Ástæðan er mynd sem hún setti á Twitter og Instagram í síðasta mánuði. Þá er hún með moskítónet um hausinn og skordýraeitur í hendinni.
Brasilíumönnum þótti þetta argasti dónaskapur og var mikið fjallað um myndina í brasilískum fjölmiðlum. Þó svo Solo hafi beðist afsökunar um daginn þá virtist það ekki duga því hún fékk að heyra það.
Not sharing this!!! Get your own! #zikaproof #RoadToRio pic.twitter.com/y3d8hnuEjk
— Hope Solo (@hopesolo) July 22, 2016